Unnu úr 247 þúsund tonnum

Vinnslustöðvar Síldarvinnslunnar tóku við rúmlega 247 þúsund tonnum til vinnslu …
Vinnslustöðvar Síldarvinnslunnar tóku við rúmlega 247 þúsund tonnum til vinnslu á síðasta ári. Ljósmynd/Síldarvinnslan: Smári Geirsson

Vinnslu­stöðvar sam­stæðu Síld­ar­vinnsl­unn­ar hf. unnu úr 247.670 tonn­um á síðasta ári, þar af um 236.070 tonn upp­sjáv­ar­afli og 11.600 tonn bol­fiskafli.

Rifjað er upp í færslu á vef Síld­ar­vinnsl­unn­ar að á síðasta ári var loðnunni saknað auk þess sem starf­sem­in í Grinda­vík varð fyr­ir veru­leg­um trufl­un­um vegna nátt­úru­ham­far­anna þar.

Árið 2024 var unn­inn salt­fisk­ur úr tæp­lega 7.300 tonn­um hjá dótt­ur­fé­lag­inu Vísi og var hrá­efnið þorsk­ur, langa, keila og ufsi. Tæp­lega 5.300 tonn voru unn­in í salt­hús­inu í Grinda­vík en frá fe­brú­ar til maí var unnið úr tvö þúsund tonn­um í Helgu­vík, þar sem komið var á fót salt­fisk­vinnslu eft­ir að Grinda­vík var rýmd.

Fram kem­ur að vinnsla í frysti­húsi Vís­is í Grinda­vik hafi starf­sem­in verið slitr­ótt vegna elds­um­brota og jarðhrær­inga, en tókst að taka á móti 4.300 tonn­um til fryst­ing­ar.

145 þúsund tonn af kol­munna

Fiskiðju­verið í Nes­kaupstað tók á móti rúm­lega 58 þúsund tonn­um á ár­inu. Mót­tek­in síld var 36.772 tonn, mót­tek­inn mak­ríll 19.886 tonn og loðna 1.698 tonn, en loðnan sem um ræðir fékkst af norsk­um skip­um.

Þá tóku fiski­mjöls­verk­smiðjurn­ar í Nes­kaupstað og á Seyðis­firði á móti tæp­lega 178 þúsund tonn­um á síðasta ári. Verk­smiðjan í Nes­kaupstað tók á móti 125.714 tonn­um og verk­smiðjan á Seyðis­firði 52 þúsund tonn­um.

„All­ur afli sem barst til verk­smiðjunn­ar á Seyðis­firði var kol­munni en verk­smiðjan í Nes­kaupstað tók á móti 93.058 tonn­um af kol­munna, 12.964 tonn­um af mak­ríl, 18.383 tonn­um af síld, 114 tonn­um af loðnu og 1.195 tonn­um af ýms­um meðafla. Tekið skal fram að eng­um mak­ríl og engri síld var landað beint í fiski­mjöls­verk­smiðjuna í Nes­kaupstað held­ur kom það hrá­efni frá fiskiðju­ver­inu og var ein­ung­is fisk­ur sem flokkaðist frá við mann­eld­is­vinnsl­una og af­sk­urður,“ seg­ir í færsl­unni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 28.7.25 543,10 kr/kg
Þorskur, slægður 28.7.25 565,26 kr/kg
Ýsa, óslægð 28.7.25 344,89 kr/kg
Ýsa, slægð 28.7.25 288,49 kr/kg
Ufsi, óslægður 28.7.25 198,36 kr/kg
Ufsi, slægður 28.7.25 206,17 kr/kg
Djúpkarfi 16.6.25 30,00 kr/kg
Gullkarfi 28.7.25 281,35 kr/kg
Litli karfi 21.7.25 11,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 20.6.25 98,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

29.7.25 Gunnþór ÞH 75 Handfæri
Þorskur 1.792 kg
Samtals 1.792 kg
29.7.25 Sendlingur ÍS 415 Sjóstöng
Þorskur 310 kg
Samtals 310 kg
29.7.25 Kjói ÍS 427 Sjóstöng
Ufsi 22 kg
Steinbítur 4 kg
Ýsa 2 kg
Samtals 28 kg
29.7.25 Himbrimi ÍS 444 Sjóstöng
Þorskur 166 kg
Samtals 166 kg
29.7.25 Svanur ÍS 443 Sjóstöng
Þorskur 107 kg
Samtals 107 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 28.7.25 543,10 kr/kg
Þorskur, slægður 28.7.25 565,26 kr/kg
Ýsa, óslægð 28.7.25 344,89 kr/kg
Ýsa, slægð 28.7.25 288,49 kr/kg
Ufsi, óslægður 28.7.25 198,36 kr/kg
Ufsi, slægður 28.7.25 206,17 kr/kg
Djúpkarfi 16.6.25 30,00 kr/kg
Gullkarfi 28.7.25 281,35 kr/kg
Litli karfi 21.7.25 11,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 20.6.25 98,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

29.7.25 Gunnþór ÞH 75 Handfæri
Þorskur 1.792 kg
Samtals 1.792 kg
29.7.25 Sendlingur ÍS 415 Sjóstöng
Þorskur 310 kg
Samtals 310 kg
29.7.25 Kjói ÍS 427 Sjóstöng
Ufsi 22 kg
Steinbítur 4 kg
Ýsa 2 kg
Samtals 28 kg
29.7.25 Himbrimi ÍS 444 Sjóstöng
Þorskur 166 kg
Samtals 166 kg
29.7.25 Svanur ÍS 443 Sjóstöng
Þorskur 107 kg
Samtals 107 kg

Skoða allar landanir »