Framleiðni loðnustofnsins líklega minni

Guðmundur J. Óskarsson sviðsstjóri uppsjávarsviðs Hafrannsóknastofnunar segir ekki vitað hvers …
Guðmundur J. Óskarsson sviðsstjóri uppsjávarsviðs Hafrannsóknastofnunar segir ekki vitað hvers vegna framleiðni loðnustofnsins hafi minnkað, en til skoðunar eru fleiri tilgátur. Ljósmynd/Hafrannsóknastofnun

Fari svo að engar loðnuveiðar verði ráðlagðar þennan veturinn verður það í annað sinn á stuttum tíma sem loðnubrestur er tvö ár í röð. Það eru einu skiptin sem slíkt hefur gerst frá upphafi loðnuveiða Íslendinga á sjöunda áratug síðustu aldar.

Í umfjöllun í nýjasta blaði 200 mílna um loðnuleysi vetursins kemur fram að sterkar vísbendingar séu um að framleiðni loðnustofnisns hafi minnkað.

Þar sagði Guðmundur J. Óskarsson, sviðsstjóri uppsjávarsviðs Hafrannsóknastofnunar, ljóst að árlegur loðnuafli hafi verið mun minni eftir aldamót og það sama eigi við nýliðunarvísitöluna og stærð veiðistofnsins.

„Það er því sterk vísbending um að framleiðni stofnsins er minni nú en áður. Þessar breytingar verða á svipuðum tíma og hlýnun á sér stað á fyrrverandi fæðuslóð stofnsins í Íslandshafi og á uppeldissvæði hans norður af Íslandi. Samfara hlýnuninni færðist fæðusvæði stofnsins í vestur að Austur-Grænlandi og norðar og uppeldissvæðin færðust að sama skapi að Austur-Grænlandi og suður með landgrunninu.“

Að sögn Guðmundar liggur ekki fyrir skýring á því hvað það sé við þessar aðstæður sem veldur minni framleiðni stofnsins, en uppi eru nokkrar tilgátur. Meðal annars að „fæðuskilyrði á nýju uppeldisslóð stofnsins séu lakari og meiri afföll á ungviði; hlýnun sjávar á hrygningarslóðinni við Ísland og á lirfureksvæðinu sé ekki eins ákjósanleg fyrir stofninn og valdi meiri afföllum á loðnueggjum og lirfum en áður.“

Sveiflur í árgangastærð

Vitum við eitthvað um orsök þess að þessi loðnubrestsár koma?

„Sveiflurnar stjórnast af breytileika á árgangastærð. Loðna er talin hrygna aðeins einu sinni á ævinni og hrygnir að stærstu leyti við þriggja ára aldur. Ef árgangar eru stórir þá höfum við séð hægari vöxt (vegna meiri þéttleika og samkeppni um fæðu) og að hærra hlutfall hrygni við fjögra ára aldur. Þetta gerðist síðast með 2019-árganginn sem var stór og gaf góða veiði veturinn 2022 og svo aftur veturinn 2023. En að öllu jöfnu er einn árgangur ríkjandi í veiðinni og allt sveiflast með honum, þar með talið stærð veiðistofnsins hverju sinni, ráðgjöf Hafró og að stóru leyti líka það magn af loðnu sem afræningjar hafa til að éta (þar með talið þorskur og hvalur).“

Var haft eftir Guðmundi að stóra spurningin væri hvað valdi þessum sveiflum í árgangsstærð í loðnustofninum og öðrum fiskistofnum.

„Þetta er spurning sem fiskifræðingar um allan heim eru að glíma við en við höfum jafnan ekki einhlít svör við. Sveiflurnar eru örugglega tilkomnar vegna samáhrifa margra ólíkra þátta, þar með talið fjölda fiska sem hrygna, hvar hrygningin á sér stað, hvenær og yfir hve langt tímabil hrygningin á sér stað, umhverfisaðstæður sem hafa áhrif á rek og lifun lirfa, líkamlegt ástand hrygna (getur haft áhrif á hrygningarstað og eggjastærð), hvar lirfur enda, fæðuskilyrði ungviðis og magn afræningja.“

„Við höfum ekki svar við þessari spurningu fyrir loðnu en höfum séð ýmsar tilhneigingar og vísbendingar sem þarf að rannsaka betur, t.d. ár með engum veiðum en litlum hrygningarstofni hafa jafnan skilað ágætis árgöngum; lirfurek frá loðnuhrygningu norðan við land skilar sér að litlu leyti inn á meginuppeldissvæði stofnsins og meira inn á óhagstæð svæði fyrir norðaustan og austan land.“

Umfjöllunina má lesa í heild sinni í blaði 200 mílna.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 21.2.25 597,48 kr/kg
Þorskur, slægður 21.2.25 590,29 kr/kg
Ýsa, óslægð 21.2.25 315,06 kr/kg
Ýsa, slægð 21.2.25 304,60 kr/kg
Ufsi, óslægður 21.2.25 218,52 kr/kg
Ufsi, slægður 21.2.25 271,15 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 30.1.25 16,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 19.2.25 170,00 kr/kg
Gullkarfi 21.2.25 319,38 kr/kg

Fleiri tegundir »

21.2.25 Konráð EA 190 Grásleppunet
Grásleppa 1.084 kg
Rauðmagi 131 kg
Samtals 1.215 kg
21.2.25 Háey I ÞH 295 Lína
Hlýri 383 kg
Þorskur 282 kg
Keila 93 kg
Karfi 48 kg
Langa 25 kg
Ýsa 19 kg
Steinbítur 15 kg
Samtals 865 kg
21.2.25 Sæþór EA 101 Grásleppunet
Grásleppa 1.171 kg
Þorskur 504 kg
Skarkoli 104 kg
Rauðmagi 49 kg
Steinbítur 12 kg
Samtals 1.840 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 21.2.25 597,48 kr/kg
Þorskur, slægður 21.2.25 590,29 kr/kg
Ýsa, óslægð 21.2.25 315,06 kr/kg
Ýsa, slægð 21.2.25 304,60 kr/kg
Ufsi, óslægður 21.2.25 218,52 kr/kg
Ufsi, slægður 21.2.25 271,15 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 30.1.25 16,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 19.2.25 170,00 kr/kg
Gullkarfi 21.2.25 319,38 kr/kg

Fleiri tegundir »

21.2.25 Konráð EA 190 Grásleppunet
Grásleppa 1.084 kg
Rauðmagi 131 kg
Samtals 1.215 kg
21.2.25 Háey I ÞH 295 Lína
Hlýri 383 kg
Þorskur 282 kg
Keila 93 kg
Karfi 48 kg
Langa 25 kg
Ýsa 19 kg
Steinbítur 15 kg
Samtals 865 kg
21.2.25 Sæþór EA 101 Grásleppunet
Grásleppa 1.171 kg
Þorskur 504 kg
Skarkoli 104 kg
Rauðmagi 49 kg
Steinbítur 12 kg
Samtals 1.840 kg

Skoða allar landanir »