Aðeins 28% stofna í sjálfbærri nýtingu

Franskur sjómaður að störfum. Aðeins 28% nytjastofna í ESB eru …
Franskur sjómaður að störfum. Aðeins 28% nytjastofna í ESB eru nýttir með sjálfbærum hætti. AFP

„Viðvarandi ofveiði ógnar vistkeri hafsins í Evrópu, fæðuöryggi og líffræðilegri fjölbreytni,“ segir í samantekt umhverfisstofnunar Evrópu (e. European Environment Agency) um stöðu nytjastofna.

Þar segir að þrátt fyrir að samþætt veiðistjórnun Evrópusambandsins hafi sýnt árangur í enduruppbyggingu ákveðinna stofna sé staðan heilt yfir mjög alvarleg.

„Aðeins 28% af mældum stofnum eru nýttir á sjálfbæran hátt og í góðu líffræðilegu ástandi, með augljósan breytileika eftir svæðum,“ segir í samantektinni. Bent er á að 41% nytjastofna í Norðaustur-Atlantshafi og Eystrarsalti séu nýttir með sjálfbærum hætti en það á aðeins við 9% stofna í Miðjarðarhafi og Svartahafi.

„Markmið ESB að endurheimta heilbrigða fiskistofna og tryggja sjálfbæra nýtingu hefur ekki náðst, sem undirstrikar nauðsyn brýnna aðgerða.“

Ná ekki markmiðum um verndarsvæði

Í desember 2022 ákváðu ríki með aðild að alþjóðasáttmála Sameinuðu þjóðanna um líffræðilegan fjölbreytileika (Convention on Biodiversity) að stefna að því að skilgreina 30% af heimshöfunum sem verndarsvæði fyrir 2030.

Umhverfisstofnun Evrópu telur ólíklegt að Evrópusambandinu takist að ná markmiðinu á þessum tímaramma, að því er segir í úttekt á verndun hafsvæða innan Evrópusambandsins.

„Evrópusambandið hefur náð árangri í því að tilgreina ný hafverndarsvæði, bæði sem hluti af Natura 2000 verkefninu og með aðgerðum aðildarríkja. Fyrir vikið meira en tvöfölduðust verndarsvæði í hafinu, í 12,3%, á milli 2012 og 2022. Hins vegar þarf að auka verulega viðleitni til að ná markmiði ESB um líffræðilegan fjölbreytileika að vernda að minnsta kosti 30% af hafsvæði ESB fyrir árið 2030, en einnig tryggja að öllum verndarsvæðum sé stjórnað á skilvirkan hátt. Sem stendur virðist ólíklegt að markmiðinu verði náð.“

Ísland er aðili að umræddum alþjóðasáttmála og var verndarsvæðum á Íslandsmiðum fjölgað um þrjú árið 2023. Alls voru þá verndarsvæðin þar sem ekki má stunda botnveiðar við Íslandsstrendur orðin 17.

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 20.1.25 612,66 kr/kg
Þorskur, slægður 20.1.25 694,78 kr/kg
Ýsa, óslægð 20.1.25 410,53 kr/kg
Ýsa, slægð 20.1.25 286,96 kr/kg
Ufsi, óslægður 20.1.25 279,87 kr/kg
Ufsi, slægður 20.1.25 251,32 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 26.7.23 10,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 14.1.25 21,00 kr/kg
Djúpkarfi 6.1.25 90,00 kr/kg
Gullkarfi 20.1.25 234,68 kr/kg

Fleiri tegundir »

20.1.25 Harðbakur EA 3 Botnvarpa
Steinbítur 8.204 kg
Þorskur 4.428 kg
Skarkoli 4.215 kg
Karfi 2.194 kg
Ýsa 1.184 kg
Þykkvalúra 889 kg
Samtals 21.114 kg
20.1.25 Bylgja VE 75 Botnvarpa
Þorskur 31.865 kg
Karfi 10.594 kg
Samtals 42.459 kg
20.1.25 Áskell ÞH 48 Botnvarpa
Þorskur 28.858 kg
Karfi 19.379 kg
Ýsa 4.883 kg
Ufsi 1.835 kg
Langa 1.290 kg
Skarkoli 1.208 kg
Steinbítur 415 kg
Blálanga 271 kg
Sandkoli 152 kg
Þykkvalúra 102 kg
Skötuselur 16 kg
Samtals 58.409 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 20.1.25 612,66 kr/kg
Þorskur, slægður 20.1.25 694,78 kr/kg
Ýsa, óslægð 20.1.25 410,53 kr/kg
Ýsa, slægð 20.1.25 286,96 kr/kg
Ufsi, óslægður 20.1.25 279,87 kr/kg
Ufsi, slægður 20.1.25 251,32 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 26.7.23 10,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 14.1.25 21,00 kr/kg
Djúpkarfi 6.1.25 90,00 kr/kg
Gullkarfi 20.1.25 234,68 kr/kg

Fleiri tegundir »

20.1.25 Harðbakur EA 3 Botnvarpa
Steinbítur 8.204 kg
Þorskur 4.428 kg
Skarkoli 4.215 kg
Karfi 2.194 kg
Ýsa 1.184 kg
Þykkvalúra 889 kg
Samtals 21.114 kg
20.1.25 Bylgja VE 75 Botnvarpa
Þorskur 31.865 kg
Karfi 10.594 kg
Samtals 42.459 kg
20.1.25 Áskell ÞH 48 Botnvarpa
Þorskur 28.858 kg
Karfi 19.379 kg
Ýsa 4.883 kg
Ufsi 1.835 kg
Langa 1.290 kg
Skarkoli 1.208 kg
Steinbítur 415 kg
Blálanga 271 kg
Sandkoli 152 kg
Þykkvalúra 102 kg
Skötuselur 16 kg
Samtals 58.409 kg

Skoða allar landanir »