„Viðvarandi ofveiði ógnar vistkeri hafsins í Evrópu, fæðuöryggi og líffræðilegri fjölbreytni,“ segir í samantekt umhverfisstofnunar Evrópu (e. European Environment Agency) um stöðu nytjastofna.
Þar segir að þrátt fyrir að samþætt veiðistjórnun Evrópusambandsins hafi sýnt árangur í enduruppbyggingu ákveðinna stofna sé staðan heilt yfir mjög alvarleg.
„Aðeins 28% af mældum stofnum eru nýttir á sjálfbæran hátt og í góðu líffræðilegu ástandi, með augljósan breytileika eftir svæðum,“ segir í samantektinni. Bent er á að 41% nytjastofna í Norðaustur-Atlantshafi og Eystrarsalti séu nýttir með sjálfbærum hætti en það á aðeins við 9% stofna í Miðjarðarhafi og Svartahafi.
„Markmið ESB að endurheimta heilbrigða fiskistofna og tryggja sjálfbæra nýtingu hefur ekki náðst, sem undirstrikar nauðsyn brýnna aðgerða.“
Í desember 2022 ákváðu ríki með aðild að alþjóðasáttmála Sameinuðu þjóðanna um líffræðilegan fjölbreytileika (Convention on Biodiversity) að stefna að því að skilgreina 30% af heimshöfunum sem verndarsvæði fyrir 2030.
Umhverfisstofnun Evrópu telur ólíklegt að Evrópusambandinu takist að ná markmiðinu á þessum tímaramma, að því er segir í úttekt á verndun hafsvæða innan Evrópusambandsins.
„Evrópusambandið hefur náð árangri í því að tilgreina ný hafverndarsvæði, bæði sem hluti af Natura 2000 verkefninu og með aðgerðum aðildarríkja. Fyrir vikið meira en tvöfölduðust verndarsvæði í hafinu, í 12,3%, á milli 2012 og 2022. Hins vegar þarf að auka verulega viðleitni til að ná markmiði ESB um líffræðilegan fjölbreytileika að vernda að minnsta kosti 30% af hafsvæði ESB fyrir árið 2030, en einnig tryggja að öllum verndarsvæðum sé stjórnað á skilvirkan hátt. Sem stendur virðist ólíklegt að markmiðinu verði náð.“
Ísland er aðili að umræddum alþjóðasáttmála og var verndarsvæðum á Íslandsmiðum fjölgað um þrjú árið 2023. Alls voru þá verndarsvæðin þar sem ekki má stunda botnveiðar við Íslandsstrendur orðin 17.
Afurð | Dags. | Meðalverð |
---|---|---|
Þorskur, óslægður | 20.1.25 | 612,66 kr/kg |
Þorskur, slægður | 20.1.25 | 694,78 kr/kg |
Ýsa, óslægð | 20.1.25 | 410,53 kr/kg |
Ýsa, slægð | 20.1.25 | 286,96 kr/kg |
Ufsi, óslægður | 20.1.25 | 279,87 kr/kg |
Ufsi, slægður | 20.1.25 | 251,32 kr/kg |
Undirmálsufsi, óslægður | 26.7.23 | 10,00 kr/kg |
Undirmálsufsi, slægður | 14.1.25 | 21,00 kr/kg |
Djúpkarfi | 6.1.25 | 90,00 kr/kg |
Gullkarfi | 20.1.25 | 234,68 kr/kg |
20.1.25 Harðbakur EA 3 Botnvarpa | |
---|---|
Steinbítur | 8.204 kg |
Þorskur | 4.428 kg |
Skarkoli | 4.215 kg |
Karfi | 2.194 kg |
Ýsa | 1.184 kg |
Þykkvalúra | 889 kg |
Samtals | 21.114 kg |
20.1.25 Bylgja VE 75 Botnvarpa | |
---|---|
Þorskur | 31.865 kg |
Karfi | 10.594 kg |
Samtals | 42.459 kg |
20.1.25 Áskell ÞH 48 Botnvarpa | |
---|---|
Þorskur | 28.858 kg |
Karfi | 19.379 kg |
Ýsa | 4.883 kg |
Ufsi | 1.835 kg |
Langa | 1.290 kg |
Skarkoli | 1.208 kg |
Steinbítur | 415 kg |
Blálanga | 271 kg |
Sandkoli | 152 kg |
Þykkvalúra | 102 kg |
Skötuselur | 16 kg |
Samtals | 58.409 kg |
Afurð | Dags. | Meðalverð |
---|---|---|
Þorskur, óslægður | 20.1.25 | 612,66 kr/kg |
Þorskur, slægður | 20.1.25 | 694,78 kr/kg |
Ýsa, óslægð | 20.1.25 | 410,53 kr/kg |
Ýsa, slægð | 20.1.25 | 286,96 kr/kg |
Ufsi, óslægður | 20.1.25 | 279,87 kr/kg |
Ufsi, slægður | 20.1.25 | 251,32 kr/kg |
Undirmálsufsi, óslægður | 26.7.23 | 10,00 kr/kg |
Undirmálsufsi, slægður | 14.1.25 | 21,00 kr/kg |
Djúpkarfi | 6.1.25 | 90,00 kr/kg |
Gullkarfi | 20.1.25 | 234,68 kr/kg |
20.1.25 Harðbakur EA 3 Botnvarpa | |
---|---|
Steinbítur | 8.204 kg |
Þorskur | 4.428 kg |
Skarkoli | 4.215 kg |
Karfi | 2.194 kg |
Ýsa | 1.184 kg |
Þykkvalúra | 889 kg |
Samtals | 21.114 kg |
20.1.25 Bylgja VE 75 Botnvarpa | |
---|---|
Þorskur | 31.865 kg |
Karfi | 10.594 kg |
Samtals | 42.459 kg |
20.1.25 Áskell ÞH 48 Botnvarpa | |
---|---|
Þorskur | 28.858 kg |
Karfi | 19.379 kg |
Ýsa | 4.883 kg |
Ufsi | 1.835 kg |
Langa | 1.290 kg |
Skarkoli | 1.208 kg |
Steinbítur | 415 kg |
Blálanga | 271 kg |
Sandkoli | 152 kg |
Þykkvalúra | 102 kg |
Skötuselur | 16 kg |
Samtals | 58.409 kg |