Norðmenn sæta harðri gagnrýni í Evrópu

Einhliða aukning makrílkvóta Norðmanna er sögð réttlæta viðskiptaþvinganir af hálfu …
Einhliða aukning makrílkvóta Norðmanna er sögð réttlæta viðskiptaþvinganir af hálfu ESB. Morgunblaðið/Árni Sæberg

Á undanförnum árum hafa Norðmenn getað tryggt landvinnslum sínum tollfrjálst aðgengi að rússnesku hráefni á undirverði og einhliða stóraukið kvóta sinna skipa í deilistofnum. Skilaði þetta verulegum ávinningi fyrir norskan sjávarútveg en Adam var ekki lengi í Paradís.

Gætu Norðmenn átt þvingunaraðgerðir yfir höfði sér, en fyrir framkvæmdastjórn Evrópusambandsins liggur tillaga að reglugerð sem heimilar innflutningsbann á ríki sem studna ósjálfbærar veiðar.

Fram kom í umfjöllun sem birt var í blaði 200 mílna að fiskveiðinefnd Evrópuþingsins hélt sérstakan fund 28. janúar síðastliðinn um stöðu samskipta Evrópusambandsins og Noregs með tilliti til fiskveiða. Tilgangur fundarins, sem haldinn var fyrir opnum dyrum í Brussel, var að rýna í núverandi fiskveiðisamninga Evrópusambandsins og Noregs og yfirstandandi fiskveiðideilur.

„Umdeildar aflahlutdeildir, ósjálfbær nýting fiskistofna, endurheimt sögulegs veiðiréttar: frummælendur, sem eru sérfræðingar í málinu, munu varpa ljósi á þessi mál, hvað er í húfi og hugsanlegar lausnir,“ sagði í kynningu fundarins. Mættu fyrir nefndina meðal annars talsmenn evrópska togara- og uppsjávarflotans sem og embættismenn Evrópusambandsins á sviði fiskveiða.

Esben Sverdrup-Jensen, framkvæmdastjóri Samtaka danskra uppsjávarvinnslustöðva (DPPO) og formaður stjórnar Sambands evrópskra fiskframleiðenda (EAPO) sagði á fundinum ljóst að „Noregur hugsar bara um Noreg, ekki um samstarf, ekki um nýtingarstjórnun, og ekki um samvinnu“.

Heimild til þvingunaraðgerða

Vakti Sverdrup-Jensen meðal annars athygli á sameiginlegri yfirlýsingu Danmerkur, Svíþjóðar, Hollands, Þýskalands, Frakklands, Póllands og Portúgal frá desember síðastliðnum. Þar minntu ríkin á samning sem gerður var við Noreg árið 2007 um norsk-íslensku síldina sem fól í sér að Evrópusambandið minnkaði hlutdeild sína úr 8,38% í 6,51% gegn því að Noregur heimilaði veiði í sinni lögsögu. Enn hefur evrópskum síldarskipum ekki verið veitt aðgengi að norsku lögsögunni.

Jafnframt sagði hann Norðmenn hafa meðal annars einhliða og óhóflega stóraukið makrílkvóta til sinna skipa. Vísaði hann til þess að 2021 hefðu Norðmenn aukið þá hlutdeild sem þeir gerðu tilkall til um 55% þrátt fyrir að ráðgjöf vísindamanna um hámarksveiði hefði lækkað ráðlagðan heildarafla um hundrað þúsund tonn.

Kallaði Sverdrup-Jensen eftir því að Evrópusambandið innleiddi nýjar reglugerðir um ósjálfbærar veiðar sem framkvæmdastjórn sambandsins kynnti í fyrra, en samkvæmt reglugerðardrögunum yrði framkvæmdastjórninni heimilt að beita ríki viðskiptaþvingunum sem stunda ósjálfbærar veiðar. Vildi hann einnig að Evrópusambandið hækkaði á ný hlutdeild í norsk-íslenskri síld í 8,38% þar sem Norðmenn hefðu ekki staðið við gefin fyrirheit.

Umfjöllun um fiskveiðideilur Noregs og ESB má lesa í blaði 200 mílna.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 20.2.25 571,35 kr/kg
Þorskur, slægður 20.2.25 742,24 kr/kg
Ýsa, óslægð 20.2.25 312,95 kr/kg
Ýsa, slægð 20.2.25 339,46 kr/kg
Ufsi, óslægður 20.2.25 227,70 kr/kg
Ufsi, slægður 20.2.25 310,71 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 30.1.25 16,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 19.2.25 170,00 kr/kg
Gullkarfi 20.2.25 331,47 kr/kg

Fleiri tegundir »

20.2.25 Hafborg EA 152 Þorskfisknet
Þorskur 12.832 kg
Ýsa 119 kg
Samtals 12.951 kg
20.2.25 Sóley ÞH 28 Grásleppunet
Grásleppa 723 kg
Þorskur 68 kg
Samtals 791 kg
20.2.25 Fengsæll HU 56 Landbeitt lína
Þorskur 614 kg
Ýsa 190 kg
Steinbítur 126 kg
Samtals 930 kg
20.2.25 Haförn ÞH 26 Dragnót
Ýsa 1.028 kg
Þorskur 670 kg
Steinbítur 541 kg
Skarkoli 272 kg
Ufsi 240 kg
Sandkoli 135 kg
Hlýri 25 kg
Samtals 2.911 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 20.2.25 571,35 kr/kg
Þorskur, slægður 20.2.25 742,24 kr/kg
Ýsa, óslægð 20.2.25 312,95 kr/kg
Ýsa, slægð 20.2.25 339,46 kr/kg
Ufsi, óslægður 20.2.25 227,70 kr/kg
Ufsi, slægður 20.2.25 310,71 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 30.1.25 16,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 19.2.25 170,00 kr/kg
Gullkarfi 20.2.25 331,47 kr/kg

Fleiri tegundir »

20.2.25 Hafborg EA 152 Þorskfisknet
Þorskur 12.832 kg
Ýsa 119 kg
Samtals 12.951 kg
20.2.25 Sóley ÞH 28 Grásleppunet
Grásleppa 723 kg
Þorskur 68 kg
Samtals 791 kg
20.2.25 Fengsæll HU 56 Landbeitt lína
Þorskur 614 kg
Ýsa 190 kg
Steinbítur 126 kg
Samtals 930 kg
20.2.25 Haförn ÞH 26 Dragnót
Ýsa 1.028 kg
Þorskur 670 kg
Steinbítur 541 kg
Skarkoli 272 kg
Ufsi 240 kg
Sandkoli 135 kg
Hlýri 25 kg
Samtals 2.911 kg

Skoða allar landanir »