Laxey heldur áfram að fjárfesta

Samið Ragnar Ingi Kristjánsson, Kristmann Kristmannsson og Jóhann Bæring Gunnarsson.
Samið Ragnar Ingi Kristjánsson, Kristmann Kristmannsson og Jóhann Bæring Gunnarsson.

Eyjamenn og Ísfirðingar hafa ákveðið að leggjast saman á árarnar við framleiðslu á eldislaxi í þeim skilningi að Laxey og Ístækni hafa gert með sér samstarfssamning, að því er segir í Morgunblaðinu í dag.

Forráðamenn fyrirtækjanna undirrituðu í vikunni samning um afhendingu á vinnslubúnaði fyrir sláturhús Laxeyjar í gæðaframleiðslu á landeldislaxi.

Laxey rekur landeldi í Vestmannaeyjum og þar er sláturhús í undirbúningi. Ístækni er nýlegt fyrirtæki á Ísafirði en eigendur fyrirtækisins keyptu vélar og búnað sem bauðst eftir að Skaginn 3X hætti starfsemi á Ísafirði. Áður var til fyrirtækið 3X-Stál ehf. á Ísafirði og vakti talsverða athygli um tíma. Fékk til að mynda útflutningsverðlaun forsetaembættisins. „Samningurinn nær yfir afhendingu og uppsetningu alls vinnslubúnaðar, allt frá slátrun að flokkunarlínu. Tækin samanstanda af blæði-/kælitanki, handslægingarlínu, auk þvottakerfis fyrir sjálfvirk þrif búnaðarins,“ segir í fréttatilkynningu vegna samningsins.

Laxey stefnir að framleiðslu á 32 þúsund tonnum af laxi úr landeldi samkvæmt því sem fram kemur á vef fyrirtækisins. Í síðasta mánuði var greint frá því að fyrirtækið hefði gert samning við Marel um vinnslu- og hugbúnað.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 21.2.25 591,51 kr/kg
Þorskur, slægður 21.2.25 590,29 kr/kg
Ýsa, óslægð 21.2.25 317,33 kr/kg
Ýsa, slægð 21.2.25 304,60 kr/kg
Ufsi, óslægður 21.2.25 220,13 kr/kg
Ufsi, slægður 21.2.25 271,15 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 30.1.25 16,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 19.2.25 170,00 kr/kg
Gullkarfi 21.2.25 318,98 kr/kg

Fleiri tegundir »

21.2.25 Konráð EA 190 Grásleppunet
Grásleppa 1.084 kg
Rauðmagi 131 kg
Samtals 1.215 kg
21.2.25 Háey I ÞH 295 Lína
Hlýri 383 kg
Þorskur 282 kg
Keila 93 kg
Karfi 48 kg
Langa 25 kg
Ýsa 19 kg
Steinbítur 15 kg
Samtals 865 kg
21.2.25 Sæþór EA 101 Grásleppunet
Grásleppa 1.171 kg
Þorskur 504 kg
Skarkoli 104 kg
Rauðmagi 49 kg
Steinbítur 12 kg
Samtals 1.840 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 21.2.25 591,51 kr/kg
Þorskur, slægður 21.2.25 590,29 kr/kg
Ýsa, óslægð 21.2.25 317,33 kr/kg
Ýsa, slægð 21.2.25 304,60 kr/kg
Ufsi, óslægður 21.2.25 220,13 kr/kg
Ufsi, slægður 21.2.25 271,15 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 30.1.25 16,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 19.2.25 170,00 kr/kg
Gullkarfi 21.2.25 318,98 kr/kg

Fleiri tegundir »

21.2.25 Konráð EA 190 Grásleppunet
Grásleppa 1.084 kg
Rauðmagi 131 kg
Samtals 1.215 kg
21.2.25 Háey I ÞH 295 Lína
Hlýri 383 kg
Þorskur 282 kg
Keila 93 kg
Karfi 48 kg
Langa 25 kg
Ýsa 19 kg
Steinbítur 15 kg
Samtals 865 kg
21.2.25 Sæþór EA 101 Grásleppunet
Grásleppa 1.171 kg
Þorskur 504 kg
Skarkoli 104 kg
Rauðmagi 49 kg
Steinbítur 12 kg
Samtals 1.840 kg

Skoða allar landanir »

Loka