Makrílmálið fer fyrir Hæstarétt

Vinnslustöðin í Vestmannaeyjum.
Vinnslustöðin í Vestmannaeyjum. mbl.is/Ófeigur Lýðsson

Hæstiréttur hefur samþykkt að taka fyrir mál tveggja sjávarútvegsfyrirtækja gegn íslenska ríkinu, en ríkinu var á fyrra dómstigi gert að greiða fyrirtækjunum samtals um 600 milljónir í bætur vegna tjóns sem þau urðu fyrir við útgáfu makrílkvóta.

Um er að ræða mál sem sjö útgerðarfélög höfðuðu upphaflega gegn ríkinu árið 2019 og fóru fram á greiðslu skaðabóta upp á samtals 10,2 milljarða.

Fimm fé­lag­anna féllu frá mála­rekstri á fyrri stig­um, en þar áttu í hlut fé­lög­in Eskja, Gjög­ur, Ísfé­lag Vest­manna­eyja, Loðnu­vinnsl­an og Skinn­ey-Þinga­nes. Hug­inn og Vinnslu­stöðin héldu mál­un­um hins veg­ar til streitu og báru að lok­um sig­ur úr být­um fyr­ir héraðsdómi. Vinnslu­stöðin festi kaup á Hug­in í fe­brú­ar 2021 á meðan á mál­sókn­inni stóð.

Upp­haf­lega byggðu út­gerðirn­ar kröf­ur sín­ar á því að ríkið væri skaðabóta­skylt, þar sem rang­lega hefði verið staðið að út­hlut­un mak­ríl­kvóta, ann­ars veg­ar árin 2011-2014 og hins veg­ar 2014-2018. Minna hefði komið í hlut fyr­ir­tækj­anna en þeim hefði borið sam­kvæmt lög­um.

Héraðsdómur dæmi að Huginn skyldi fá 329 milljónir í skaðabætur auk vaxta og staðfesti Landsréttur þann dóm. Bætur til Vinnslustöðvarinnar voru hins vegar lækkaðar í Landsrétti úr 515 milljónum, auk vaxta, sem héraðsdómur hafði dæmt niður í 269,5 milljónir.

Í dómi Lands­rétt­ar í máli Vinnslu­stöðvar­inn­ar segir að kröf­ur út­gerðar­inn­ar fyr­ir árin 2011 og 2012 séu fyrnd­ar. Rík­inu sé þó skylt að greiða bæt­ur fyr­ir árin 2013 til 2018.

Sem fyrr segir hefur Hæstiréttur nú samþykkt málskotsbeiðnirnar. Leitaði íslenska ríkið leyfis til áfrýjunar í báðum málum, en Vinnslustöðin óskaði jafnframt leyfis til áfrýjunar í sínu máli. Huginn lagðist hins vegar gegn beiðninni.

Í ákvörðun Hæstaréttar segir að virtum gögnum málsins verði að líta svo á að „dómur í því geti haft fordæmisgildi meðal annars um sönnunarfærslu og ákvörðun fjártjóns. Beiðni um áfrýjunarleyfi er því samþykkt“.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 19.3.25 551,13 kr/kg
Þorskur, slægður 19.3.25 612,55 kr/kg
Ýsa, óslægð 19.3.25 256,15 kr/kg
Ýsa, slægð 19.3.25 212,83 kr/kg
Ufsi, óslægður 19.3.25 177,49 kr/kg
Ufsi, slægður 19.3.25 216,61 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 19.3.25 11,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 17.3.25 188,00 kr/kg
Gullkarfi 19.3.25 153,75 kr/kg

Fleiri tegundir »

19.3.25 Vestmannaey VE 54 Botnvarpa
Ýsa 8.000 kg
Skarkoli 5.502 kg
Þykkvalúra 745 kg
Langa 463 kg
Skötuselur 391 kg
Samtals 15.101 kg
19.3.25 Kristján HF 100 Lína
Ýsa 321 kg
Langa 291 kg
Þorskur 107 kg
Steinbítur 53 kg
Ufsi 28 kg
Karfi 20 kg
Keila 18 kg
Skarkoli 1 kg
Samtals 839 kg
19.3.25 Kristján HF 100 Lína
Ýsa 6.883 kg
Þorskur 3.382 kg
Samtals 10.265 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 19.3.25 551,13 kr/kg
Þorskur, slægður 19.3.25 612,55 kr/kg
Ýsa, óslægð 19.3.25 256,15 kr/kg
Ýsa, slægð 19.3.25 212,83 kr/kg
Ufsi, óslægður 19.3.25 177,49 kr/kg
Ufsi, slægður 19.3.25 216,61 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 19.3.25 11,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 17.3.25 188,00 kr/kg
Gullkarfi 19.3.25 153,75 kr/kg

Fleiri tegundir »

19.3.25 Vestmannaey VE 54 Botnvarpa
Ýsa 8.000 kg
Skarkoli 5.502 kg
Þykkvalúra 745 kg
Langa 463 kg
Skötuselur 391 kg
Samtals 15.101 kg
19.3.25 Kristján HF 100 Lína
Ýsa 321 kg
Langa 291 kg
Þorskur 107 kg
Steinbítur 53 kg
Ufsi 28 kg
Karfi 20 kg
Keila 18 kg
Skarkoli 1 kg
Samtals 839 kg
19.3.25 Kristján HF 100 Lína
Ýsa 6.883 kg
Þorskur 3.382 kg
Samtals 10.265 kg

Skoða allar landanir »