7.400 tonn á nokkrum dögum

Miklum kolmunna hefur verið landað í Neskaupstað undanfarið.
Miklum kolmunna hefur verið landað í Neskaupstað undanfarið. Ljósmynd/Síldarvinnslan: Ingvar Ísfeld Kristinsson

Beitir NK og Börkur NK  komu til hafnar í Neskaupstað í dag, Beitir með um 1.400 tonn af kolmunna og Börkur með tæplega tvö þúsund tonn. Að þessum afla meðtöldum hefur á fáeinum dögum verið landað 7.400 tonnum af kolmunna í Neskaupstað, en Barði NK kom á þriðjudag með 1.350 tonn og Vilhelm Þorsteinsson EA með 2.700 tonn í gær.

Fram kemur í færslu á vef Síldarvinnslunnar að kolmunnin fékkst í færeyskri lögsögu og fóru veiðar fram á gráa svæðinu sem er suður af Færeyjum.

Leiðindaveður hefur haft áhrif á gang veiða kolmunnaskipa að undanförnu og var veður svo slæmt um tíma að skipin leitu í var þar sme þau biðu af sér mesta veðurofsan. „Þetta er búið að vera bölvað sarg,“ er haft eftir Guðmundi Þ. Jónssyni skipstjóra á Vilhelm Þorsteinssyni.

Þá segir Þorkell Pétursson skipstjóri á Barða að þetta hafi verið leiðinda nudd.

Ánægðir með hráefnið

Telja skipstjórar kolmunnaskipanna að veiðunum í færeysku lögsögunni sé lokið og verði nú haldið á miðin við Rockall.

Haft er eftir þá Hálfdan Hálfdanarson skipstjóra á Berki og Ólaf Gunnar Guðnason skipstjóra á Beiti að nú yrðu tekin troll sem hentuðu vel til veiða á þeim slóðum en þau væru bæði minni og sterkari en trollin sem notuð eru í færeysku lögsögunni.

Þrátt fyrir að skipin hefðu verið lengi á veiðum hefur aflinn reynst hinn fínasti að sögn Hafþórs Eiríkssonar verksmiðjustjóran í fiskimjölverksmiðju Síldarvinnslunnar í Neskaupstað.

„Aflinn er vel kældur um borð í skipunum og það skiptir öllu máli. Verksmiðjan er tvískipt og nú er unnið á fullum afköstum í stóru verksmiðjunni en sú minni er ekki í gangi eins og er. Minni verksmiðjan verður fljótlega gangsett líka og þá verður hráefnið sem skipin koma með unnið eins hratt og mögulegt er,” segir Hafþór.

Íslensk uppsjávarskip hafa heimidl til að veiða 305 þúsund tonn á þessu ári sem er 5% minna en á síðasta ári. Samdrátturinn er í samræmi við ráðleggingar Alþjóðahafrannsóknaráðsins (ICES). Það sem af er ári hafa íslensku skipin landað um 43 þúsund tonn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 13.2.25 599,16 kr/kg
Þorskur, slægður 13.2.25 605,16 kr/kg
Ýsa, óslægð 13.2.25 383,74 kr/kg
Ýsa, slægð 13.2.25 349,05 kr/kg
Ufsi, óslægður 13.2.25 272,23 kr/kg
Ufsi, slægður 13.2.25 330,91 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 30.1.25 16,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Gullkarfi 13.2.25 444,25 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

13.2.25 Einar Guðnason ÍS 303 Lína
Þorskur 11.537 kg
Ýsa 4.001 kg
Steinbítur 1.878 kg
Langa 22 kg
Samtals 17.438 kg
13.2.25 Von HU 170 Grásleppunet
Grásleppa 716 kg
Þorskur 177 kg
Skarkoli 115 kg
Rauðmagi 24 kg
Samtals 1.032 kg
13.2.25 Hafborg EA 152 Dragnót
Þorskur 12.063 kg
Ýsa 3.495 kg
Karfi 266 kg
Ufsi 131 kg
Sandkoli 83 kg
Langlúra 73 kg
Grásleppa 67 kg
Hlýri 54 kg
Skarkoli 45 kg
Langa 23 kg
Þykkvalúra 22 kg
Steinbítur 9 kg
Samtals 16.331 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 13.2.25 599,16 kr/kg
Þorskur, slægður 13.2.25 605,16 kr/kg
Ýsa, óslægð 13.2.25 383,74 kr/kg
Ýsa, slægð 13.2.25 349,05 kr/kg
Ufsi, óslægður 13.2.25 272,23 kr/kg
Ufsi, slægður 13.2.25 330,91 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 30.1.25 16,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Gullkarfi 13.2.25 444,25 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

13.2.25 Einar Guðnason ÍS 303 Lína
Þorskur 11.537 kg
Ýsa 4.001 kg
Steinbítur 1.878 kg
Langa 22 kg
Samtals 17.438 kg
13.2.25 Von HU 170 Grásleppunet
Grásleppa 716 kg
Þorskur 177 kg
Skarkoli 115 kg
Rauðmagi 24 kg
Samtals 1.032 kg
13.2.25 Hafborg EA 152 Dragnót
Þorskur 12.063 kg
Ýsa 3.495 kg
Karfi 266 kg
Ufsi 131 kg
Sandkoli 83 kg
Langlúra 73 kg
Grásleppa 67 kg
Hlýri 54 kg
Skarkoli 45 kg
Langa 23 kg
Þykkvalúra 22 kg
Steinbítur 9 kg
Samtals 16.331 kg

Skoða allar landanir »