Innheimtar voru 1.471 milljón af fiskeldisfyrirtækjum landsins á síðasta ári vegna sérstaks gjalds á fiskeldi í sjó. Þetta upplýsir Fiskistofa í svari við fyrirspurn 200 mílna.
Fiskeldifyrirtækið Kaldvík á Austfjörðum greiddi mest eða rúmar 578 milljónir króna. Á eftir fylgir Arnarlax með tæplega 442 milljónir króna.
Frá því að byrjað var að innheimta sérstakt gjald af sjókvíaeldi 1. janúar 2020 hafa fiskeldisfyrirtækin greitt tæpar 2.760 milljónir króna vegna innheimtunnar, sem þýðir að ríflega 53% eldisgjalds frá upphafi hafi verið innheimt á síðastaári.
Tvennt veldur þessari hækkun, annars vegar er það árleg hækkun gjalds í samræmi við upphafleg ákvæði um innleiðingu gjaldsins á sjö árum og svo hækkun krónuupphæðar til grundvallar gjaldsins hins vegar — ákvörðun þess efnis var tekin 2023.
Síðastliðin áramót hækkaði gjald á sjókvíaeldi um 19%. Fór gjald á lax úr 37,8 krónum á kíló í 45,03 krónur og úr 18,9 krónum á kíló fyrir regnbogasilung í 22,52 krónur. Það má því gera ráð fyrir, verði framleiðsla á laxi eins í ár og í fyrra, að tekjur ríkissjóðs aukist verulega. Fiskeldisfyrirtækin gera þó mörg ráð fyrir að framleiðsla aukist á þessu ári og gæti því farið svo að gjald á sjókvíaeldi nái að skila ríkissjóði tveimur milljörðum króna.
Töluverður hluti tekna af gjaldtökunni er ráðstafað til Fiskeldissjóðs sem hefur það hlutverk að styrkja uppbyggingu innviða þar sem fiskeldi í sjókvíum er stundað og þar með samfélög og stoðir atvinnulífs á þeim svæðum.
Gjöld á sjókvíaeldi hafa hækkað um 2.300% frá því að þau voru fyrst innheimt.
Afurð | Dags. | Meðalverð |
---|---|---|
Þorskur, óslægður | 21.2.25 | 591,51 kr/kg |
Þorskur, slægður | 21.2.25 | 590,29 kr/kg |
Ýsa, óslægð | 21.2.25 | 317,33 kr/kg |
Ýsa, slægð | 21.2.25 | 304,60 kr/kg |
Ufsi, óslægður | 21.2.25 | 220,13 kr/kg |
Ufsi, slægður | 21.2.25 | 271,15 kr/kg |
Undirmálsufsi, óslægður | 30.1.25 | 16,00 kr/kg |
Undirmálsufsi, slægður | 21.1.25 | 249,00 kr/kg |
Djúpkarfi | 19.2.25 | 170,00 kr/kg |
Gullkarfi | 21.2.25 | 318,98 kr/kg |
21.2.25 Konráð EA 190 Grásleppunet | |
---|---|
Grásleppa | 1.084 kg |
Rauðmagi | 131 kg |
Samtals | 1.215 kg |
21.2.25 Háey I ÞH 295 Lína | |
---|---|
Hlýri | 383 kg |
Þorskur | 282 kg |
Keila | 93 kg |
Karfi | 48 kg |
Langa | 25 kg |
Ýsa | 19 kg |
Steinbítur | 15 kg |
Samtals | 865 kg |
21.2.25 Sæþór EA 101 Grásleppunet | |
---|---|
Grásleppa | 1.171 kg |
Þorskur | 504 kg |
Skarkoli | 104 kg |
Rauðmagi | 49 kg |
Steinbítur | 12 kg |
Samtals | 1.840 kg |
Afurð | Dags. | Meðalverð |
---|---|---|
Þorskur, óslægður | 21.2.25 | 591,51 kr/kg |
Þorskur, slægður | 21.2.25 | 590,29 kr/kg |
Ýsa, óslægð | 21.2.25 | 317,33 kr/kg |
Ýsa, slægð | 21.2.25 | 304,60 kr/kg |
Ufsi, óslægður | 21.2.25 | 220,13 kr/kg |
Ufsi, slægður | 21.2.25 | 271,15 kr/kg |
Undirmálsufsi, óslægður | 30.1.25 | 16,00 kr/kg |
Undirmálsufsi, slægður | 21.1.25 | 249,00 kr/kg |
Djúpkarfi | 19.2.25 | 170,00 kr/kg |
Gullkarfi | 21.2.25 | 318,98 kr/kg |
21.2.25 Konráð EA 190 Grásleppunet | |
---|---|
Grásleppa | 1.084 kg |
Rauðmagi | 131 kg |
Samtals | 1.215 kg |
21.2.25 Háey I ÞH 295 Lína | |
---|---|
Hlýri | 383 kg |
Þorskur | 282 kg |
Keila | 93 kg |
Karfi | 48 kg |
Langa | 25 kg |
Ýsa | 19 kg |
Steinbítur | 15 kg |
Samtals | 865 kg |
21.2.25 Sæþór EA 101 Grásleppunet | |
---|---|
Grásleppa | 1.171 kg |
Þorskur | 504 kg |
Skarkoli | 104 kg |
Rauðmagi | 49 kg |
Steinbítur | 12 kg |
Samtals | 1.840 kg |