Strandveiðar til umræðu á þingi

Sérstök umræða var um strandveiða rá Alþingi í dag. Mynd …
Sérstök umræða var um strandveiða rá Alþingi í dag. Mynd úr safni. mbl.is/Karítas

Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokks, hóf á Alþingi í dag sérstaka umræðu um strandveiðar og tekjur hins opinbera af sjávarútvegi. spurði hann fjármálaráðherra Daða Má Kristófersson hvort til stæði að skoða í víðu samhengi efnahagsleg áhrif af áformum ríkisstjórnarinnar um að tryggja öllum strandveiðibátum 48 veiðidaga. 

Lagði Vilhjálmur áherslu á að hann væri ekki andvígur strandveiðum heldur velti því upp hvort væri ábyrgt að auka hlut strandveiða án þess að rýnt sé í það hvort markmiðum strandveiða hafi verið náð. 

Kom fram í máli Daða Más fjármálaráðherra að meðalaldur strandveiðisjómanna væri yfir sextugt og miðgildi aldursbilsins 57 ára. Auk þess sem nefnt var að margir þeirra hefðu rekið útgerð áður. 

Á móti hafði mat á byggðafestuáhrifum af ýmsum verkfærum ríkisins sýnt að línuívilnun og strandveiðar hefði jákvæðustu áhrifin. Vakti Daði Már einnig athygli á því að þó afkoma strandveiðibáta væri minni á hvert veitt kíló væri þó jákvæð afkoma. Íslenskar trillur væru ekki ríkisstyrktar þó erlend ríki niðurgreiði togaraflota sinn. „Það eigum við að vera stolt af,“ sagði hann.

Of lítið vitað um áformin

Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins, sagði ekki er gagnlegt að eiga umræðu um strandveiðar fyrr en ríkisstjórnin sýni á spilin og upplýsi af hverjum aflaheimildaaukning strandveiða verða tekin. 

Einnig þyrfti að greina hvort það væri raunverulega hægt að standa við loforð ríkisstjórnarinnar um 48 strandveiðidaga nú í sumar í ljósi þess að búið væri að úthluta aflaheimildum fiskveiðiársins 2024/2025. Þá hafi ekki verið kortlögðáhrifin á tekjur sveitarfélaga og ríkissjóð og áhrifin á atvinnugreinina í heild ef það á að auka heimildir til strandveiða með því að hafa aflaheimildir af öðrum útgerðum. 

Undir þessi sjónarmið tók Þórarinn Ingi Pétursson, þingmaður Framsóknarflokks, sem sagðist bíða spenntur eftir því að sjá hvernig þetta eigi að fara fram. „Eigum við bara að horfa til þess að nýta daga? Eigum við ekki að horfa til þess að nýta fiskinn þegar hann er verðmætastur? Fiskurinn sem dreginn er á fyrstu vikum tímabilsins er ekki boðleg vara til nýtingar,“ sagði hann.

Kvaðst Þórarinn Ingi alls ekki mótfallinn strandveiðum en hvatti til þess að sýnd yrði varfærni í stórfelldum breytingum á fiskveiðistjórnuninni. 

Þingmenn meirihlutans bentu þó á að meirihluti almennings í landinu sé á því máli að hlutur strandveiða verði aukinn og að veiðunum fylgdu margvísleg jákvæð áhrif. 

Stefna ríkisstjórnarinnar um að tryggja strandveiðibátum 48 veiðidaga er jafnframt svar við ákalli strandveiðisjómanna um aukinn sveigjanleika til að bæta öryggi þeirra, saðiKristján Þórður Snæbjarnarsonþingmaður Samfylkingarinnar. 

Sagði hann að með því að tryggja bátunum 48 veiðidaga væri búið að draga úr freistingu til að róa þegar vont er í sjóinn.  Það síðasta sem við viljum er að menn leggi sig í hættu 

Þjóðhagslega hagkvæmar veiðar

„Strandveiðarnar hafa sýnt og sannað að þær séu þjóðhagslega hagkvæmar. Þær séu mikilvægar í þeim sjávarbyggðum víða á landinu sérstaklega í þeim sjávarplássum sem hafa orðið af aflaheimildum,“ sagði Lilja Rafney Magnúsdóttir, þingmaður Flokks fólksins. 

Benti hún á að heimamenn sem aðrir fá að róa án þess að greiða útgerðum háar fjárhæðir fyrir kvóta auk þess sem skapist fjöldi afleiddra starfa í verslun, á verkstæðum og í höfnum. Þá séu strandveiðar einnig umhverfisvænni veiðar en þær sem stundaðar eru með botndrægum veiðarfærum. 

