Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni

Loðna.
Loðna. Ljósmynd/Hafrannsóknastofnun: Svanhildur Egilsdóttir

Allt virðist stefna í að engar veiðar verði leyfðar á loðnu veturinn 2024-2025.

Þetta segir í tilkynningu frá Hafrannsóknastofnun.

Segir þar enn fremur að rannsóknarskip stofnunarinnar, Árni Friðriksson, ásamt þremur uppsjávarveiðiskipum, Heimaey, Polar Ammassak og Barða hafi verið við loðnumælingar síðan 16. Janúar.

Hefur veður tafið fyrir mælingunum að einhverju leyti en ekki haft teljandi áhrif á niðurstöður. Eru mælingar nú langt komnar og einungis mælingar Árna Friðrikssonar úti af Vestfjörðum sem eftir standa og munu þær klárast um eða eftir helgi.

Mynd 1. Yfirferð skipa í loðnumælingum dagana 16.-24. janúar 2025.
Mynd 1. Yfirferð skipa í loðnumælingum dagana 16.-24. janúar 2025. Ljósmynd/Hafrannsóknarstofnun

Telur rétt að greina strax frá bráðabirgða niðurstöðum

„Þótt mælingum sé ekki lokið telur Hafrannsóknastofnun rétt að greina strax frá bráðabirgða niðurstöðum mælinganna fram til 24. janúar. Fyrir austan land varð vart við fullorðna loðnu á nokkuð stóru svæði með mesta þéttleika syðst (mynd 2). Einnig var fullorðin loðna norðvestan til á athugunarsvæðinu en nánast ekkert sást af henni fyrir Norðurlandi.

Niðurstöður bermálsmælinganna sýna að heildarmagn fullorðinnar loðnu sem myndar veiðistofn vertíðarinnar, er aðeins um tveir þriðju þess sem mældist í september 2024. Það er því fyrirséð að þessar mælingar sem lokið er við nægja ekki til að breyta fyrri ráðgjöf um að engar veiðar verði leyfðar veturinn 2024/2025,“ segir í tilkynningunni.

Mynd 2. Leiðarlínur fjögra skipa í loðnumælingu í mismunandi litum …
Mynd 2. Leiðarlínur fjögra skipa í loðnumælingu í mismunandi litum dagana 16.-23. janúar 2025 og þéttleiki loðnu samkvæmt bergmálsmælingum. Ljósmynd/Hafrannsóknarstofnun

Ákvarðanir um frekari mælingar liggja ekki fyrir

Þá er tilkynningin skrifuð með þeim fyrirvara að mælingum sé ekki lokið fyrir vestan land og er gert ráð fyrir að niðurstöður og samantekt alls leiðangursins gæti logið fyrir öðru hvorum megin við næstu helgi.

„Ákvarðanir um frekari mælingar liggja ekki fyrir enn sem komið er.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 24.1.25 585,21 kr/kg
Þorskur, slægður 24.1.25 676,52 kr/kg
Ýsa, óslægð 24.1.25 404,34 kr/kg
Ýsa, slægð 24.1.25 347,34 kr/kg
Ufsi, óslægður 24.1.25 205,25 kr/kg
Ufsi, slægður 24.1.25 280,65 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 26.7.23 10,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 6.1.25 90,00 kr/kg
Gullkarfi 24.1.25 222,85 kr/kg

Fleiri tegundir »

25.1.25 Einar Guðnason ÍS 303 Lína
Þorskur 8.151 kg
Ýsa 3.831 kg
Steinbítur 313 kg
Langa 234 kg
Keila 78 kg
Karfi 12 kg
Hlýri 8 kg
Ufsi 4 kg
Samtals 12.631 kg
25.1.25 Jónína Brynja ÍS 55 Lína
Steinbítur 293 kg
Þorskur 178 kg
Ýsa 113 kg
Hlýri 19 kg
Karfi 7 kg
Langa 3 kg
Samtals 613 kg
25.1.25 Hafrafell SU 65 Lína
Þorskur 1.069 kg
Ýsa 472 kg
Keila 133 kg
Steinbítur 8 kg
Karfi 4 kg
Hlýri 3 kg
Samtals 1.689 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 24.1.25 585,21 kr/kg
Þorskur, slægður 24.1.25 676,52 kr/kg
Ýsa, óslægð 24.1.25 404,34 kr/kg
Ýsa, slægð 24.1.25 347,34 kr/kg
Ufsi, óslægður 24.1.25 205,25 kr/kg
Ufsi, slægður 24.1.25 280,65 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 26.7.23 10,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 6.1.25 90,00 kr/kg
Gullkarfi 24.1.25 222,85 kr/kg

Fleiri tegundir »

25.1.25 Einar Guðnason ÍS 303 Lína
Þorskur 8.151 kg
Ýsa 3.831 kg
Steinbítur 313 kg
Langa 234 kg
Keila 78 kg
Karfi 12 kg
Hlýri 8 kg
Ufsi 4 kg
Samtals 12.631 kg
25.1.25 Jónína Brynja ÍS 55 Lína
Steinbítur 293 kg
Þorskur 178 kg
Ýsa 113 kg
Hlýri 19 kg
Karfi 7 kg
Langa 3 kg
Samtals 613 kg
25.1.25 Hafrafell SU 65 Lína
Þorskur 1.069 kg
Ýsa 472 kg
Keila 133 kg
Steinbítur 8 kg
Karfi 4 kg
Hlýri 3 kg
Samtals 1.689 kg

Skoða allar landanir »