Ekki sérstakt markmið að vera efst

Kristján Vilhelmsson, framkvæmdastjóri útgerðarsviðs Samherja, segir ekki sértsakt markmið að …
Kristján Vilhelmsson, framkvæmdastjóri útgerðarsviðs Samherja, segir ekki sértsakt markmið að vera í efsta sæti á lista yfir aflamestu skipin. Aðalmálið er að koma hráefni til vinnslu á réttum tíma. Ljósmynd/Þórhallur Jónsson

„Syst­ur­skip­in eru að verða átta ára göm­ul og hafa þau reynst okk­ur af­skap­lega vel, enda var vandað til allra verka við smíði þeirra og viðhald hef­ur alltaf verið með ágæt­um. Síðast en ekki síst eru skip­in vel mönnuð, val­inn maður er í hverju plássi á öll­um skip­um fé­lags­ins,“ seg­ir Kristján Vil­helms­son, fram­kvæmda­stjóri út­gerðarsviðs Sam­herja, í færslu á vef út­gerðar­inn­ar.

Er þar vak­in at­hygli á því að syst­ur­skip­in Kald­bak­ur EA 1, Björg­úlf­ur EA 312 og Björg EA 7 eru efst á lista yfir afla­hæstu tog­ara árs­ins 2024.

Var afla­hæsti tog­ar­inn Kald­bak­ur með 8.933 tonna afla á síðasta ári. Í öðru sæti var Björg­úlf­ur með 8.687 tonn og í þriðja sæti var Björg með 8.186, en Afla­frétt­ir tóku sam­an list­an.

„Í sjálfu sér er ekki sér­stakt mark­mið að vera í efstu sæt­um á þess­um list­um, verk­efnið er fyrst og fremst að koma á til­sett­um tíma með góðar afurðir til vinnslu,“ seg­ir Kristján.

Systurskipin eru aflamestu togarar landsins árið 2024.
Syst­ur­skip­in eru afla­mestu tog­ar­ar lands­ins árið 2024. mbl.is/​Skapti Hall­gríms­son

Hann út­skýr­ir að „hrá­efn­is­stýr­ing er stór þátt­ur í starf­semi sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækja, þar sem veiðar, vinnsla og sala afurða fara sam­an. Til þess að sjá vinnsl­un­um fyr­ir hrá­efni, þurfa skip­in að landa sex til sjö sinn­um í viku, sem þýðir í raun að þau landa stund­um tvisvar sinn­um í sömu vik­unni. Stýr­ing veiða get­ur því á köfl­um verið nokkuð flók­in. Okk­ur tókst að halda vinnsl­un­um gang­andi alla daga árs­ins nema tvo vegna óveðurs, enda kall­ar markaður­inn eft­ir stöðugu fram­boði.“

Tog­ar­ar fé­lags­ins sjá land­vinnsl­um sam­stæðunn­ar á Ak­ur­eyri og Dal­vík fyr­ir hrá­efni. Þar starfa um þrjú hundruð manns. Sjó­menn á skip­um Sam­herja eru sam­tals um tvö hundruð, en tvö­föld áhöfn er á hverju skipi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 13.5.25 514,51 kr/kg
Þorskur, slægður 13.5.25 559,00 kr/kg
Ýsa, óslægð 13.5.25 406,90 kr/kg
Ýsa, slægð 13.5.25 318,09 kr/kg
Ufsi, óslægður 13.5.25 222,02 kr/kg
Ufsi, slægður 13.5.25 288,92 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 23.4.25 20,00 kr/kg
Djúpkarfi 17.3.25 188,00 kr/kg
Gullkarfi 13.5.25 241,69 kr/kg
Litli karfi 13.5.25 10,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

14.5.25 Kristín ÞH 55 Handfæri
Þorskur 782 kg
Samtals 782 kg
14.5.25 Guðný SU 45 Handfæri
Þorskur 770 kg
Samtals 770 kg
14.5.25 Trölli ÞH 18 Handfæri
Þorskur 360 kg
Samtals 360 kg
14.5.25 Erna ÍS 59 Handfæri
Ufsi 9 kg
Samtals 9 kg
14.5.25 Tóti NS 36 Handfæri
Ýsa 35 kg
Samtals 35 kg
14.5.25 Digri NS 60 Handfæri
Þorskur 14 kg
Karfi 1 kg
Samtals 15 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 13.5.25 514,51 kr/kg
Þorskur, slægður 13.5.25 559,00 kr/kg
Ýsa, óslægð 13.5.25 406,90 kr/kg
Ýsa, slægð 13.5.25 318,09 kr/kg
Ufsi, óslægður 13.5.25 222,02 kr/kg
Ufsi, slægður 13.5.25 288,92 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 23.4.25 20,00 kr/kg
Djúpkarfi 17.3.25 188,00 kr/kg
Gullkarfi 13.5.25 241,69 kr/kg
Litli karfi 13.5.25 10,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

14.5.25 Kristín ÞH 55 Handfæri
Þorskur 782 kg
Samtals 782 kg
14.5.25 Guðný SU 45 Handfæri
Þorskur 770 kg
Samtals 770 kg
14.5.25 Trölli ÞH 18 Handfæri
Þorskur 360 kg
Samtals 360 kg
14.5.25 Erna ÍS 59 Handfæri
Ufsi 9 kg
Samtals 9 kg
14.5.25 Tóti NS 36 Handfæri
Ýsa 35 kg
Samtals 35 kg
14.5.25 Digri NS 60 Handfæri
Þorskur 14 kg
Karfi 1 kg
Samtals 15 kg

Skoða allar landanir »