Eydís Ásbjörnsdóttir þingmaður Samfylkingarinnar vakti athygli á því að fjölmargir þeir sem stunda strandveiðar á svæði A, Vestfjörðum, búi ekki á svæðinu og því sé ekki hægt að draga þá ályktun að kerfið hafi skilað nægilegum árangri í að tryggja byggðafestu. 

Við endurskoðun á kerfinu væri því mikilvægast að tryggja jafnræði milli svæða og vísaði hún til þess að mikið af heimildum strandveiða er u þegar nýttarþegar fiskurinn er að ganga á miðin út af Norður- og Austurlandi. 

Atvinnuróg?

Jón Gunnarsson þimgmaður Sjálfstæðisflokks tók til máls og vakti athygli á því að á þingi árin 2009-2013 hafi náðst sátt um að 5,3% af aflaheimildum yrði ráðstafað í félagslegt kerfi. Þetta átti að skapa sátt og fyrirsjáanleika. Þá hafi verið litið framhjá ákvæðum laga um hagkvæma nýtingu auðlindarinnar til að ná sáttum. 

Sagði hann fjölmargar skýrslur og úttektir hafa sýnt að strandveiðar væru ekki hagkvæmar, meðal annars skýrsla sem Daði Már hafi verið höfundur að.

Óhætt er að segja að Sigurjón Þórðarson, þingmaður Flokks fólksins, hafi ekki verið sáttur með þau atriði sem Jón og Vilhjálmur nefndu í ræðum sínum og sakaði hann Sjálfstæðisflokkinn um atvinnuróg. Hefðu þeir talað niður þá sem stunda strandveiðar með því að vekja athygli á því að þeir sem stundi veiðarnar komi margir hverjir af höfuðborgarsvæðinu. 

„Spurningin er ekki hvort við séum með eða á móti strandveiðum, heldur hvort markmiðinu með strandveiðunum hafi verið náð,“ svaraði Vilhjálmur þá. 

Benti hann á að hugmyndin hafi verið að skapa leið fyrir ungt fólk sem ekki hafi stundað útgerð til að hefja slíka starfsemi.Það er eitt af markmiðunum,erum við að ná því markmiði?Byggðafestu?Þjóðin segist líka vilja fá meira fyrir fiskinn sem hún á, fær hún mest af auðlindinni í gegnum strandveiðar?“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 20.2.25 571,35 kr/kg
Þorskur, slægður 20.2.25 742,24 kr/kg
Ýsa, óslægð 20.2.25 312,95 kr/kg
Ýsa, slægð 20.2.25 339,46 kr/kg
Ufsi, óslægður 20.2.25 227,70 kr/kg
Ufsi, slægður 20.2.25 310,71 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 30.1.25 16,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 19.2.25 170,00 kr/kg
Gullkarfi 20.2.25 331,47 kr/kg

Fleiri tegundir »

20.2.25 Hafborg EA 152 Þorskfisknet
Þorskur 12.832 kg
Ýsa 119 kg
Samtals 12.951 kg
20.2.25 Sóley ÞH 28 Grásleppunet
Grásleppa 723 kg
Þorskur 68 kg
Samtals 791 kg
20.2.25 Fengsæll HU 56 Landbeitt lína
Þorskur 614 kg
Ýsa 190 kg
Steinbítur 126 kg
Samtals 930 kg
20.2.25 Haförn ÞH 26 Dragnót
Ýsa 1.028 kg
Þorskur 670 kg
Steinbítur 541 kg
Skarkoli 272 kg
Ufsi 240 kg
Sandkoli 135 kg
Hlýri 25 kg
Samtals 2.911 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 20.2.25 571,35 kr/kg
Þorskur, slægður 20.2.25 742,24 kr/kg
Ýsa, óslægð 20.2.25 312,95 kr/kg
Ýsa, slægð 20.2.25 339,46 kr/kg
Ufsi, óslægður 20.2.25 227,70 kr/kg
Ufsi, slægður 20.2.25 310,71 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 30.1.25 16,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 19.2.25 170,00 kr/kg
Gullkarfi 20.2.25 331,47 kr/kg

Fleiri tegundir »

20.2.25 Hafborg EA 152 Þorskfisknet
Þorskur 12.832 kg
Ýsa 119 kg
Samtals 12.951 kg
20.2.25 Sóley ÞH 28 Grásleppunet
Grásleppa 723 kg
Þorskur 68 kg
Samtals 791 kg
20.2.25 Fengsæll HU 56 Landbeitt lína
Þorskur 614 kg
Ýsa 190 kg
Steinbítur 126 kg
Samtals 930 kg
20.2.25 Haförn ÞH 26 Dragnót
Ýsa 1.028 kg
Þorskur 670 kg
Steinbítur 541 kg
Skarkoli 272 kg
Ufsi 240 kg
Sandkoli 135 kg
Hlýri 25 kg
Samtals 2.911 kg

Skoða allar landanir »