Fleiri banna búnað sem Ísland leyfir

Fjöldi skipa, sérstaklega flutningsaskip, nota búnað sem hreinsar útblástur þeirra …
Fjöldi skipa, sérstaklega flutningsaskip, nota búnað sem hreinsar útblástur þeirra en sturtar menguninni í sjóinn. AFP/Luis Acosta

Ríkj­um sem setja tak­mark­an­ir á notk­un út­blást­urs­hreinsi­búnað skipa sem dæl­ir menguðu skolvatni í sjó­inn (e. Scrubber) hef­ur fjölgað ört og eru þau nú 46 en voru 37 þegar 200 míl­ur kort­lögðu þau í maí á síðasta ári.

Frá þess­um tíma hafa Dan­ir, Sví­ar og Finn­ar ákveðið að banna notk­un þessa búnaðar al­farið og sæt­ir hann nokkr­um tak­mörk­un­um í Nor­egi, en ekki liggja fyr­ir skýr­ar tak­mark­an­ir á notk­un þessa búnaðar hér á landi.

Í maí verða liðin fimm ár frá því að Rann­sókn­ar­nefnd sam­göngu­slysa beindi því til stjórn­valda að skoða hvort til­efni væri til þess að banna svo­kallaðan opin vot­hreinsi­búnað við Íslands­strend­ur. Til­mæl­in komu í kjöl­far mik­ill­ar sót­meng­un­ar í Vest­manna­eyja­höfn árið 2019 eft­ir að Lag­ar­foss sleppti skolvatni í höfn­ina.

Í svari Um­hverf­is­stofn­un­ar við fyr­ir­spurn 200 mílna árið 2020 sagði að það kynni að vera ástæða til að end­ur­skoða ákvæði laga um hreinsi­búnað. Bent var þó á að það væri Alþing­is að setja lög og ráðherra að setja reglu­gerðir. Að því sem 200 míl­ur kom­ast næst liggja ekki fyr­ir skýr áform um að taka fyr­ir notk­un þessa búnaðar hér á landi.

Fimmtán ríki banna nú al­farið los­un skolvatns inn­an land­helgi sinn­ar og taka slík bönn gildi 1. júlí í Dan­mörku og Svíþjóð. Þá er los­un skolvatns bannað inn­an þriggja sjó­mílna frá landi í Frakklandi og Belg­íu.

Þá er bannað að losa skolvatns úr hreinsi­búnaðinum í höfn­um Króa­tíu, Portú­gals, Rúm­en­íu, Ken­íu, Pak­ist­ans, Ísra­els og á bresku eyj­unni Bermúda.

Los­un skolvatns er háð sér­stöku leyfi frá stjórn­völd­um á Kýp­ur en tak­mark­an­ir eru á inni­haldi skolvatns sem losað er í sjó í Lit­há­en, Eistlandi og Ástr­al­íu.

90% af meng­un í evr­ópsk­um höfn­um

Hreinsi­búnaður­inn dæl­ir inn sjó og úðar hon­um yfir út­blást­ur sem skip mynda við brennslu eldsneyt­is og binda meng­un­ar­efn­in í vökv­ann áður en út­blæstri er sleppt í and­rúms­loftið. Síðan er vökv­an­um með hinum meng­andi efn­um sleppt í sjó­inn.

Allt frá því að ákveðið var að heim­ila notk­un búnaðar­ins árið 2020 hef­ur verið þekkt að meng­un­in kunni að valda veru­leg­um áhrif­um á líf­ríki hafs­ins, sér­stak­lega á svæðum þar sem meng­un­in safn­ast sam­an.

Kom meðal ann­ars fram í rann­sókn Chal­mers tækni­há­skól­ans í Gauta­borg 2023 að það mætti lík­lega rekja meira en 90% af skaðleg­um efn­um, þar á meðal þrá­virk­um og krabba­meinsvald­andi PAH-efn­um, í höfn­um Evr­ópu til los­un­ar skolvatns úr þess­um hreinsi­búnaði.

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 28.3.25 560,85 kr/kg
Þorskur, slægður 28.3.25 623,62 kr/kg
Ýsa, óslægð 28.3.25 348,93 kr/kg
Ýsa, slægð 28.3.25 304,76 kr/kg
Ufsi, óslægður 28.3.25 177,64 kr/kg
Ufsi, slægður 28.3.25 235,77 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 19.3.25 11,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 17.3.25 188,00 kr/kg
Gullkarfi 28.3.25 235,96 kr/kg

Fleiri tegundir »

28.3.25 Eskey ÓF 80 Línutrekt
Ýsa 3.137 kg
Þorskur 2.648 kg
Langa 1.247 kg
Ufsi 138 kg
Keila 115 kg
Steinbítur 54 kg
Karfi 47 kg
Samtals 7.386 kg
28.3.25 Herdís SH 173 Handfæri
Þorskur 844 kg
Ufsi 130 kg
Samtals 974 kg
28.3.25 Neisti HU 5 Þorskfisknet
Grásleppa 26 kg
Samtals 26 kg
28.3.25 Sandfell SU 75 Lína
Steinbítur 293 kg
Keila 68 kg
Þorskur 33 kg
Ýsa 29 kg
Hlýri 24 kg
Samtals 447 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 28.3.25 560,85 kr/kg
Þorskur, slægður 28.3.25 623,62 kr/kg
Ýsa, óslægð 28.3.25 348,93 kr/kg
Ýsa, slægð 28.3.25 304,76 kr/kg
Ufsi, óslægður 28.3.25 177,64 kr/kg
Ufsi, slægður 28.3.25 235,77 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 19.3.25 11,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 17.3.25 188,00 kr/kg
Gullkarfi 28.3.25 235,96 kr/kg

Fleiri tegundir »

28.3.25 Eskey ÓF 80 Línutrekt
Ýsa 3.137 kg
Þorskur 2.648 kg
Langa 1.247 kg
Ufsi 138 kg
Keila 115 kg
Steinbítur 54 kg
Karfi 47 kg
Samtals 7.386 kg
28.3.25 Herdís SH 173 Handfæri
Þorskur 844 kg
Ufsi 130 kg
Samtals 974 kg
28.3.25 Neisti HU 5 Þorskfisknet
Grásleppa 26 kg
Samtals 26 kg
28.3.25 Sandfell SU 75 Lína
Steinbítur 293 kg
Keila 68 kg
Þorskur 33 kg
Ýsa 29 kg
Hlýri 24 kg
Samtals 447 kg

Skoða allar landanir »

Loka