Fulltrúar loðnuútgerða hafa fundað í dag og hefur verið til umræðu að efna til frekari loðnuleitar. Þetta upplýsir Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson (Binni), framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar í Vestmannaeyjum, í samtali við 200 mílur.
Stutt er til stefnu því langt er gengið á vertíðartímabilið. „Loðnan er komin að Reykjanesi og eftir ekki marga daga er hún komin í hrogn. Við ætlum að funda aftur í fyrramálið,“ segir hann.
Hafrannsóknastofnun tilkynnti í dag endurskoðaða loðnuráðgjöf í kjölfar febrúarmælingar og leggur stofnunin til að heimilað verði að veiða 8.589 tonn.
Binni segir uppsjávarútgerðirnar mjög ánægðar með samstarfið við Hafrannsóknastofnun hingað til og hrósar starfsmönnum stofnunar fyrir greinargóða kynningu á niðurstöðum leiðangra hverju sinni.
Þá sé jákvætt að það verði gefinn út einhver loðnukvóti að sögn Binna sem kveðst fagna því að loðnuleiðangrar hafi sýnt að hrygningarstofninn sé á miðunum við landið.
„Það sem við erum að hugsa um núna er að halda mörkuðunum í Japan og Asíu lifandi. Við gætum gert mjög mikið til þess að halda þeim með með 40 til 50 þúsund tonnum.“
Hann segir ekki skort á hrognum, nægar birgðir séu til, en mikill skortur sé á hrygnu og hæng, sérstaklega fyrir austurevrópska markaði.
Afurð | Dags. | Meðalverð |
---|---|---|
Þorskur, óslægður | 21.2.25 | 597,00 kr/kg |
Þorskur, slægður | 21.2.25 | 586,41 kr/kg |
Ýsa, óslægð | 21.2.25 | 315,37 kr/kg |
Ýsa, slægð | 21.2.25 | 304,60 kr/kg |
Ufsi, óslægður | 21.2.25 | 218,52 kr/kg |
Ufsi, slægður | 21.2.25 | 271,15 kr/kg |
Undirmálsufsi, óslægður | 30.1.25 | 16,00 kr/kg |
Undirmálsufsi, slægður | 21.1.25 | 249,00 kr/kg |
Djúpkarfi | 19.2.25 | 170,00 kr/kg |
Gullkarfi | 21.2.25 | 319,38 kr/kg |
21.2.25 Konráð EA 190 Grásleppunet | |
---|---|
Grásleppa | 1.084 kg |
Rauðmagi | 131 kg |
Samtals | 1.215 kg |
21.2.25 Sæþór EA 101 Grásleppunet | |
---|---|
Grásleppa | 1.171 kg |
Þorskur | 504 kg |
Skarkoli | 104 kg |
Rauðmagi | 49 kg |
Steinbítur | 12 kg |
Samtals | 1.840 kg |
21.2.25 Hafborg EA 152 Þorskfisknet | |
---|---|
Þorskur | 7.051 kg |
Grásleppa | 63 kg |
Ýsa | 50 kg |
Karfi | 35 kg |
Ufsi | 25 kg |
Skarkoli | 22 kg |
Steinbítur | 18 kg |
Samtals | 7.264 kg |
Afurð | Dags. | Meðalverð |
---|---|---|
Þorskur, óslægður | 21.2.25 | 597,00 kr/kg |
Þorskur, slægður | 21.2.25 | 586,41 kr/kg |
Ýsa, óslægð | 21.2.25 | 315,37 kr/kg |
Ýsa, slægð | 21.2.25 | 304,60 kr/kg |
Ufsi, óslægður | 21.2.25 | 218,52 kr/kg |
Ufsi, slægður | 21.2.25 | 271,15 kr/kg |
Undirmálsufsi, óslægður | 30.1.25 | 16,00 kr/kg |
Undirmálsufsi, slægður | 21.1.25 | 249,00 kr/kg |
Djúpkarfi | 19.2.25 | 170,00 kr/kg |
Gullkarfi | 21.2.25 | 319,38 kr/kg |
21.2.25 Konráð EA 190 Grásleppunet | |
---|---|
Grásleppa | 1.084 kg |
Rauðmagi | 131 kg |
Samtals | 1.215 kg |
21.2.25 Sæþór EA 101 Grásleppunet | |
---|---|
Grásleppa | 1.171 kg |
Þorskur | 504 kg |
Skarkoli | 104 kg |
Rauðmagi | 49 kg |
Steinbítur | 12 kg |
Samtals | 1.840 kg |
21.2.25 Hafborg EA 152 Þorskfisknet | |
---|---|
Þorskur | 7.051 kg |
Grásleppa | 63 kg |
Ýsa | 50 kg |
Karfi | 35 kg |
Ufsi | 25 kg |
Skarkoli | 22 kg |
Steinbítur | 18 kg |
Samtals | 7.264 kg |