„Auðvitað fylgir því ákveðinn söknuður“

Guðjón Guðjónsson (Jonni) var hátíðlega kvaddur með þökkum eftir rúma …
Guðjón Guðjónsson (Jonni) var hátíðlega kvaddur með þökkum eftir rúma hálfa öld til sjós. Ljósmynd/Fisk Seafood

„Jú, auðvitað fylgir því ákveðinn söknuður að kveðja góðan vinnustað, trausta skipsfélaga og síðast en ekki síst atvinnugrein sem skiptir samfélagið svo miklu máli og er fyrir vikið endalaust á milli tannanna á fólki,“ segir Guðjón Guðjónsson skipstjóri, betur þekktur sem Jonni, í færslu á vef Fisk Seafood.

Jonni lauk sinni síðustu sjóferð í síðustu viku eftir rúmlega hálfa öld til sjós. Hann fékk skipstjórnarréttindi sín árið 1979 og byrjaði strax á dekkinu á Arnari HU-1. Þar tók hann svo við hlutverki stýrimanns og skipstjóra árið 1982 og gegndi því starfi í áratug. Þaðan lá leiðin í nokkur ár sem skipstjóri yfir á Örvar sem einnig var gerður út frá Skagaströnd og loks í skipstjórastólinn á frystitogaranum Arnari HU-1 árið 1996.

Í færslunni er greint frá því að Jonni hafi „gert víðreist um sjóinn en hann stæri sig af því að hafa aldrei flutt skattkortið sitt af Skagaströndinni enda hafi líf hans verið í föstum skorðum alla tíð. Undir það tekur eflaust eiginkona hans, Obba, öðru nafni Guðrún Soffía Pétursdóttir sem fær nú karlinn sinn loksins heim eftir langt úthald.“

Jonni segir vel hafa verið tekið á móti sér á bryggjunni er hann steig í land síðastliðinn miðvikudag.

„Auðvitað hlakka ég til aukinna samvista við börnin okkar Obbu og tíu afa- og ömmubörnin sem þau hafa fært okkur. Ég verð núna stoltur eldri borgari sem hefur aldrei þegið bætur af nokkru tagi frá samfélaginu og ætla að standa áfram vörð um sjálfstæði mitt í svoleiðis efnum. Svo fæ ég meiri tíma til þess að pirra mig á allri vitleysunni sem sett er fram í fjölmiðlum um sjávarútveginn. Vonandi mun vanþekkingin sem þar ræður oft ferðinni ekki hafa of mikil áhrif á ákvarðanir stjórnvalda hverju sinni.“

Þá er haft eftir Firðbirni Ásbjörnssyni, framkvæmdastjóra Fisk Seafood, að Jonna verði saknað.

„Ég samgleðst Jonna innilega með þessi tímamót og veit að hann er alveg tilbúinn til þess að koma í land. Góður skipstjóri er á vissan hátt framkvæmdastjóri um borð í hverjum túr og þar hefur Jonni verið heiðarlegur, sanngjarn og mikill leiðtogi fyrir utan auðvitað að vera þessi ósvikna aflakló sem við öll þekkjum. Jonni reyndist mér frá fyrsta degi hér hjá FISK Seafood gríðarlega traustur bakhjarl og ég kveð hann með miklum söknuði um leið og ég óska honum góðra tíma í fríinu sem framundan er,“ segir Friðbjörn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 5.2.25 585,36 kr/kg
Þorskur, slægður 5.2.25 793,60 kr/kg
Ýsa, óslægð 5.2.25 356,87 kr/kg
Ýsa, slægð 5.2.25 401,94 kr/kg
Ufsi, óslægður 5.2.25 313,54 kr/kg
Ufsi, slægður 5.2.25 360,02 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 30.1.25 16,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 6.1.25 90,00 kr/kg
Gullkarfi 5.2.25 426,50 kr/kg

Fleiri tegundir »

5.2.25 Indriði Kristins BA 751 Lína
Þorskur 7.223 kg
Ýsa 82 kg
Samtals 7.305 kg
5.2.25 Háey I ÞH 295 Lína
Þorskur 643 kg
Hlýri 283 kg
Ýsa 259 kg
Steinbítur 194 kg
Karfi 56 kg
Ufsi 17 kg
Keila 16 kg
Samtals 1.468 kg
5.2.25 Sigurbjörg VE 67 Botnvarpa
Ýsa 10.434 kg
Grásleppa 798 kg
Steinbítur 390 kg
Hlýri 373 kg
Keila 17 kg
Langa 7 kg
Skarkoli 2 kg
Samtals 12.021 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 5.2.25 585,36 kr/kg
Þorskur, slægður 5.2.25 793,60 kr/kg
Ýsa, óslægð 5.2.25 356,87 kr/kg
Ýsa, slægð 5.2.25 401,94 kr/kg
Ufsi, óslægður 5.2.25 313,54 kr/kg
Ufsi, slægður 5.2.25 360,02 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 30.1.25 16,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 6.1.25 90,00 kr/kg
Gullkarfi 5.2.25 426,50 kr/kg

Fleiri tegundir »

5.2.25 Indriði Kristins BA 751 Lína
Þorskur 7.223 kg
Ýsa 82 kg
Samtals 7.305 kg
5.2.25 Háey I ÞH 295 Lína
Þorskur 643 kg
Hlýri 283 kg
Ýsa 259 kg
Steinbítur 194 kg
Karfi 56 kg
Ufsi 17 kg
Keila 16 kg
Samtals 1.468 kg
5.2.25 Sigurbjörg VE 67 Botnvarpa
Ýsa 10.434 kg
Grásleppa 798 kg
Steinbítur 390 kg
Hlýri 373 kg
Keila 17 kg
Langa 7 kg
Skarkoli 2 kg
Samtals 12.021 kg

Skoða allar landanir »