Kaldvík ætlar að framleiða 21.500 tonn

Kaldvík gerir ráð fyrir að slátra um 21.500 þúsund tonnum …
Kaldvík gerir ráð fyrir að slátra um 21.500 þúsund tonnum af laxi upp úr kvíum sínum á þessu ár Ljósmynd/Aðsend

Kald­vík slátraði um 15.000 tonn­um af laxi úr kví­um sín­um á Aust­fjörðum á ár­inu 2024 sem er um­tals­verð aukn­ing frá ár­inu á und­an, þegar fé­lagið slátraði um 4.400 tonn­um. Þá námu tekj­ur árs­ins um 108 millj­ón­um evra að jafn­v­irði rúm­lega 16 millj­arða króna.

Þetta má lesa úr upp­gjöri Kald­vík­ur vegna fjórða árs­fjórðungs 2024.

Fram kem­ur að 6.668 tonn­um var slátrað í fjórðung­um og tekj­ur voru tæp­lega 47 millj­ón­ir evra. Fé­lagið greiddi 1,8 millj­ón­ir evra í eld­is­gjald á fjórðungn­um og sam­tals 3,9 millj­ón­ir evra á ár­inu, sem jafn­gild­ir rúm­lega 578 millj­ón­um króna. Rekstr­ar­hagnaður (EBIT), leiðrétt­ur fyr­ir ein­skipt­is niður­færslu líf­massa, nam 5 millj­ón­um evra á fjórða árs­fjórðungi. Leiðrétt­ur rekstr­ar­hagnaður á hvert fram­leitt kíló var því 0,76 evr­ur.

Fé­lagið reikn­ar með að slátra um 5.500 tonn­um á fyrsta árs­fjórðungi 2025 og árs­fram­leiðslan verði um 21.500 tonn. Til lengri tíma er mark­mið fyr­ir­tæk­is­ins að auka ár­lega fram­leiðslu í 30.000 tonn. Fé­lagið hef­ur nú leyfi til fram­leiðslu á tæp­lega 44.000 tonn­um.

23 millj­óna evra niður­færsla

Fé­lagið þurfti að gera niður­færslu á líf­massa upp á 23,1 millj­ón evra(eða um 3,3 millj­arða króna)

„Seiðaút­setn­ing fyr­ir­tæk­is­ins á fjórða árs­fjórðungi gekk ekki eins og áætlað var, aðallega vegna óvenju lágs sjáv­ar­hita ásamt ófyr­ir­séðu at­viki í flutn­ingi. Lág­ur sjáv­ar­hiti hafði einnig nei­kvæð áhrif á aðrar staðsetn­ing­ar fyr­ir­tæk­is­ins, og olli aukn­um dauði fiska,“ seg­ir, Ró­bert Ró­berts­son fjár­mála­stjóri Kald­vík­ur í sam­tali við mbl.

Ró­bert seg­ir óvenju lágt hita­stig sjáv­ar á fjórða árs­fjórðungi 2024 og fyrsta árs­fjórðungi þessa árs hafi leitt til auk­inna vetr­arsára og hærri dán­artíðni. 

„Þessi aukna dán­artíðni í fjórða árs­fjórðungi og vænt dán­artíðni fyrsta árs­fjórðungi er hluti af niður­færsl­unni og end­ur­spegl­ast það í töl­um fyr­ir árið 2024,“ seg­ir Ró­bert.

Róbert Róbertsson fjármálastjóri Kaldvíkur.
Ró­bert Ró­berts­son fjár­mála­stjóri Kald­vík­ur. Morg­un­blaðið/​Eggert

Ætla að kaupa kassa­verk­smiðju

Viðræður um kaup á lyki­leign­um í virðiskeðju Kald­vík­ur standa enn yfir að sögn Ró­berts. Um sé að ræða kassa­verk­smiðju og þriðungs­hlut­ur í slát­ur­húsi Bú­landstinds ehf., en fé­lagið á þegar 67% í slát­ur­hús­inu. 

Hann seg­ir mark­miðið sé að styrkja starf­semi Kald­vík­ur á svæðinu ásamt auka hag­kvæmni í fram­leiðslu­ferl­inu. 

„Við von­umst eft­ir tölu­verðum ávinn­ingi fyr­ir Kald­vík með þess­um viðskipt­um þar sem við áætl­um að umbúðakostnaður minnki um u.þ.b. 3 millj­ón­ir evra ár­lega, miðað við 20.000 tonna fram­leiðslu. Þessi vænti ávinn­ing­ur mun síðan aukast með auk­inni fram­leiðslu hjá Kald­vík," seg­ir Ró­bert. 

