„Þetta var ekki stóra vertíðin,“ segir Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson, Binni, framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar í Vestmannaeyjum, í samtali við Morgunblaðið, en Gullberg VE 292, uppsjávarveiðiskip fyrirtækisins, skaust á loðnumiðin um helgina og náði þar í skammtinn sem Vinnslustöðin fékk úthlutaðan úr sögulega litlum loðnukvóta þetta árið.
Veiðiráðgjöf Hafrannsóknastofnunar hljóðaði upp á 8.589 tonn og komu 4.434 tonn í hlut íslenskra útgerða og fékk Vinnslustöðin 546 tonn af því. Var sá skammtur vel þeginn, enda var enginn loðnukvóti gefinn út í fyrra.
Ef ekki kemur til þess að gefinn verði út viðbótarkvóti í loðnu er stystu loðnuvertíð Íslandssögunnar lokið þar með, en menn eru þó ekki úrkula vonar um að meiri loðna finnist.
Áformað var að tvö uppsjávarveiðiskip, Aðalsteinn Jónsson og Polar Ammassak, færu út til leitar í gærkveldi. Var ferðinni heitið á hafsvæðið út af Vestfjörðum og Norðurlandi vestanverðu. Vonir standa til að þar kunni að verða vart við vestangöngu loðnunnar sem kann að vera á leið vestur fyrir landið. Hafrannsóknaskipið Árni Friðriksson leitaði það hafsvæði fyrr í þessum mánuði.
Binni segir að aðeins meira af loðnu hafi náðst í veiðiferð Gullbergsins en sem nemur úthlutuðum kvóta, enda ómögulegt að áætla fyrir fram hvað mikið magn komi í veiðarfærin þegar menn kasta.
Nánari umfjöllun má finna í Morgunblaðinu í dag.
Afurð | Dags. | Meðalverð |
---|---|---|
Þorskur, óslægður | 25.2.25 | 572,42 kr/kg |
Þorskur, slægður | 25.2.25 | 605,52 kr/kg |
Ýsa, óslægð | 25.2.25 | 317,67 kr/kg |
Ýsa, slægð | 25.2.25 | 305,60 kr/kg |
Ufsi, óslægður | 25.2.25 | 241,20 kr/kg |
Ufsi, slægður | 25.2.25 | 259,83 kr/kg |
Undirmálsufsi, óslægður | 30.1.25 | 16,00 kr/kg |
Undirmálsufsi, slægður | 21.1.25 | 249,00 kr/kg |
Djúpkarfi | 19.2.25 | 170,00 kr/kg |
Gullkarfi | 25.2.25 | 258,28 kr/kg |
25.2.25 Kristján HF 100 Lína | |
---|---|
Steinbítur | 215 kg |
Ýsa | 213 kg |
Þorskur | 126 kg |
Langa | 49 kg |
Karfi | 24 kg |
Keila | 21 kg |
Ufsi | 11 kg |
Samtals | 659 kg |
25.2.25 Eskey ÓF 80 Línutrekt | |
---|---|
Þorskur | 9.033 kg |
Ýsa | 2.176 kg |
Langa | 247 kg |
Steinbítur | 18 kg |
Keila | 13 kg |
Karfi | 3 kg |
Samtals | 11.490 kg |
25.2.25 Hrefna ÍS 267 Landbeitt lína | |
---|---|
Ýsa | 3.870 kg |
Steinbítur | 3.586 kg |
Þorskur | 2.049 kg |
Karfi | 22 kg |
Skarkoli | 2 kg |
Samtals | 9.529 kg |
Afurð | Dags. | Meðalverð |
---|---|---|
Þorskur, óslægður | 25.2.25 | 572,42 kr/kg |
Þorskur, slægður | 25.2.25 | 605,52 kr/kg |
Ýsa, óslægð | 25.2.25 | 317,67 kr/kg |
Ýsa, slægð | 25.2.25 | 305,60 kr/kg |
Ufsi, óslægður | 25.2.25 | 241,20 kr/kg |
Ufsi, slægður | 25.2.25 | 259,83 kr/kg |
Undirmálsufsi, óslægður | 30.1.25 | 16,00 kr/kg |
Undirmálsufsi, slægður | 21.1.25 | 249,00 kr/kg |
Djúpkarfi | 19.2.25 | 170,00 kr/kg |
Gullkarfi | 25.2.25 | 258,28 kr/kg |
25.2.25 Kristján HF 100 Lína | |
---|---|
Steinbítur | 215 kg |
Ýsa | 213 kg |
Þorskur | 126 kg |
Langa | 49 kg |
Karfi | 24 kg |
Keila | 21 kg |
Ufsi | 11 kg |
Samtals | 659 kg |
25.2.25 Eskey ÓF 80 Línutrekt | |
---|---|
Þorskur | 9.033 kg |
Ýsa | 2.176 kg |
Langa | 247 kg |
Steinbítur | 18 kg |
Keila | 13 kg |
Karfi | 3 kg |
Samtals | 11.490 kg |
25.2.25 Hrefna ÍS 267 Landbeitt lína | |
---|---|
Ýsa | 3.870 kg |
Steinbítur | 3.586 kg |
Þorskur | 2.049 kg |
Karfi | 22 kg |
Skarkoli | 2 kg |
Samtals | 9.529 kg |