Mótmæla harðlega skerðingu byggðakvóta

Sjávarútvegurinn er fyrirferðamikill þáttur í atvinnulífi Dalvíkurbyggðar.
Sjávarútvegurinn er fyrirferðamikill þáttur í atvinnulífi Dalvíkurbyggðar. mbl.is

Sveitarstjórn Dalvíkurbyggðar mótmælir harðlega skerðingu á úthlutun byggðakvóta til byggðalaga innan sveitarfélagsins. Hefur hún falið sveitarstjóra að óska eftir frekari skýringum og veitt honum heimild til að undirbúa kvörtun til umboðsmanns Alþingis fáist ekki fullnægjandi skýringar á skerðingunni.

Þetta kemur fram í fundargerð sveitarstjórnarinnar frá fundi hennar 1. febrúar síðastliðnum.

Þar er vakin athygli á því að skerðingin nemur 151 tonni milli ára og að mesta skerðingin sé á Árskógssandi þar sem byggðakvótinn fer úr 165 tonnum í 58 og skerðingin þar því um 107 tonn. Þá er byggðakvóti til Dalvíkur skertur um 44 tonn, úr 65 í 21, en byggðakvóti Hauganess helst óbreyttur í 15 tonnum.

Greint er frá því að sveitarstjóri Dalvíkurbyggðar hafi með bréfi 5. febrúar síðastliðinn gert alvarlega athugasemd við úthlutun byggðakvóta til sveitarfélagsins og byggðarlaga innan þess.

Sérstök athugasemd var gerð við 107 tonna skerðingu byggðakvóta til Árskógssands og vísað til þess að í gildandi reglugerð um úthlutun byggðakvóta til byggðarlaga á fiskveiðiárinu 2024/2025 segir:

Þegar reiknaður hefur verið út hlutur einstakra byggðarlaga samkvæmt A-lið hér að framan, skal hlutur byggðarlaga með færri íbúa en 400 og sem úthlutað var aflaheimildum á fiskveiðiárinu 2023/2024, og eiga rétt til úthlutunar fiskveiðiárið 2024/2025, leiðréttur þannig að ekkert þeirra lækki um meira en 15 þorskígildistonn, milli fiskveiðiáranna 2023/2024 og 2024/2025.

Fullyrðir sveitarstjórn að samkvæmt reglugerðinni hefði Árskógssandur átt að vera úthlutað 150 tonna byggðakvóta hið minnsta.

Sveitarstjóra er hér með falið að ganga á eftir svörum og rökstuðningi fyrir úthlutun til byggðalaga innan Dalvíkurbyggðar. Ef ekki berast svör eða óásættanleg röksemdafærsla ber sveitarstjóra að undirbúa kvörtun til umboðsmanns Alþingis, segir í ályktun sveitarstjórnar Dalvíkurbyggðar sem samþykkt var samhljóma með sjö atkvæðum.

Útgerðarstarfsemi á Árskógssandi verður töluvert minni á komandi árum en verið hefur. Helsta útgerðarfyrirtæki þar var selt í janúar.

Tilmæli til ríkisstjórnar

Samhliða ályktuninni um byggðakvótann var einnig samþykkt álykt um sjávarútvegsmál almennt og beinir sveitarstjórn Dalvíkurbyggðar “þeim eindregnu tilmælum til ríkisstjórnarinnar að fram fari heildstætt mat ákvarðana sem varða sjávarútveginn, þannig að tekið verði fullt tillit til hagsmuna íbúa, sveitarfélagsins og samfélagsins alls við slíka ákvarðanatöku.”

Þá segir að “sjávarútvegur er og hefur verið burðarrás atvinnulífsins í Dalvíkurbyggð og því hafa sveitarfélagið, íbúar og fyrirtæki á svæðinu ríka hagsmuni af því að atvinnugreinin dafni vel. Í Dalvíkurbyggð er unnið allan ársins hring að því að skila hágæða hráefni og eftirsóttri matvöru í verslanir og veitingastaði um heim allan.”

Bent er á að fjölmörg fyrirtæki í sveitarfélaginu reiði sig á verkefni sem tengjast starfsemi sjávarútvegsfyrirtækja. “Sú mikla uppbygging sem átt hefur sér stað í sjávarútvegi í Dalvíkurbyggð hefur leitt til þess að sveitarfélagið er í dag þekkt víða um heim sem framsækið þekkingarsetur í haftengdri starfsemi. Útsvarstekjur Dalvíkurbyggðar eru því miklar vegna sjávarútvegs, auk hafnargjalda og ýmissa þjónustutekna.”

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 21.2.25 597,00 kr/kg
Þorskur, slægður 21.2.25 586,41 kr/kg
Ýsa, óslægð 21.2.25 315,37 kr/kg
Ýsa, slægð 21.2.25 304,60 kr/kg
Ufsi, óslægður 21.2.25 218,52 kr/kg
Ufsi, slægður 21.2.25 271,15 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 30.1.25 16,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 19.2.25 170,00 kr/kg
Gullkarfi 21.2.25 319,38 kr/kg

Fleiri tegundir »

21.2.25 Konráð EA 190 Grásleppunet
Grásleppa 1.084 kg
Rauðmagi 131 kg
Samtals 1.215 kg
21.2.25 Sæþór EA 101 Grásleppunet
Grásleppa 1.171 kg
Þorskur 504 kg
Skarkoli 104 kg
Rauðmagi 49 kg
Steinbítur 12 kg
Samtals 1.840 kg
21.2.25 Hafborg EA 152 Þorskfisknet
Þorskur 7.051 kg
Grásleppa 63 kg
Ýsa 50 kg
Karfi 35 kg
Ufsi 25 kg
Skarkoli 22 kg
Steinbítur 18 kg
Samtals 7.264 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 21.2.25 597,00 kr/kg
Þorskur, slægður 21.2.25 586,41 kr/kg
Ýsa, óslægð 21.2.25 315,37 kr/kg
Ýsa, slægð 21.2.25 304,60 kr/kg
Ufsi, óslægður 21.2.25 218,52 kr/kg
Ufsi, slægður 21.2.25 271,15 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 30.1.25 16,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 19.2.25 170,00 kr/kg
Gullkarfi 21.2.25 319,38 kr/kg

Fleiri tegundir »

21.2.25 Konráð EA 190 Grásleppunet
Grásleppa 1.084 kg
Rauðmagi 131 kg
Samtals 1.215 kg
21.2.25 Sæþór EA 101 Grásleppunet
Grásleppa 1.171 kg
Þorskur 504 kg
Skarkoli 104 kg
Rauðmagi 49 kg
Steinbítur 12 kg
Samtals 1.840 kg
21.2.25 Hafborg EA 152 Þorskfisknet
Þorskur 7.051 kg
Grásleppa 63 kg
Ýsa 50 kg
Karfi 35 kg
Ufsi 25 kg
Skarkoli 22 kg
Steinbítur 18 kg
Samtals 7.264 kg

Skoða allar landanir »