„Látum ekki blekkjast“

Örn Pálsson, framkvæmdastjóri Landssambands smábátaeigenda.
Örn Pálsson, framkvæmdastjóri Landssambands smábátaeigenda. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Örn Páls­son, fram­kvæmda­stjóri Lands­sam­bands smá­báta­eig­enda, tel­ur ástæðulaust að ótt­ast aukn­ar strand­veiðar og seg­ir í grein sem birt var í Morg­un­blaðinu um helg­ina frek­ar ástæðu til að fagna fyr­ir­heit­um rík­is­stjórn­ar­inn­ar um að tryggja öll­um strand­veiðibát­um 48 veiðidaga í sum­ar.

Vís­ar Örn dóms­dags­spám þeirra sem gagn­rýna áform stjórn­valda á bug.

„Sjáv­ar­út­vegsum­ræðan þessa dag­ana og svo oft áður snýst um smá­báta. For­ystu­menn Sam­taka fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi og Fé­lagi skip­stjórn­ar­manna hafa varað stjórn­völd við því að auka veiðiheim­ild­ir til strand­veiða og fara þannig gegn vilja 72,3% þjóðar­inn­ar, “ skrif­ar hann.

Bend­ir hann á að því hafi verið haldið fram að með 48 veiðidög­um munu strand­veiðibát­ar tvö­falda hlut sinn í veiðum á bol­fiski, landa um tutt­ugu þúsund tonn­um og­bát­ar á veiðum verði þúsund.

Jafn­framt sé haldið fram af and­stæðing­um áforma rík­is­stjórn­ar­inn­ar að af­leiðing­arn­ar verði meðal ann­arstapað afla­verðmæti fyr­ir þjóðarbúið á bil­inu þrír til fjór­ir millj­arðar og gerð verði krafa um sí­fellt stærri hlut afla­heim­ilda til strand­veiða.

Strand­veiðar tak­mörk­un­um háðar

„Lát­um ekki blekkj­ast,“ seg­ir Örn um þess­ar spár og bend­ir á að strand­veiðar sæta fjöl­mörg­um tak­mörk­un­um sem ger­ir það að verk­um að ekki þarf að tryggja veiðunum mikl­ar afla­heim­ild­ir til að all­ir bát­ar fá 48 veiðidaga.

„Nátt­úru­öfl­in bíta þá harðar en stærri skip, nán­ast ekki hægt að stunda hand­færa­veiðar hjá meg­in­hluta bát­ana þegar hvítt er í öldu. Tak­markað veiðisvæði sem hægt er að renna fyr­ir fiski þar sem hver róður má ekki vara leng­ur en 14 klukku­stund­ir frá því farið er úr höfn og komið til lönd­un­ar.“

„Dag­arn­ir 48 deil­ast jafnt á mánuðina maí, júní, júlí og ág­úst. Þann 5. maí verður heim­ilt að fara í fyrsta róður. Leyfi­leg­ir dag­ar eru 4 í viku, mánu­dag­ur-fimmtu­dags, alls 15 í maí. Það verður því að telja afar ólík­legt að marg­ir nái að fara í 12 róðra. Ónýtt­ir dag­ar fær­ast ekki milli mánaða,“ út­skýr­ir hann.

Grein­ina má lesa í heild sinni hér.

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 29.5.25 473,39 kr/kg
Þorskur, slægður 29.5.25 567,80 kr/kg
Ýsa, óslægð 29.5.25 646,95 kr/kg
Ýsa, slægð 29.5.25 364,38 kr/kg
Ufsi, óslægður 29.5.25 165,44 kr/kg
Ufsi, slægður 29.5.25 260,92 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 26.5.25 99,00 kr/kg
Djúpkarfi 17.3.25 188,00 kr/kg
Gullkarfi 29.5.25 195,98 kr/kg
Litli karfi 26.5.25 10,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

29.5.25 Auður Vésteins SU 88 Lína
Þorskur 389 kg
Keila 249 kg
Hlýri 238 kg
Karfi 15 kg
Samtals 891 kg
29.5.25 Viggi NS 22 Lína
Þorskur 1.851 kg
Hlýri 105 kg
Karfi 42 kg
Samtals 1.998 kg
29.5.25 Hrói SH 40 Grásleppunet
Grásleppa 1.437 kg
Samtals 1.437 kg
29.5.25 Signý SH 43 Grásleppunet
Grásleppa 1.393 kg
Samtals 1.393 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 29.5.25 473,39 kr/kg
Þorskur, slægður 29.5.25 567,80 kr/kg
Ýsa, óslægð 29.5.25 646,95 kr/kg
Ýsa, slægð 29.5.25 364,38 kr/kg
Ufsi, óslægður 29.5.25 165,44 kr/kg
Ufsi, slægður 29.5.25 260,92 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 26.5.25 99,00 kr/kg
Djúpkarfi 17.3.25 188,00 kr/kg
Gullkarfi 29.5.25 195,98 kr/kg
Litli karfi 26.5.25 10,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

29.5.25 Auður Vésteins SU 88 Lína
Þorskur 389 kg
Keila 249 kg
Hlýri 238 kg
Karfi 15 kg
Samtals 891 kg
29.5.25 Viggi NS 22 Lína
Þorskur 1.851 kg
Hlýri 105 kg
Karfi 42 kg
Samtals 1.998 kg
29.5.25 Hrói SH 40 Grásleppunet
Grásleppa 1.437 kg
Samtals 1.437 kg
29.5.25 Signý SH 43 Grásleppunet
Grásleppa 1.393 kg
Samtals 1.393 kg

Skoða allar landanir »