„Það var mjög góð veiði allan tímann. Fiskurinn sem fékkst var stór og fallegur vertíðarfiskur, hvítur á kviðinn. Um 65% aflans er þorskur en síðan er mest af ýsu,“ segir Aðalsteinn Rúnar Friðbjörnsson, skipstjóri á Sighvati GK, eftir síðustu veiðiferð í færslu á vef Síldarvinnslunnar.
Línuskipið kom til hafnar í Grindavík að kvöldi þriðjudags en byrjað var að landa í gærmorgun. Aflinn var 125 tonn eða fullfermi.
„Við hófum veiðar á Akraneshrygg, síðan var haldið út á Búðahraun og Arnarstapa og endað á Jökuldýpisbotni. Veðrið var sæmilegt allan tímann,“ er haft eftir Aðalsteini.
Sighvatur hélt til veiða á ný í gærkvöldi.
Sighvatur er þó ekki eina línuskip Vísis, dótturfélags Síldarvinnslunnar, sem landaði í Grindavík í vikunni og kom Páll Jónsson GK þangað með um hundrað tonn síðastliðinn mánudag.
„Aflinn fékkst í sex lögnum og það fengust 12 til 20 tonn í lögninni. Um 60% af aflanum var þorskur en síðan var töluvert af ýsu og löngu með. Það er reynt að takmarka þorskinn eins og frekast er kostur. Við hófum veiðar grunnt suður af Grindavík og fiskuðum okkur síðan vestur að Reykjanesinu. Túrinn var síðan kláraður á Eldeyjarbankanum,“ segir Jónas Ingi Sigurðsson, skipstjóri á Páli Jónssyni, í færslunni.
Afurð | Dags. | Meðalverð |
---|---|---|
Þorskur, óslægður | 23.1.25 | 593,86 kr/kg |
Þorskur, slægður | 23.1.25 | 721,50 kr/kg |
Ýsa, óslægð | 23.1.25 | 472,38 kr/kg |
Ýsa, slægð | 23.1.25 | 398,51 kr/kg |
Ufsi, óslægður | 23.1.25 | 196,44 kr/kg |
Ufsi, slægður | 23.1.25 | 276,83 kr/kg |
Undirmálsufsi, óslægður | 26.7.23 | 10,00 kr/kg |
Undirmálsufsi, slægður | 21.1.25 | 249,00 kr/kg |
Djúpkarfi | 6.1.25 | 90,00 kr/kg |
Gullkarfi | 23.1.25 | 312,02 kr/kg |
23.1.25 Sandfell SU 75 Lína | |
---|---|
Ýsa | 1.674 kg |
Þorskur | 617 kg |
Keila | 236 kg |
Hlýri | 148 kg |
Karfi | 81 kg |
Samtals | 2.756 kg |
23.1.25 Fríða Dagmar ÍS 103 Lína | |
---|---|
Ýsa | 476 kg |
Þorskur | 40 kg |
Karfi | 27 kg |
Steinbítur | 22 kg |
Hlýri | 16 kg |
Langa | 11 kg |
Keila | 3 kg |
Samtals | 595 kg |
23.1.25 Von HU 170 Þorskfisknet | |
---|---|
Ufsi | 2.738 kg |
Þorskur | 401 kg |
Samtals | 3.139 kg |
Afurð | Dags. | Meðalverð |
---|---|---|
Þorskur, óslægður | 23.1.25 | 593,86 kr/kg |
Þorskur, slægður | 23.1.25 | 721,50 kr/kg |
Ýsa, óslægð | 23.1.25 | 472,38 kr/kg |
Ýsa, slægð | 23.1.25 | 398,51 kr/kg |
Ufsi, óslægður | 23.1.25 | 196,44 kr/kg |
Ufsi, slægður | 23.1.25 | 276,83 kr/kg |
Undirmálsufsi, óslægður | 26.7.23 | 10,00 kr/kg |
Undirmálsufsi, slægður | 21.1.25 | 249,00 kr/kg |
Djúpkarfi | 6.1.25 | 90,00 kr/kg |
Gullkarfi | 23.1.25 | 312,02 kr/kg |
23.1.25 Sandfell SU 75 Lína | |
---|---|
Ýsa | 1.674 kg |
Þorskur | 617 kg |
Keila | 236 kg |
Hlýri | 148 kg |
Karfi | 81 kg |
Samtals | 2.756 kg |
23.1.25 Fríða Dagmar ÍS 103 Lína | |
---|---|
Ýsa | 476 kg |
Þorskur | 40 kg |
Karfi | 27 kg |
Steinbítur | 22 kg |
Hlýri | 16 kg |
Langa | 11 kg |
Keila | 3 kg |
Samtals | 595 kg |
23.1.25 Von HU 170 Þorskfisknet | |
---|---|
Ufsi | 2.738 kg |
Þorskur | 401 kg |
Samtals | 3.139 kg |