Tonn af rússneskum ýsuflökum til Íslands

Ekki vantar ýsu á Íslandi, en enhver flutti inn rúmt …
Ekki vantar ýsu á Íslandi, en enhver flutti inn rúmt tonn af frystum rússneskum ýsuflökum í fyrra. Þorgeir Baldursson

Í júní á síðasta ári voru flutt inn 1.185 kíló af rússneskri ýsu til Íslands, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag. Verðmæti ýsunnar var 5.380 evrur eða 792.420 íslenskar krónur, sem gerir 668,7 krónur á hvert kíló. Samkvæmt skráningu Hagstofu Íslands er um að ræða landfryst, millilögð eða lausfryst ýsuflök.

Það er afar sjaldgæft að flutt sé inn sjávarfang frá Rússlandi til Íslands, sérstaklega unnar vörur. Á árum áður var töluvert af rækju flutt inn til vinnslu á Íslandi, en ekki er vitað til þess að mikil eftirspurn hafi verið eftir ýsu hér á landi, sérstaklega í ljósi stórfelldrar aukningar í útgáfu ýsukvóta síðustu ár.

Útgefinn ýsukvóti á yfirstandandi fiskveiðiári er meira en 76 þúsund tonn, en hann hefur aukist jafnt og þétt ár frá ári frá fiskveiðiárinu 2019/2020 þegar hann var tæp 42 þúsund tonn.

Þúsund krónur á kíló

Ekki er óheimilt að flytja inn rússneskt sjávarfang en rússneskum skipumer ekki heimilt að landa eða umskipa hér á landi. Í ljósi þess að fram kemur að um landfryst flök sé að ræða eru líkur á því að fiskurinn kann að hafa verið landaður í Noregi áður en hann var fluttur til Íslands.

Í skráningu Hagstofunnar er að finna tollverð, svokallað CIF-verð, sem felur í sér kaupverð vörunnar auk flutningskostnaðar, tryggingakostnaðar og alls annars kostnaðar sem leggst á verð vörunnar erlendis og á leið til landsins. Er CIF-verð gefið upp sem 1.234.895 krónur sem gera 1.042 krónur á kíló.

Ekki hefur fengist upplýst hver hafi staðið að umræddum innflutningi eða í hvaða tilgangi.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 21.2.25 596,73 kr/kg
Þorskur, slægður 21.2.25 590,29 kr/kg
Ýsa, óslægð 21.2.25 315,37 kr/kg
Ýsa, slægð 21.2.25 304,60 kr/kg
Ufsi, óslægður 21.2.25 218,52 kr/kg
Ufsi, slægður 21.2.25 271,15 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 30.1.25 16,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 19.2.25 170,00 kr/kg
Gullkarfi 21.2.25 319,38 kr/kg

Fleiri tegundir »

21.2.25 Konráð EA 190 Grásleppunet
Grásleppa 1.084 kg
Rauðmagi 131 kg
Samtals 1.215 kg
21.2.25 Háey I ÞH 295 Lína
Hlýri 383 kg
Þorskur 282 kg
Keila 93 kg
Karfi 48 kg
Langa 25 kg
Ýsa 19 kg
Steinbítur 15 kg
Samtals 865 kg
21.2.25 Sæþór EA 101 Grásleppunet
Grásleppa 1.171 kg
Þorskur 504 kg
Skarkoli 104 kg
Rauðmagi 49 kg
Steinbítur 12 kg
Samtals 1.840 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 21.2.25 596,73 kr/kg
Þorskur, slægður 21.2.25 590,29 kr/kg
Ýsa, óslægð 21.2.25 315,37 kr/kg
Ýsa, slægð 21.2.25 304,60 kr/kg
Ufsi, óslægður 21.2.25 218,52 kr/kg
Ufsi, slægður 21.2.25 271,15 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 30.1.25 16,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 19.2.25 170,00 kr/kg
Gullkarfi 21.2.25 319,38 kr/kg

Fleiri tegundir »

21.2.25 Konráð EA 190 Grásleppunet
Grásleppa 1.084 kg
Rauðmagi 131 kg
Samtals 1.215 kg
21.2.25 Háey I ÞH 295 Lína
Hlýri 383 kg
Þorskur 282 kg
Keila 93 kg
Karfi 48 kg
Langa 25 kg
Ýsa 19 kg
Steinbítur 15 kg
Samtals 865 kg
21.2.25 Sæþór EA 101 Grásleppunet
Grásleppa 1.171 kg
Þorskur 504 kg
Skarkoli 104 kg
Rauðmagi 49 kg
Steinbítur 12 kg
Samtals 1.840 kg

Skoða allar landanir »