Telur samfélagið verða af tekjum

Pálmi Gauti Hjörleifsson, atvinnusjómaður og varaformaður Félags skipstjórnarmanna, fullyrðir að …
Pálmi Gauti Hjörleifsson, atvinnusjómaður og varaformaður Félags skipstjórnarmanna, fullyrðir að auknar strandveiðar leiði til tekjutaps fyrir samfélagið. Samsett

Markmiðið ríkisstjórnarunnar um að auka tekjur ríkissjóðs, greiða niður skuldir og bæta efnahagsstöðu landsins samræmist ekki stefnu um auknar strandveiðar.

Þetta sagði í aðsendri grein Pálma Gauta Hjörleifssonar, atvinnusjómanna og varaformanns Félags skipstjórnarmanna, sem birt var í Morgunblaðinu síðastliðinn föstudag.

Sagði hann strandveiðarnar hafa tekjur af bæði atvinnusjómönnum sem og sveitarfélögum og ríki.

„Á síðustu tveimur árum hefur meðalverð á strandveiðifiski verið mun lægra en á fiski sem kemur úr aflamarkskerfinu. Þetta meðalverð sem myndast á fiskmörkuðum vegna strandveiðifisks hefur bein áhrif á verðmyndun í föstum viðskiptum milli útgerða og sjómanna og dregur þannig úr tekjum sjómanna sem starfa innan aflamarkskerfisins,“ sagði í grein Pálma.

„Lægra fiskverð á mörkuðum þýðir einnig lægri skatttekjur fyrir ríkissjóð – ekki aðeins vegna strandveiðifisks heldur einnig vegna lægri launa sjómanna í aflamarkskerfinu eftir að strandveiðum lýkur. Aukinn útflutningur á óunnum fiski þýðir jafnframt færri störf í fiskvinnslu, sem veldur enn frekara tekjutapi fyrir ríkið.“

Þá vakti Pálmi Gauti athygli á því að skatthlutfalla sjómanna á strandveiðum sé um 15% en 34-36% hjá sjómönnum í aflamarkskerfinu. „Með öðrum orðum er ríkið í raun að niðurgreiða strandveiðar með skertum skatttekjum á kostnað annars sjávarútvegs.“

„Við verðum að átta okkur á því að eitt tonn af fiski er og verður alltaf eitt tonn af fiski – það skiptir ekki máli hvernig eða á hvaða bát það er veitt. Ef kvóti er aukinn í strandveiðum er hann á endanum tekinn af þeim sem starfa í aflamarkskerfinu, sem leiðir til lægri launa sjómanna í aflamarkskerfinu, minni skatttekna fyrir ríkissjóð og lægri útflutningsverðmæta,“ sagði Pálmi Gauti.

Grein Pálma Gauta Hjörleifssonar má lesa í heild sinni hér.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 9.3.25 546,29 kr/kg
Þorskur, slægður 9.3.25 560,46 kr/kg
Ýsa, óslægð 9.3.25 318,44 kr/kg
Ýsa, slægð 9.3.25 269,69 kr/kg
Ufsi, óslægður 9.3.25 254,08 kr/kg
Ufsi, slægður 9.3.25 293,83 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 30.1.25 16,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 9.3.25 219,00 kr/kg
Gullkarfi 9.3.25 226,95 kr/kg

Fleiri tegundir »

10.3.25 Ósk ÞH 54 Þorskfisknet
Þorskur 94 kg
Ufsi 19 kg
Grásleppa 4 kg
Samtals 117 kg
10.3.25 Fanney EA 48 Línutrekt
Þorskur 1.877 kg
Ýsa 367 kg
Karfi 12 kg
Steinbítur 7 kg
Samtals 2.263 kg
10.3.25 Hafborg EA 152 Dragnót
Þorskur 1.708 kg
Skarkoli 1.082 kg
Steinbítur 783 kg
Ýsa 153 kg
Samtals 3.726 kg
10.3.25 Háey I ÞH 295 Lína
Þorskur 360 kg
Keila 357 kg
Steinbítur 274 kg
Hlýri 183 kg
Ýsa 175 kg
Samtals 1.349 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 9.3.25 546,29 kr/kg
Þorskur, slægður 9.3.25 560,46 kr/kg
Ýsa, óslægð 9.3.25 318,44 kr/kg
Ýsa, slægð 9.3.25 269,69 kr/kg
Ufsi, óslægður 9.3.25 254,08 kr/kg
Ufsi, slægður 9.3.25 293,83 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 30.1.25 16,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 9.3.25 219,00 kr/kg
Gullkarfi 9.3.25 226,95 kr/kg

Fleiri tegundir »

10.3.25 Ósk ÞH 54 Þorskfisknet
Þorskur 94 kg
Ufsi 19 kg
Grásleppa 4 kg
Samtals 117 kg
10.3.25 Fanney EA 48 Línutrekt
Þorskur 1.877 kg
Ýsa 367 kg
Karfi 12 kg
Steinbítur 7 kg
Samtals 2.263 kg
10.3.25 Hafborg EA 152 Dragnót
Þorskur 1.708 kg
Skarkoli 1.082 kg
Steinbítur 783 kg
Ýsa 153 kg
Samtals 3.726 kg
10.3.25 Háey I ÞH 295 Lína
Þorskur 360 kg
Keila 357 kg
Steinbítur 274 kg
Hlýri 183 kg
Ýsa 175 kg
Samtals 1.349 kg

Skoða allar landanir »