„Djöflagangurinn engu líkur“

Bergur og Vestmannaey í höfn í Vestmannaeyjum.
Bergur og Vestmannaey í höfn í Vestmannaeyjum. Ljósmynd/Síldarvinnslan: Arnar Richardsson

„Það er ekki einleikið hvernig veðrið lætur við okkur þessa dagana. Það hefur í sannleika sagt verið djöfullegt,“ er haft eftir Agli Guðna Guðnasyni skipstjóra á Vestmannaey VE í færslu á vef Síldarvinnslunnar.

„Janúar var í lagi veðurfarslega en febrúar var slæmur og þessir fyrstu dagar í mars hafa verið skelfilegir. Þegar við vorum á landleið var ölduhæðin 10 metrar og djöflagangurinn engu líkur,“ segir hann, en togarinn landaði í Vestmannaeyjum í gær.

„Þetta var stuttur túr hjá okkur. Við vorum að veiðum á Ingólfshöfða í tvo sólarhringa og fengum þar 60 tonn, mest ýsu. Svo gerðist það að allir skjár um borð duttu út og við urðum að koma okkur í land og láta lagfæra tölvukerfið og það gekk vel. Á þessum slóðum sem við vorum á er ekki jafnmikil fiskgegnd og í fyrra. Vertíðarfiskur er ekki kominn þarna. Líklega hefur loðnuleysið þessi áhrif,“ segir Egill Guðni í færslunni.

Vestmannaey hélt til veiða á ný í gær.

„Bölvaðri skítabrælu“

Bergur VE, systurskip vestmannaeyjar, kom til löndunar í Vestmannaeyjum í dag. Veður hefur einnig sett svip á veiðiferðir Bergs að sögn Jóns Valgeirssonar skipstjóra.

„Við lönduðum á Djúpavogi síðastliðinn fimmtudag. Það var langmest ýsa sem fékkst á Ingólfshöfðanum. Það var þokkalegt veður í þeim túr. Síðan var haldið í Lónsbugtina og þá breyttist veðrið til hins verra. Sannleikurinn er sá að tíðarfarið hefur verið ógeðslegt að undanförnu. Í Lónsbugtinni fékkst skarkoli, þorskur og ýsa. Síðan var haldið á Ingólfshöfðann og þar fengum við þorsk í bölvaðri skítabrælu. Við erum svo að landa 63 tonnum í Eyjum í dag og erum fegnir að hvíla okkur á látunum,” er haft eftir Jóni í færslunni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 4.3.25 642,71 kr/kg
Þorskur, slægður 4.3.25 796,06 kr/kg
Ýsa, óslægð 4.3.25 426,81 kr/kg
Ýsa, slægð 4.3.25 414,71 kr/kg
Ufsi, óslægður 4.3.25 255,81 kr/kg
Ufsi, slægður 4.3.25 351,56 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 30.1.25 16,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 19.2.25 170,00 kr/kg
Gullkarfi 4.3.25 330,85 kr/kg

Fleiri tegundir »

4.3.25 Björg EA 7 Botnvarpa
Ýsa 9.738 kg
Karfi 2.286 kg
Gulllax 1.853 kg
Steinbítur 1.241 kg
Skarkoli 183 kg
Samtals 15.301 kg
4.3.25 Sæþór EA 101 Grásleppunet
Grásleppa 1.329 kg
Þorskur 571 kg
Skarkoli 97 kg
Rauðmagi 16 kg
Samtals 2.013 kg
4.3.25 Blíðfari ÓF 70 Grásleppunet
Grásleppa 1.503 kg
Þorskur 114 kg
Rauðmagi 68 kg
Samtals 1.685 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 4.3.25 642,71 kr/kg
Þorskur, slægður 4.3.25 796,06 kr/kg
Ýsa, óslægð 4.3.25 426,81 kr/kg
Ýsa, slægð 4.3.25 414,71 kr/kg
Ufsi, óslægður 4.3.25 255,81 kr/kg
Ufsi, slægður 4.3.25 351,56 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 30.1.25 16,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 19.2.25 170,00 kr/kg
Gullkarfi 4.3.25 330,85 kr/kg

Fleiri tegundir »

4.3.25 Björg EA 7 Botnvarpa
Ýsa 9.738 kg
Karfi 2.286 kg
Gulllax 1.853 kg
Steinbítur 1.241 kg
Skarkoli 183 kg
Samtals 15.301 kg
4.3.25 Sæþór EA 101 Grásleppunet
Grásleppa 1.329 kg
Þorskur 571 kg
Skarkoli 97 kg
Rauðmagi 16 kg
Samtals 2.013 kg
4.3.25 Blíðfari ÓF 70 Grásleppunet
Grásleppa 1.503 kg
Þorskur 114 kg
Rauðmagi 68 kg
Samtals 1.685 kg

Skoða allar landanir »