Verður rússnesk rúlletta að borða ostrur

Jakkafatalaus Elon Musk í Hvíta húsinu ásamt Donald Trump forseta. …
Jakkafatalaus Elon Musk í Hvíta húsinu ásamt Donald Trump forseta. Aðhalds- og skilvirknisstofnunin DOGE hefur sagt upp fjölda starfsmanna bandarísku hafrannsóknastofnunarinnar (NOAA). AFP

„Við erum þjóð sjósóknar. NOAA er arfleifð okkar og NOAA er framtíð okkar,“ sagði sjávarlíffræðingurinn Andrew Thaler í ræðu sinni á nokkur hundruð manna mótmælafundi fyrir utan höfuðstöðvar hafrannsóknastofnun Bandaríkjanna, National Oceanic and Atmospheric Administration (NOAA) Í Washington í gær.

NOAA, sem rekja má sögu sína aftur til 1807, hefur ekki sloppið við stórfelldar hópuppsagnir hjá bandaríska alríkinu. Var fjölda starfsmanna stofnunarinnar tilkynnt um uppsögn síðastliðinn fimmtudag.

„Hverju töpum við ef við töpum NOAA?“ spurði Thaler á mótmælafundinum í Washington og svaraði spurningunni sjálfur.

„Án NOAA missum við getu til að greina [bakteríuna] vibrio vulnificus. Vibrio er helsta orsök banvænna matareitrunar hér á landi. Vibrio rannsóknarstofurnar sem fylgjast með útbreiðslu þessa banvæna sýkla í Maryland, í Delaware, í Virginíu og í Norður-Karólínu eru háð stuðningi NOAA. Án NOAA er að borða hráar ostrur að spila rússneska rúllettu.“

Andrew Thaler, líffræðingur, var einn ræðumanna á mótmælafundi fyrir utan …
Andrew Thaler, líffræðingur, var einn ræðumanna á mótmælafundi fyrir utan höfuðstöðvar bandarísku hafrannsóknastofnunarinnar í Washington í gær. Ljósmynd/Southern Fried Science

Thaler sagði einnig ljóst að án NOAA væri engin geta til að fylgjast með skaðlegum þörungum en blómi þeirra getur framleitt eiturefni sem leggja fiskimið í eyði og geta skaðað öndunarfæri manna. Jafnframt myndi miðlæg söfnun gagna sem nýtast til siglinga og mótvægisaðgerða við stórstreymi glatast.

„Án NOAA höfum við enga fiskveiðistjórnun. Það er engin framtíð fyrir blákrabba án NOAA. Það er engin framtíð fyrir ostrur án NOAA. Það er engin framtíð fyrir hafbarran án NOAA. […] Það er ekkert sjávarfang án NOAA,“ sagði Thaler.

Nokkur hundruð söfnuðust saman við starfsstöð NOAA í Silver Springs …
Nokkur hundruð söfnuðust saman við starfsstöð NOAA í Silver Springs í Maryland til að mótmæla niðurskurði. AFP/CHIP SOMODEVILLA

Telja sjávarútveginum ógnað

Víðar kom fólk saman í Bandaríkjunum til að mótmæla uppsögnunum sem rekja má til niðurskurðarstefnu bandarísku ríkistjórnarinnar sem framkvæmd er af aðhalds- og skilvirknistofnuninni (DOGE) sem forstjóri Tesla, Elon Musk, hefur verið sagður leiða. Til útskýringa þá er Musk aðeins formlega titlaður „sérstakur starfsmaður“, á blaði er það Amy Gleason sem fer fyrir stofnuninni.

Gagnrýnendur segja uppsagnirnar ólöglegar, órökstuddar og kæruleysislegar og vísa til þess að starfsemi NOAA sé forsenda fiskveiðistjórnun Bandaríkjanna, sjálfbærrar nýtingar auðlinda hafsins og veita ýmsum eldisgreinum mikilvæga þjónustu, auk þess að móta áætlanir um að uppræta útbreiðslu framandi tegunda sem ógna líffræðilegum fjölbreytileika.

Jamie Raskin, þingmaður Demókrata frá Maryland, var meðal þeirra sem …
Jamie Raskin, þingmaður Demókrata frá Maryland, var meðal þeirra sem ávörpuðu mótmælendur, en sjávarútvegur er mikilvæg atvinnugrein í Maryland. AFP/CHIP SOMODEVILLA

Stjórnendur NOAA greindu fjölmiðlum vestra síðastliðinn föstudag frá því að niðurskurðurinn ógni sjálfbærri nýtingu alaskaufsa og annarra nytjastofna sem heyra undir fiskveiðistjórnun alríkisins.

Þá hefur Intrafish eftir Rick Spinrad  sem var í stjórnendahóp NOAA þar til í janúar, að niðurskurðarstefna Donalds Trumps forseta Bandaríkjanna ógna bandarískum sjávarútvegi sem velti 320 milljörðum bandaríkjadala á ári hverju og 2,3 milljónum starfa í greininni. Jafnframt sé orðspor greinarinnar um sjálfbæra nýtingu í hættu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 4.3.25 642,71 kr/kg
Þorskur, slægður 4.3.25 796,06 kr/kg
Ýsa, óslægð 4.3.25 426,81 kr/kg
Ýsa, slægð 4.3.25 414,71 kr/kg
Ufsi, óslægður 4.3.25 255,81 kr/kg
Ufsi, slægður 4.3.25 351,56 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 30.1.25 16,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 19.2.25 170,00 kr/kg
Gullkarfi 4.3.25 330,85 kr/kg

Fleiri tegundir »

4.3.25 Björg EA 7 Botnvarpa
Ýsa 9.738 kg
Karfi 2.286 kg
Gulllax 1.853 kg
Steinbítur 1.241 kg
Skarkoli 183 kg
Samtals 15.301 kg
4.3.25 Sæþór EA 101 Grásleppunet
Grásleppa 1.329 kg
Þorskur 571 kg
Skarkoli 97 kg
Rauðmagi 16 kg
Samtals 2.013 kg
4.3.25 Blíðfari ÓF 70 Grásleppunet
Grásleppa 1.503 kg
Þorskur 114 kg
Rauðmagi 68 kg
Samtals 1.685 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 4.3.25 642,71 kr/kg
Þorskur, slægður 4.3.25 796,06 kr/kg
Ýsa, óslægð 4.3.25 426,81 kr/kg
Ýsa, slægð 4.3.25 414,71 kr/kg
Ufsi, óslægður 4.3.25 255,81 kr/kg
Ufsi, slægður 4.3.25 351,56 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 30.1.25 16,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 19.2.25 170,00 kr/kg
Gullkarfi 4.3.25 330,85 kr/kg

Fleiri tegundir »

4.3.25 Björg EA 7 Botnvarpa
Ýsa 9.738 kg
Karfi 2.286 kg
Gulllax 1.853 kg
Steinbítur 1.241 kg
Skarkoli 183 kg
Samtals 15.301 kg
4.3.25 Sæþór EA 101 Grásleppunet
Grásleppa 1.329 kg
Þorskur 571 kg
Skarkoli 97 kg
Rauðmagi 16 kg
Samtals 2.013 kg
4.3.25 Blíðfari ÓF 70 Grásleppunet
Grásleppa 1.503 kg
Þorskur 114 kg
Rauðmagi 68 kg
Samtals 1.685 kg

Skoða allar landanir »