492 þúsund tonn frá upphafi stríðs

Ursula von der Leyen forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. Aðildarríki sambandsins hafa …
Ursula von der Leyen forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. Aðildarríki sambandsins hafa keypt um hálfa milljón tonna af rússnesku sjávarfangi frá upphafi innrásarinnar í Úkraínu. AFP

Innrásarstríð Rússa í Úkraínu hefur haft lítil áhrif á vilja evrópskra vinnsla til að stunda viðskipti með rússneskt sjávarfang, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Í gagnagrunni markaðseftirlitsstofnunar Evrópu fyrir sjávar- og fiskeldisafurðir (EUMOFA) má sjá að ríki Evrópusambandsins hafa frá upphafi innrásar Rússa í Úkraínu í lok febrúar 2022 flutt inn að minnsta kosti 492.294 tonn af rússnesku sjávarfangi frá Rússlandi, þar af eru þorskafurðir 45,6% og afurðir úr alaskaufsa 42,5%. Stór hluti þessa afurða er fiskur sem er unninn í ríkjum Evrópusambandsins.

Verðmæti viðskiptanna var 2.189,3 milljónir evra, jafnvirði um 322 milljarða íslenskra króna, á tímabilinu mars 2022 til og með september 2024, ekki hafa verið birt nýrri gögn en það.

Helstu kaupendur rússneskra sjávarafurða á tímabilinu mars 2022 til og með september 2024 voru Hollendingar sem fluttu inn 142 þúsund tonn að verðmæti 693,5 milljónir evra. Á eftir fylgja Þjóðverjar með 96 þúsund tonn, svo Pólverjar með 77,9 þúsund tonn. Þá fluttu Frakkar inn tæplega 66 þúsund tonn af rússneskum sjávarafurðum á tímabilinu. Í þessum ríkjum eru ekki aðeins stórir markaðir fyrir afurðirnar heldur eru þar einnig stór fiskvinnslustarfsemi.

Vert er að geta þess að Evrópusambandsríkin kaupa einnig rússneskt fjávarfang í gegnum Kína. Hafa Kínverjar selt aðildarríkjum Evrópusambandsins um 350 þúsund tonn af alaskaufsa, en megnið af þessum fiski er talinn eiga uppruna sinn í rússlandi.

Fjallað var meðal annars um það á síðasta ári.

Breyttir tollar

Undanfarið hafa Norðmenn sætt harðri gagnrýni af hálfu evrópskra útgerða og fiskframleiðenda fyrir innflutning sinn á rússneskum fiski til vinnslu þar í landi sem síðan er seldur á Evrópumarkaði.

Fyrsta janúar 2024 tóku gildi útflutningstollar á sjávarafurðir í Rússlandi til að fjármagna stríðsreksturinn í Úkraínu. Samhliða innleiddi Evrópusambandið 13% innflutningstoll á rússneskar sjávarafurðir sem lið í efnahagsaðgerðum gegn Rússlandi. Glufa hefur hins vegar verið fyrir rússneskt sjávarfang inn á Evrópumarkað í gegnum Noreg þar sem fiskveiðisamningar Norðmanna og Rússa heimila rússneskum skipum að landa afla í Noregi tollfrjálst, svo er heldur enginn tollur á afurðir sem fluttar eru frá Noregi til Evrópusambandsins.

Umfjöllunina má lesa í heild sinni í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 21.2.25 597,00 kr/kg
Þorskur, slægður 21.2.25 586,41 kr/kg
Ýsa, óslægð 21.2.25 315,37 kr/kg
Ýsa, slægð 21.2.25 304,60 kr/kg
Ufsi, óslægður 21.2.25 218,52 kr/kg
Ufsi, slægður 21.2.25 271,15 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 30.1.25 16,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 19.2.25 170,00 kr/kg
Gullkarfi 21.2.25 319,38 kr/kg

Fleiri tegundir »

21.2.25 Konráð EA 190 Grásleppunet
Grásleppa 1.084 kg
Rauðmagi 131 kg
Samtals 1.215 kg
21.2.25 Sæþór EA 101 Grásleppunet
Grásleppa 1.171 kg
Þorskur 504 kg
Skarkoli 104 kg
Rauðmagi 49 kg
Steinbítur 12 kg
Samtals 1.840 kg
21.2.25 Hafborg EA 152 Þorskfisknet
Þorskur 7.051 kg
Grásleppa 63 kg
Ýsa 50 kg
Karfi 35 kg
Ufsi 25 kg
Skarkoli 22 kg
Steinbítur 18 kg
Samtals 7.264 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 21.2.25 597,00 kr/kg
Þorskur, slægður 21.2.25 586,41 kr/kg
Ýsa, óslægð 21.2.25 315,37 kr/kg
Ýsa, slægð 21.2.25 304,60 kr/kg
Ufsi, óslægður 21.2.25 218,52 kr/kg
Ufsi, slægður 21.2.25 271,15 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 30.1.25 16,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 19.2.25 170,00 kr/kg
Gullkarfi 21.2.25 319,38 kr/kg

Fleiri tegundir »

21.2.25 Konráð EA 190 Grásleppunet
Grásleppa 1.084 kg
Rauðmagi 131 kg
Samtals 1.215 kg
21.2.25 Sæþór EA 101 Grásleppunet
Grásleppa 1.171 kg
Þorskur 504 kg
Skarkoli 104 kg
Rauðmagi 49 kg
Steinbítur 12 kg
Samtals 1.840 kg
21.2.25 Hafborg EA 152 Þorskfisknet
Þorskur 7.051 kg
Grásleppa 63 kg
Ýsa 50 kg
Karfi 35 kg
Ufsi 25 kg
Skarkoli 22 kg
Steinbítur 18 kg
Samtals 7.264 kg

Skoða allar landanir »