Bjarni Sæmundsson seldur til Noregs

Bjarni Sæmundsson hefur sinnt hafrannsóknum á ÍSlandsmiðum í meira en …
Bjarni Sæmundsson hefur sinnt hafrannsóknum á ÍSlandsmiðum í meira en hálfa öld. mbl.is/Hafþór

Gengið hefur verið frá samningum um sölu á rannsóknaskipinu Bjarna Sæmundssyni ti norsks kaupanda. Hefur því verið bundinn endi á rúmlega hálfrar aldar samleið skipsins og íslensku þjóðarinnar.

Þorsteinn Sigurðsson, forstjóri Hafrannsóknastofnunar, tilkynnti starfsfólki í dag um viðskiptin í tölvupósti. Þar kom fram að ætlunin er að afhenda skipið nýjum eigendum um komandi mánaðamót, en ef þörf verður á skipinu í komandi marsralli (stofnmælingu að vori) má fresta afhendingu til fyrsta apríl.

„Það verður söknuður að okkar góða skipi Bjarna Sæmundssyni sem hefur þjónað okkur í ríflega hálfa öld eða frá árinu 1970.  Það er samt gott að vita til þess að hann verður áfram í notkun þótt hlutverkið verði annað,“ sagði Þorsteinn í tilkynningunni.

Bjarni Sæmundsson  var smíðaður af Schiffbau-Gesellschaft í Bremerhaven í Vestur-Þýskalandi árið 1970, en umtalsverðar breytingar voru gerðar á skipinu árið 2003. Skráð lengd skipsins er 50,26 metrar og breidd 10,6 metrar, en það telur 822 brúttótonn

Holberg Shipping er kaupandi skipsins og býr félagið yfir fjölbreyttu úrvali skipa sem sinna ýmsum verkefnum fyrir viðskiptavini sína. Má nefna sem dæmi brunnbáta, ferjur og eftirlitsbáta.

Fjársýsla ríkisins annaðist söluna en Bjarni Sæmundsson var seldur í gegnum skipasöluna BP shipping agency.

Þórunn væntanleg í lok mánaðar

Hafrannsóknastofnun á von á nýju hafrannsóknaskipi, Þórunni Þórðardóttur, sem hefur verið í smíðum í Vígó á Spáni.

Gert er ráð fyrir að skipið verði þar afhent um eða eftir komandi helgi. „Gangi það eftir má ætla að hún komi til heimahafnar í  Hafnarfirði síðustu viku febrúar,“ sagði í tilkynningu forstjórans.

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 16.3.25 561,51 kr/kg
Þorskur, slægður 16.3.25 617,61 kr/kg
Ýsa, óslægð 16.3.25 308,81 kr/kg
Ýsa, slægð 16.3.25 266,53 kr/kg
Ufsi, óslægður 16.3.25 232,02 kr/kg
Ufsi, slægður 16.3.25 259,24 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 30.1.25 16,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 9.3.25 219,00 kr/kg
Gullkarfi 16.3.25 190,38 kr/kg

Fleiri tegundir »

15.3.25 Sandfell SU 75 Lína
Ýsa 1.023 kg
Þorskur 727 kg
Steinbítur 296 kg
Langa 111 kg
Keila 16 kg
Ufsi 5 kg
Samtals 2.178 kg
15.3.25 Tryggvi Eðvarðs SH 2 Lína
Ýsa 1.710 kg
Langa 1.047 kg
Keila 376 kg
Karfi 214 kg
Hlýri 64 kg
Ufsi 57 kg
Þorskur 2 kg
Samtals 3.470 kg
15.3.25 Elli P SU 206 Línutrekt
Þorskur 5.501 kg
Ýsa 409 kg
Langa 51 kg
Keila 39 kg
Steinbítur 13 kg
Samtals 6.013 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 16.3.25 561,51 kr/kg
Þorskur, slægður 16.3.25 617,61 kr/kg
Ýsa, óslægð 16.3.25 308,81 kr/kg
Ýsa, slægð 16.3.25 266,53 kr/kg
Ufsi, óslægður 16.3.25 232,02 kr/kg
Ufsi, slægður 16.3.25 259,24 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 30.1.25 16,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 9.3.25 219,00 kr/kg
Gullkarfi 16.3.25 190,38 kr/kg

Fleiri tegundir »

15.3.25 Sandfell SU 75 Lína
Ýsa 1.023 kg
Þorskur 727 kg
Steinbítur 296 kg
Langa 111 kg
Keila 16 kg
Ufsi 5 kg
Samtals 2.178 kg
15.3.25 Tryggvi Eðvarðs SH 2 Lína
Ýsa 1.710 kg
Langa 1.047 kg
Keila 376 kg
Karfi 214 kg
Hlýri 64 kg
Ufsi 57 kg
Þorskur 2 kg
Samtals 3.470 kg
15.3.25 Elli P SU 206 Línutrekt
Þorskur 5.501 kg
Ýsa 409 kg
Langa 51 kg
Keila 39 kg
Steinbítur 13 kg
Samtals 6.013 kg

Skoða allar landanir »