Eigendur strandveiðibáta leiti leiguliða

Sjómanansamband Íslands telur ljóst að yfirfærsla veiðiheimilda til strandveiðibáta muni …
Sjómanansamband Íslands telur ljóst að yfirfærsla veiðiheimilda til strandveiðibáta muni skerða kjör sjómanna sem hafa atvinnu af sjómennsku allt árið. mbl.is/Alfons

Framkvæmdastjórn Sjómannasambands Íslands (SSÍ) kveðst í ályktun mótmæla aukningu aflaheimilda til strandveiða ef þær verða teknar af öðrum útgerðum og harma að eigendur strandveiðibáta auglýsi eftir sjómönnum til að sinna veiðum fyrir sig.

Þetta segir í ályktun framkvæmdastjórnar SSÍ um strandveiðar sem send var fjölmiðlum í dag og er undirrituð af Valmundi Valmundssyni formanni sambandsins.

SSÍ vekur athygli á því að á samfélagsmiðlum hafi verið auglýst eftir sjómönnum til strandveiða, og í kjölfarið hafi fyrirspurnum verið beint til sambandsins um hvort í gildi séu samningar um kjör sjómanna sem taka að sér slík störf.

„Það er ekki tilgangur strandveiðikerfisins að sjómenn séu leiguliðar eigenda báta sem kallast strandveiðibátar,“ segir í ályktuninni.

Valmundur Valmundsson, formaður Sjómannasambands Íslands.
Valmundur Valmundsson, formaður Sjómannasambands Íslands. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Heimildirnar verði einhverstaðar fengnar

Framkvæmdastjórn SSÍ lýsir einnig áhyggjum af því að með því að flytja veiðiheimildir til strandveiða sé verið að hafa atvinnu af atvinnusjómönnum.

„Ef þessar auknu heimildir verða teknar úr almenna aflamarkskerfinu er ljóst að félagsmenn félaga innan SSÍ munu missa af verulegum tekjum. Skattgreiðslur til ríkis og sveitarfélaga munu dragast saman á sama tíma og ríkis- og sveitasjóðir eru reknir með halla. Útgerðir munu binda skipin fyrr um sumarið en ğær hafa gert undanfarin ár og fiskvinnslufólk verður sent heim. Þetta er það sem blasir við hinum almenna sjómanni ef strandveiðar verða auknar eins og til stendur hjá nýrri ríkisstjórn.“

Segir framkvæmdastjórnin skjóta skökku við að félagsmenn SSÍ sem eru launamenn allt árið hjá útgerðum skulu sæta afleiðingar vegna skerðinga aflaheimilda á sama tíma og heimildir til strandveiðisjómanna séu auknar.

„Því er haldið fram að þessi aukning sé „bara“tekin úr sjónum. Í þessara orða fyllstu merkingu er það jú svo. Rökin eru þó handónýt.“

Bendir SSÍ á að aflinn sem veiddur er á Íslandsmiðum sé sóttur á grundvelli aflaheimilda sem úthlutað er í samræmi við tillögur fiskifræðinga Hafrannsóknastofnunar. Þess vegna þykir framkvæmdastjórninni ljóst að hve miklum afla er landað hvert fiskveiðiár sætir takmörkunum og þvi verði auknar veiðiheimildir til strandveiðisjómanna að verða teknar af einhverjum.

Áhrif á tekjugrundvöll sjómanna

„Ef strandveiðipotturinn verður aukinn, gerir SSÍ þá kröfu á ríkisvaldið að aukning til almenna aflamarkskerfisins sé í sama hlutfalli. Það er ótækt að eitt form útgerðar geti kallað eftir nánast óheftri aukningu meðan aðrir sitja eftir með minni aflaheimildir. Rómantískar strandveiðar eiga ekki að vera rétthærri en aðrar veiðar þó nafnið sé fallegt,“ segir í ályktuninni.

Jafnframt bendir SSÍ á að verð á fiskmörkuðum dalar er strandveiðar hefjast sem hafi bein áhrif á kjör sjómanna sem hafa atvinnu af sjómennsku allt árið.

„Ef villtustu draumar strandveiðisjómanna verða að veruleika umveiðar í 48daga með tæplega 700 kílóa þorskafla á dag,munu aðrir útgerðarflokkar blæða fyrir með tilheyrandi afleiðingum. Ef um 800 skip verða á strandveiðum í sumar má gera ráð fyrir 26.000 tonna afla að lágmarki, jafnvel ívið meiri. Fiskur sem er verðminni og lakara hráefni en ella.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 6.2.25 637,63 kr/kg
Þorskur, slægður 6.2.25 440,93 kr/kg
Ýsa, óslægð 6.2.25 483,68 kr/kg
Ýsa, slægð 6.2.25 425,39 kr/kg
Ufsi, óslægður 6.2.25 306,46 kr/kg
Ufsi, slægður 6.2.25 322,45 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 30.1.25 16,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 6.1.25 90,00 kr/kg
Gullkarfi 6.2.25 396,49 kr/kg

Fleiri tegundir »

6.2.25 Núpur BA 69 Lína
Þorskur 484 kg
Langa 466 kg
Ýsa 370 kg
Steinbítur 311 kg
Keila 167 kg
Hlýri 120 kg
Karfi 48 kg
Ufsi 16 kg
Samtals 1.982 kg
5.2.25 Indriði Kristins BA 751 Lína
Þorskur 7.223 kg
Ýsa 82 kg
Samtals 7.305 kg
5.2.25 Háey I ÞH 295 Lína
Þorskur 643 kg
Hlýri 283 kg
Ýsa 259 kg
Steinbítur 194 kg
Karfi 56 kg
Ufsi 17 kg
Keila 16 kg
Samtals 1.468 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 6.2.25 637,63 kr/kg
Þorskur, slægður 6.2.25 440,93 kr/kg
Ýsa, óslægð 6.2.25 483,68 kr/kg
Ýsa, slægð 6.2.25 425,39 kr/kg
Ufsi, óslægður 6.2.25 306,46 kr/kg
Ufsi, slægður 6.2.25 322,45 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 30.1.25 16,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 6.1.25 90,00 kr/kg
Gullkarfi 6.2.25 396,49 kr/kg

Fleiri tegundir »

6.2.25 Núpur BA 69 Lína
Þorskur 484 kg
Langa 466 kg
Ýsa 370 kg
Steinbítur 311 kg
Keila 167 kg
Hlýri 120 kg
Karfi 48 kg
Ufsi 16 kg
Samtals 1.982 kg
5.2.25 Indriði Kristins BA 751 Lína
Þorskur 7.223 kg
Ýsa 82 kg
Samtals 7.305 kg
5.2.25 Háey I ÞH 295 Lína
Þorskur 643 kg
Hlýri 283 kg
Ýsa 259 kg
Steinbítur 194 kg
Karfi 56 kg
Ufsi 17 kg
Keila 16 kg
Samtals 1.468 kg

Skoða allar landanir »