Vetrarvertíðin í Ólafsvík fer vel af stað

Vænum þorskafla landað.
Vænum þorskafla landað. Morgunblaðið/Alfons Finnsson

Góð veiði hefur verið að undanförnu hjá bátum sem gerðir eru út frá höfnum Snæfellsbæjar og landburður hefur verið af ljómandi fínum vertíðarfiski. Á föstudag í síðustu viku fiskuðu skipverjar á Bárði SH 81 rétt tæp 80 tonn og voru netin svo bunkuð að tvær landanir þurfti. Í hinni fyrri var komið með um 48 tonn í land og rúm 32 í þeirri síðari, að því er segir í Morgunblaðinu í dag.

„Gangurinn í þessu er góður núna. Fyrir nokkrum dögum kom stór síldarganga hingað inn á Breiðafjörðinn og þorskurinn var á sömu slóð. Þessu fylgdi svo að síldinni, sem var alveg upp við fjöru, fylgdi mikið af hval; bæði háhyrningar og stórhveli sem eru sjaldséð hér,“ segir Pétur Pétursson, útgerðarmaður og skipstjóri á Bárði.

Umfjöllunina má lesa í heild sinni í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 21.2.25 597,00 kr/kg
Þorskur, slægður 21.2.25 586,41 kr/kg
Ýsa, óslægð 21.2.25 315,37 kr/kg
Ýsa, slægð 21.2.25 304,60 kr/kg
Ufsi, óslægður 21.2.25 218,52 kr/kg
Ufsi, slægður 21.2.25 271,15 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 30.1.25 16,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 19.2.25 170,00 kr/kg
Gullkarfi 21.2.25 319,38 kr/kg

Fleiri tegundir »

21.2.25 Konráð EA 190 Grásleppunet
Grásleppa 1.084 kg
Rauðmagi 131 kg
Samtals 1.215 kg
21.2.25 Sæþór EA 101 Grásleppunet
Grásleppa 1.171 kg
Þorskur 504 kg
Skarkoli 104 kg
Rauðmagi 49 kg
Steinbítur 12 kg
Samtals 1.840 kg
21.2.25 Hafborg EA 152 Þorskfisknet
Þorskur 7.051 kg
Grásleppa 63 kg
Ýsa 50 kg
Karfi 35 kg
Ufsi 25 kg
Skarkoli 22 kg
Steinbítur 18 kg
Samtals 7.264 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 21.2.25 597,00 kr/kg
Þorskur, slægður 21.2.25 586,41 kr/kg
Ýsa, óslægð 21.2.25 315,37 kr/kg
Ýsa, slægð 21.2.25 304,60 kr/kg
Ufsi, óslægður 21.2.25 218,52 kr/kg
Ufsi, slægður 21.2.25 271,15 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 30.1.25 16,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 19.2.25 170,00 kr/kg
Gullkarfi 21.2.25 319,38 kr/kg

Fleiri tegundir »

21.2.25 Konráð EA 190 Grásleppunet
Grásleppa 1.084 kg
Rauðmagi 131 kg
Samtals 1.215 kg
21.2.25 Sæþór EA 101 Grásleppunet
Grásleppa 1.171 kg
Þorskur 504 kg
Skarkoli 104 kg
Rauðmagi 49 kg
Steinbítur 12 kg
Samtals 1.840 kg
21.2.25 Hafborg EA 152 Þorskfisknet
Þorskur 7.051 kg
Grásleppa 63 kg
Ýsa 50 kg
Karfi 35 kg
Ufsi 25 kg
Skarkoli 22 kg
Steinbítur 18 kg
Samtals 7.264 kg

Skoða allar landanir »