Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni

Loðna.
Loðna. Ljósmynd/Hafrannsóknastofnun: Svanhildur Egilsdóttir

Allt virðist stefna í að eng­ar veiðar verði leyfðar á loðnu vet­ur­inn 2024-2025.

Þetta seg­ir í til­kynn­ingu frá Haf­rann­sókna­stofn­un.

Seg­ir þar enn frem­ur að rann­sókn­ar­skip stofn­un­ar­inn­ar, Árni Friðriks­son, ásamt þrem­ur upp­sjáv­ar­veiðiskip­um, Heima­ey, Pol­ar Ammassak og Barða hafi verið við loðnu­mæl­ing­ar síðan 16. Janú­ar.

Hef­ur veður tafið fyr­ir mæl­ing­un­um að ein­hverju leyti en ekki haft telj­andi áhrif á niður­stöður. Eru mæl­ing­ar nú langt komn­ar og ein­ung­is mæl­ing­ar Árna Friðriks­son­ar úti af Vest­fjörðum sem eft­ir standa og munu þær klár­ast um eða eft­ir helgi.

Mynd 1. Yfirferð skipa í loðnumælingum dagana 16.-24. janúar 2025.
Mynd 1. Yf­ir­ferð skipa í loðnu­mæl­ing­um dag­ana 16.-24. janú­ar 2025. Ljós­mynd/​Haf­rann­sókn­ar­stofn­un

Tel­ur rétt að greina strax frá bráðabirgða niður­stöðum

„Þótt mæl­ing­um sé ekki lokið tel­ur Haf­rann­sókna­stofn­un rétt að greina strax frá bráðabirgða niður­stöðum mæl­ing­anna fram til 24. janú­ar. Fyr­ir aust­an land varð vart við full­orðna loðnu á nokkuð stóru svæði með mesta þétt­leika syðst (mynd 2). Einnig var full­orðin loðna norðvest­an til á at­hug­un­ar­svæðinu en nán­ast ekk­ert sást af henni fyr­ir Norður­landi.

Niður­stöður ber­máls­mæl­ing­anna sýna að heild­ar­magn full­orðinn­ar loðnu sem mynd­ar veiðistofn vertíðar­inn­ar, er aðeins um tveir þriðju þess sem mæld­ist í sept­em­ber 2024. Það er því fyr­ir­séð að þess­ar mæl­ing­ar sem lokið er við nægja ekki til að breyta fyrri ráðgjöf um að eng­ar veiðar verði leyfðar vet­ur­inn 2024/​2025,“ seg­ir í til­kynn­ing­unni.

Mynd 2. Leiðarlínur fjögra skipa í loðnumælingu í mismunandi litum …
Mynd 2. Leiðarlín­ur fjögra skipa í loðnu­mæl­ingu í mis­mun­andi lit­um dag­ana 16.-23. janú­ar 2025 og þétt­leiki loðnu sam­kvæmt berg­máls­mæl­ing­um. Ljós­mynd/​Haf­rann­sókn­ar­stofn­un

Ákvarðanir um frek­ari mæl­ing­ar liggja ekki fyr­ir

Þá er til­kynn­ing­in skrifuð með þeim fyr­ir­vara að mæl­ing­um sé ekki lokið fyr­ir vest­an land og er gert ráð fyr­ir að niður­stöður og sam­an­tekt alls leiðang­urs­ins gæti logið fyr­ir öðru hvor­um meg­in við næstu helgi.

„Ákvarðanir um frek­ari mæl­ing­ar liggja ekki fyr­ir enn sem komið er.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 28.5.25 503,73 kr/kg
Þorskur, slægður 28.5.25 635,91 kr/kg
Ýsa, óslægð 28.5.25 544,43 kr/kg
Ýsa, slægð 28.5.25 550,67 kr/kg
Ufsi, óslægður 28.5.25 184,24 kr/kg
Ufsi, slægður 28.5.25 223,00 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 26.5.25 99,00 kr/kg
Djúpkarfi 17.3.25 188,00 kr/kg
Gullkarfi 28.5.25 254,32 kr/kg
Litli karfi 26.5.25 10,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

29.5.25 Finni NS 21 Þorskfisknet
Ýsa 1.377 kg
Skarkoli 32 kg
Steinbítur 27 kg
Samtals 1.436 kg
29.5.25 Sendlingur ÍS 415 Sjóstöng
Þorskur 253 kg
Ufsi 49 kg
Ýsa 22 kg
Samtals 324 kg
29.5.25 Óðinshani ÍS 445 Sjóstöng
Þorskur 155 kg
Samtals 155 kg
29.5.25 Hávella ÍS 426 Sjóstöng
Þorskur 48 kg
Samtals 48 kg
29.5.25 Himbrimi ÍS 444 Sjóstöng
Þorskur 115 kg
Steinbítur 33 kg
Samtals 148 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 28.5.25 503,73 kr/kg
Þorskur, slægður 28.5.25 635,91 kr/kg
Ýsa, óslægð 28.5.25 544,43 kr/kg
Ýsa, slægð 28.5.25 550,67 kr/kg
Ufsi, óslægður 28.5.25 184,24 kr/kg
Ufsi, slægður 28.5.25 223,00 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 26.5.25 99,00 kr/kg
Djúpkarfi 17.3.25 188,00 kr/kg
Gullkarfi 28.5.25 254,32 kr/kg
Litli karfi 26.5.25 10,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

29.5.25 Finni NS 21 Þorskfisknet
Ýsa 1.377 kg
Skarkoli 32 kg
Steinbítur 27 kg
Samtals 1.436 kg
29.5.25 Sendlingur ÍS 415 Sjóstöng
Þorskur 253 kg
Ufsi 49 kg
Ýsa 22 kg
Samtals 324 kg
29.5.25 Óðinshani ÍS 445 Sjóstöng
Þorskur 155 kg
Samtals 155 kg
29.5.25 Hávella ÍS 426 Sjóstöng
Þorskur 48 kg
Samtals 48 kg
29.5.25 Himbrimi ÍS 444 Sjóstöng
Þorskur 115 kg
Steinbítur 33 kg
Samtals 148 kg

Skoða allar landanir »