854 milljóna rekstrartap hjá Arnarlaxi

Tap var á rekstri Arnarlax í fyrra.
Tap var á rekstri Arnarlax í fyrra. Ljósmynd/Arnarlax

Tap var á rekstri Arnarlax (Icelandic Salmon) á síðasta ári nam það 5,8 milljónum evra, u.þ.b. 854 milljónir íslenskra króna, án skatta og fjármagnsliða (EBIT). Félagið skilaði hins vegar rekstrarhagnaði upp á 20,3 milljónir evra árið 2023.

Þetta má lesa úr ársfjórðungsuppgjöri Arnarlax sem kynnt var nú í morgun.

Minni rekstrarhagnað félagsins má rekja til mikils samdráttar í framleiðslumagni sem kom til vegna líffræðilegra áskorana veturinn 2023/2024.

Félagið framleiddi 6,5 þúsund tonn af laxi a fjórða ársfjórðungi síðasta árs sem er nokkuð minna en í sama ársfjórðungi 2023 þegar framleidd voru 7,2 þúsund tonn. Þá námu rekstrartekjur 51,6 milljónum evra í fjórðungnum á móti 49,8 milljónum í fyrra.

Hagstæð verð á mörkuðum skiluðu félaginu 2 miljónir evra í rekstrarhagnað án skatts og fjármagnsliða (EBIT) eða 0,28 evrur á hvert framleitt kíló á fjórða ársfjórðungi 2024. Það er veruleg hækkun frá sama ársfjórðungi 2023 þegar rekstrarhagnaðurinn var 1,4 milljónir evra og 0,22 evrur á hvert framleitt kíló.

Heildarframleiðsla ársins 2024 var 11,8 þúsund tonn en var 17,9 þúsund tonn árið 2023. Þá voru rekstrartekjur síðasta árs 101,4 milljónir evra sem er rúmlega 38% minni rekstrartekjur en árið 2023.

Gert er ráð fyrir að Arnarlax framleiði 15 þúsund tonn á yfirstandandi ári. Jafnframt er áfram unnið að því að tryggja leyfi til tíu þúsund tonna eldi í Ísafjarðardjúpi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 31.3.25 502,10 kr/kg
Þorskur, slægður 31.3.25 695,28 kr/kg
Ýsa, óslægð 31.3.25 417,21 kr/kg
Ýsa, slægð 31.3.25 312,92 kr/kg
Ufsi, óslægður 31.3.25 170,64 kr/kg
Ufsi, slægður 31.3.25 228,61 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 19.3.25 11,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 17.3.25 188,00 kr/kg
Gullkarfi 31.3.25 262,06 kr/kg

Fleiri tegundir »

31.3.25 Geir ÞH 150 Dragnót
Skarkoli 1.709 kg
Þorskur 588 kg
Steinbítur 453 kg
Ýsa 172 kg
Sandkoli 41 kg
Þykkvalúra 26 kg
Samtals 2.989 kg
31.3.25 Tjálfi SU 63 Þorskfisknet
Þorskur 3.545 kg
Samtals 3.545 kg
31.3.25 Háey I ÞH 295 Lína
Þorskur 1.208 kg
Steinbítur 605 kg
Keila 195 kg
Hlýri 90 kg
Ýsa 19 kg
Ufsi 13 kg
Skarkoli 5 kg
Karfi 2 kg
Samtals 2.137 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 31.3.25 502,10 kr/kg
Þorskur, slægður 31.3.25 695,28 kr/kg
Ýsa, óslægð 31.3.25 417,21 kr/kg
Ýsa, slægð 31.3.25 312,92 kr/kg
Ufsi, óslægður 31.3.25 170,64 kr/kg
Ufsi, slægður 31.3.25 228,61 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 19.3.25 11,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 17.3.25 188,00 kr/kg
Gullkarfi 31.3.25 262,06 kr/kg

Fleiri tegundir »

31.3.25 Geir ÞH 150 Dragnót
Skarkoli 1.709 kg
Þorskur 588 kg
Steinbítur 453 kg
Ýsa 172 kg
Sandkoli 41 kg
Þykkvalúra 26 kg
Samtals 2.989 kg
31.3.25 Tjálfi SU 63 Þorskfisknet
Þorskur 3.545 kg
Samtals 3.545 kg
31.3.25 Háey I ÞH 295 Lína
Þorskur 1.208 kg
Steinbítur 605 kg
Keila 195 kg
Hlýri 90 kg
Ýsa 19 kg
Ufsi 13 kg
Skarkoli 5 kg
Karfi 2 kg
Samtals 2.137 kg

Skoða allar landanir »