Gefin verði út lágmarksvóti í loðnu

Páll snorrason framkvæmdastjóri útgerðarfélagsins Eskju á Eskifirði
Páll snorrason framkvæmdastjóri útgerðarfélagsins Eskju á Eskifirði Ljósmynd/Eskja

Í viðtali í nýj­asta blaði 200 mílna sagði Páll Snorra­son fram­kvæmda­stjóri Eskju að það þurfi nýja nýt­ing­ar­stefnu í loðnunni og lagði til að tryggð verði ávallt lág­marks­veiði til mann­eld­is til að tryggja stöðuna á mörkuðum.

Útflutn­ings­verðmæti loðnu­af­urða árin 2021 til 2023 námu rúm­lega 108 millj­örðum króna, þar af mest árið 2022 þegar út­flutn­ings­verðmæt­in námu 51,3 millj­örðum króna. Loðnu­vertíð hef­ur víðtæk áhrif á hag­kerfið allt, bæði í gegn­um skatt­spor rekst­urs sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækj­anna og vegna tekna þeirra sem hafa beina og óbeina at­vinnu af henni.

Mátti til að mynda greina 9% sam­drátt í at­vinnu­tekj­um í sjáv­ar­út­vegi á fyrstu níu mánuðum árs­ins 2024 í sam­an­b­urði við fyrstu níu mánuði 2023. Áhrif­in voru mest áber­andi á þeim svæðum þar sem loðnu er landað og hún unn­in. Varð 21% sam­drátt­ur á Aust­ur­landi og 19% á Suður­landi. Minnkuðu at­vinnu­tekj­ur af sjáv­ar­út­vegi um 25% í Fjarðabyggð, um 28% í Vest­manna­eyj­um og 17% á Höfn í Hornafirði.

Ekki ánægð með stöðuna

„Já við erum nú ekki ánægð með stöðuna en vilj­um alls ekki gefa það upp á bát­inn að það verði vertíð,“ sagði Páll í viðtal­inu innt­ur álits á stöðunni eins og hún var fyr­ir síðustu helgi.

Verði niðurstaðan að eng­ar loðnu­veiðar verði heim­ilaðar þetta árið hef­ur það tölu­verð áhrif á rekst­ur Eskju að sögn Páls sem þó tek­ur fram að út­gerðin hafi burði til að laga rekst­ur­inn að slíkri stöðu. Hann tel­ur hins veg­ar að þörf sé á nýrri nálg­un hvað loðnuna varðar.

„Ég er þeirr­ar skoðunar að það ætti að hugsa þetta upp á nýtt og leyfa alltaf ein­hverja lág­marks­veiði til að vernda mik­il­væga mann­eld­is­markaði sem við höf­um haft fyr­ir að byggja upp. Með því móti mynd­um við einnig fá mik­il­væg­ar upp­lýs­ing­ar um loðnuna frá veiðiskip­um,“ út­skýrði hann.

Ítar­lega um­fjöll­un um loðnu­mál­in má lesa í nýj­asta blaði 200 mílna.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 21.5.25 488,61 kr/kg
Þorskur, slægður 21.5.25 605,73 kr/kg
Ýsa, óslægð 21.5.25 396,19 kr/kg
Ýsa, slægð 21.5.25 398,19 kr/kg
Ufsi, óslægður 21.5.25 194,00 kr/kg
Ufsi, slægður 21.5.25 259,50 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 23.4.25 20,00 kr/kg
Djúpkarfi 17.3.25 188,00 kr/kg
Gullkarfi 21.5.25 248,06 kr/kg
Litli karfi 13.5.25 10,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

21.5.25 Hafdís Júl EA 6 Línutrekt
Þorskur 610 kg
Samtals 610 kg
21.5.25 Ingi Rúnar AK 35 Handfæri
Þorskur 416 kg
Ufsi 52 kg
Keila 5 kg
Karfi 2 kg
Samtals 475 kg
21.5.25 Mardís AK 11 Handfæri
Þorskur 847 kg
Ufsi 111 kg
Karfi 1 kg
Ýsa 1 kg
Samtals 960 kg
21.5.25 Bára HF 78 Handfæri
Þorskur 686 kg
Ufsi 13 kg
Karfi 2 kg
Samtals 701 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 21.5.25 488,61 kr/kg
Þorskur, slægður 21.5.25 605,73 kr/kg
Ýsa, óslægð 21.5.25 396,19 kr/kg
Ýsa, slægð 21.5.25 398,19 kr/kg
Ufsi, óslægður 21.5.25 194,00 kr/kg
Ufsi, slægður 21.5.25 259,50 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 23.4.25 20,00 kr/kg
Djúpkarfi 17.3.25 188,00 kr/kg
Gullkarfi 21.5.25 248,06 kr/kg
Litli karfi 13.5.25 10,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

21.5.25 Hafdís Júl EA 6 Línutrekt
Þorskur 610 kg
Samtals 610 kg
21.5.25 Ingi Rúnar AK 35 Handfæri
Þorskur 416 kg
Ufsi 52 kg
Keila 5 kg
Karfi 2 kg
Samtals 475 kg
21.5.25 Mardís AK 11 Handfæri
Þorskur 847 kg
Ufsi 111 kg
Karfi 1 kg
Ýsa 1 kg
Samtals 960 kg
21.5.25 Bára HF 78 Handfæri
Þorskur 686 kg
Ufsi 13 kg
Karfi 2 kg
Samtals 701 kg

Skoða allar landanir »