Ekki von á að mæling leiði til breytinga

Guðmundur J. Óskarsson, sviðsstjóri uppsjávarsviðs Hafrannsóknastofnunar, segir ólíklegt að áframhaldandi …
Guðmundur J. Óskarsson, sviðsstjóri uppsjávarsviðs Hafrannsóknastofnunar, segir ólíklegt að áframhaldandi loðnumæling Polar Ammassak og Aðalsteins Jónssonar SU leiði til mikilla breytinga á fyrri niðurstöðum. Ljósmynd/Hafrannsóknastofnun

„Við eig­um ekki von á því að þessi mæl­ing muni leiða til veru­legra breyt­inga á niður­stöðum mæl­inga á stofn­in­um, en ef vel tekst til verða þær nýtt­ar í stofn­mat­inu og eins get­ur yf­ir­ferðin gefið upp­lýs­ing­ar eðli mæl­inga og hegðan loðnunn­ar,“ svar­ar Guðmund­ur J. Óskars­son, sviðsstjóri upp­sjáv­ar­sviðs Haf­rann­sókna­stofn­un­ar, spurður um áfram­hald­andi loðnu­leit gæn­lenska skips­ins Pol­ar Ammassak og Aðal­steiðs jóns­son­ar SU.

Greint var frá því í Morg­un­blaðinu í dag að loðnu­út­gerðir binda enn von­ir við að loðna finn­ist í veiðan­legu magni, en bráðabirgðaniður­stöður vetr­ar­mæl­ing­ar Haf­rann­sókna­stofn­un­ar sem til­kynnt­ar voru fyr­ir helgi gáfu til kynna að ekki verður til­efni til að end­ur­skoða ráðgjöf stofn­un­ar­inn­ar um eng­ar veiðar þetta árið.

Guðmund­ur seg­ir fram­halds­mæl­ingu Pol­ar Ammassak og Aðal­steins Jóns­son­ar vera fram­kvæmda í sam­starfi við Haf­rann­sókna­stofn­un.

„Til­gang­ur­inn er fyrst og fremst að fá aðra mæl­ingu á meg­in­loðnu­göng­una fyr­ir suðaust­an og aust­an land. Þetta verður tvö­föld dekk­un og því má gera ráð fyr­ir að áreiðan­legri mynd fá­ist um magnið þarna með minni óvissu,“ út­skýr­ir hann.

Stofn­mat í næstu viku

„Það er áætlað að þess­ar mæl­ing­ar standi yfir fram á fimmtu­dag þess­ar­ar viku og það má því gera ráð fyr­ir ein­hverri seink­un á að end­an­legt stofn­mat liggi fyr­ir, eða eitt­hvað fram í næstu viku. Verði niðurstaða stofn­mats­ins í sam­ræmi við það sem við gáf­um út síðastliðinn föstu­dag, það er að segja að stærð veiðistofns­ins sé met­inn und­ir þeim mörk­um sem til þarf sam­kvæmt gild­andi afla­reglu, þá verður í raun eng­in end­ur­skoðuð ráðgjöf og sú fyrri gild­ir áfram,“ seg­ir Guðmund­ur.

Hann bend­ir þó á að gert sé ráð fyr­ir því að rann­sókna­skipið Árni Friðriks­son haldi til frek­ari loðnu­leit­ar í kring­um 10. fe­brú­ar. „At­hygl­in mun þá lík­leg­ast einkum bein­ast að norðvest­ur­miðunum og þá hvort meira af loðnu kunni að birt­ast þar sem teng­ist þá vestang­öngu.“

Sjald­an brest­ur tvö ár í röð

Ef ekki finn­ist loðna í nægi­legu magni til að rétt­læta veiðar þenn­an veur­inn verður þetta annað árið í röð sem loðnu­brest­ur verður. Hef­ur það veru­leg áhrif á byggðarlög­in þar sem loðnu er landað, auk þess hef­ur verið áætlað að loðnu­vertíð hafi veru­leg áhrif á hag­vöxt lands­ins í heild.

Loðnu­brest­ur varð síðast tvö ár í röð árin 2019 og 2020. Fyr­ir þann tíma hef­ur­aldrei gerst að verði loðnu­brest­ur tvö ár í röð, það er að segja frá upp­hafi loðnu­veiða Íslend­inga á sjö­unda áratr­ug síðustu ald­ar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 29.5.25 472,83 kr/kg
Þorskur, slægður 29.5.25 567,80 kr/kg
Ýsa, óslægð 29.5.25 648,10 kr/kg
Ýsa, slægð 29.5.25 366,41 kr/kg
Ufsi, óslægður 29.5.25 165,44 kr/kg
Ufsi, slægður 29.5.25 260,92 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 26.5.25 99,00 kr/kg
Djúpkarfi 17.3.25 188,00 kr/kg
Gullkarfi 29.5.25 195,98 kr/kg
Litli karfi 26.5.25 10,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

29.5.25 Eyrún SH 94 Grásleppunet
Grásleppa 1.067 kg
Samtals 1.067 kg
29.5.25 Svanur ÍS 443 Sjóstöng
Þorskur 18 kg
Steinbítur 16 kg
Ýsa 10 kg
Samtals 44 kg
29.5.25 Óðinshani ÍS 445 Sjóstöng
Þorskur 106 kg
Samtals 106 kg
29.5.25 Sendlingur ÍS 415 Sjóstöng
Þorskur 74 kg
Samtals 74 kg
29.5.25 Hávella ÍS 426 Sjóstöng
Þorskur 116 kg
Samtals 116 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 29.5.25 472,83 kr/kg
Þorskur, slægður 29.5.25 567,80 kr/kg
Ýsa, óslægð 29.5.25 648,10 kr/kg
Ýsa, slægð 29.5.25 366,41 kr/kg
Ufsi, óslægður 29.5.25 165,44 kr/kg
Ufsi, slægður 29.5.25 260,92 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 26.5.25 99,00 kr/kg
Djúpkarfi 17.3.25 188,00 kr/kg
Gullkarfi 29.5.25 195,98 kr/kg
Litli karfi 26.5.25 10,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

29.5.25 Eyrún SH 94 Grásleppunet
Grásleppa 1.067 kg
Samtals 1.067 kg
29.5.25 Svanur ÍS 443 Sjóstöng
Þorskur 18 kg
Steinbítur 16 kg
Ýsa 10 kg
Samtals 44 kg
29.5.25 Óðinshani ÍS 445 Sjóstöng
Þorskur 106 kg
Samtals 106 kg
29.5.25 Sendlingur ÍS 415 Sjóstöng
Þorskur 74 kg
Samtals 74 kg
29.5.25 Hávella ÍS 426 Sjóstöng
Þorskur 116 kg
Samtals 116 kg

Skoða allar landanir »