Áætlað kaup­verð fyr­ir kassa­verk­smiðjuna og eft­ir­stand­andi hlut í Bú­landstindi nem­ur 190 millj­ón­um norskra króna, jafn­v­irði 2,3 millj­arða ís­lenskra króna. Ró­bert seg­ist gera ráð fyr­ir að kaup­in gangi í gegn á fyrsta árs­fjórðungi þessa árs.

Nýtt leyfi í Seyðis­firði

Ró­bert seg­ir nýja leyfið í Seyðis­firði hafi tekið tölu­verðan tíma en það fel­ur í sér 10.000 tonna há­marks leyfi­leg­an líf­massa(MAB). Sem skipt­ist í 6.500 tonn fyr­ir frjó­an fisk og 3.500 tonn fyr­ir ófrjó­an fisk. 

„Þetta er búið að taka tölu­verðan tíma, en við hóf­um um­sókn­ar­ferlið árið 2016. Það var svo núna í des­em­ber sem drög að leyf­um voru aug­lýst og nú er MAST og UST að fara yfir þær um­sagn­ir sem bár­ust og við bú­umst við að leyfið verði gefið út á öðrum árs­fjórðungi þessa árs,“ seg­ir Ró­bert. 

Ró­bert seg­ir að Kald­vík standi jafn­framt í viðræðum við lán­veit­end­ur sína um end­ur­fjármögn­un til að tryggja hag­kvæm­ari og stöðugri fjár­mögn­un til framtíðar. 

„Í ljósi þess að nú­ver­andi sam­bankalán renn­ur út í apríl á næsta ári, er Kald­vík í viðræðum við lán­veit­end­ur. Við stefn­um á að end­ur­fjármögn­un­in muni ljúka fyr­ir lok ann­ars ár­fjórðungs á þessu ári," seg­ir Ró­bert. 

 

 

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 28.5.25 509,52 kr/kg
Þorskur, slægður 28.5.25 635,41 kr/kg
Ýsa, óslægð 28.5.25 545,98 kr/kg
Ýsa, slægð 28.5.25 550,67 kr/kg
Ufsi, óslægður 28.5.25 189,77 kr/kg
Ufsi, slægður 28.5.25 221,97 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 26.5.25 99,00 kr/kg
Djúpkarfi 17.3.25 188,00 kr/kg
Gullkarfi 28.5.25 258,56 kr/kg
Litli karfi 26.5.25 10,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

28.5.25 Einar Guðnason ÍS 303 Lína
Þorskur 9.078 kg
Ýsa 992 kg
Langa 595 kg
Steinbítur 444 kg
Hlýri 227 kg
Keila 58 kg
Karfi 53 kg
Ufsi 46 kg
Skarkoli 34 kg
Samtals 11.527 kg
28.5.25 Sæbjörg EA 184 Þorskfisknet
Þorskur 1.009 kg
Ufsi 300 kg
Karfi 158 kg
Samtals 1.467 kg
28.5.25 Freyja Dís EA 330 Handfæri
Þorskur 583 kg
Samtals 583 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 28.5.25 509,52 kr/kg
Þorskur, slægður 28.5.25 635,41 kr/kg
Ýsa, óslægð 28.5.25 545,98 kr/kg
Ýsa, slægð 28.5.25 550,67 kr/kg
Ufsi, óslægður 28.5.25 189,77 kr/kg
Ufsi, slægður 28.5.25 221,97 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 26.5.25 99,00 kr/kg
Djúpkarfi 17.3.25 188,00 kr/kg
Gullkarfi 28.5.25 258,56 kr/kg
Litli karfi 26.5.25 10,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

28.5.25 Einar Guðnason ÍS 303 Lína
Þorskur 9.078 kg
Ýsa 992 kg
Langa 595 kg
Steinbítur 444 kg
Hlýri 227 kg
Keila 58 kg
Karfi 53 kg
Ufsi 46 kg
Skarkoli 34 kg
Samtals 11.527 kg
28.5.25 Sæbjörg EA 184 Þorskfisknet
Þorskur 1.009 kg
Ufsi 300 kg
Karfi 158 kg
Samtals 1.467 kg
28.5.25 Freyja Dís EA 330 Handfæri
Þorskur 583 kg
Samtals 583 kg

Skoða allar landanir »