Vilja auka eldið í Arnarfirði um 4.500 tonn

Arnarlax stefnir að því að stækka eldissvæði sín í Arnarfirði.
Arnarlax stefnir að því að stækka eldissvæði sín í Arnarfirði. mbl.is/Helgi Bjarnason

Arnarlax hefur lagt fram umhverfismatsskýrslu vegna áforma um aukið sjókvíaeldi í Arnarfirði. Snúast áformin um að auka hámarkslífmassa úr 11.500 tonnnum í 16.000 tonn.

Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Skipulagsstofnunar.

Gert er ráð fyrir að samhliða framleiðsluaukningunni verði gerð umtalsverð stækkun á eldissvæðunum við Hlaðsbót, Kirkjuból, Hringsdal, Tjaldanes og í Fossfirði. Stefnt er að því að eldissvæðin þekji 29 ferkílómetra en þekja nú 5,9 ferkílómetra.

„Markmið breytinga á eldissvæðum er að bæta eldisskilyrði, minnka umhverfisáhrif eldisins ásamt því að bæta velferð eldisfiska. Í umhverfismatinu er lagt mat á áhrif breytinga á framkvæmd á umhverfisþættina ástand sjávar, botndýralíf, fugla, laxfiska m.t.t. sjúkdóma, laxalúsar og erfðablöndunar, rækjustofn og önnur krabbadýr, ásýnd og haf- og strandnýtingu,“ segir í umhverfismatsskýrslunni.

Telja áhrif á erfðabköndun óveruleg

Fram kemur að áhrif breytinganna séu metin nokkuð neikvæð á ásýnd, óveruleg til nokkuð neikvæð á rækjustofn og önnur krabbadýr og á haf- og strandnýtingu. Jafnframt eru áhrif á ástand sjávar, botndýralíf, fugla og villta laxfiska með tilliti til sjúkdóma og laxalúsar metin óveruleg.

„Áhrif á erfðablöndun við villta stofna laxfiska, sem falla undir áhættumat erfðablöndunar, eru metin óveruleg. Að því gefnu að slysasleppingar séu stakir viðburður eða sjaldgæfir eru áhrif lífmassaukningar á erfðablöndun við litla laxastofna í ám Arnarfjarðar og annars staðar á Vestfjörðum, sem ekki falla undir áhættumat erfðablöndunar, metin óveruleg til nokkuð neikvæð.“

Þá telur Arnarlax að fyrirhugaðar breytingar sé ekki líkleg til að hafa umtalsverð umhverfisáhrif sé tekið tillit til móvægisaðgerða fyrirtækisins.

Eldissvæði Arnarlax í Arnarfirði og stækkun þeirra.
Eldissvæði Arnarlax í Arnarfirði og stækkun þeirra. Skjáskot
mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 4.3.25 642,71 kr/kg
Þorskur, slægður 4.3.25 796,06 kr/kg
Ýsa, óslægð 4.3.25 426,81 kr/kg
Ýsa, slægð 4.3.25 414,71 kr/kg
Ufsi, óslægður 4.3.25 255,81 kr/kg
Ufsi, slægður 4.3.25 351,56 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 30.1.25 16,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 19.2.25 170,00 kr/kg
Gullkarfi 4.3.25 330,85 kr/kg

Fleiri tegundir »

4.3.25 Björg EA 7 Botnvarpa
Ýsa 9.738 kg
Karfi 2.286 kg
Gulllax 1.853 kg
Steinbítur 1.241 kg
Skarkoli 183 kg
Samtals 15.301 kg
4.3.25 Sæþór EA 101 Grásleppunet
Grásleppa 1.329 kg
Þorskur 571 kg
Skarkoli 97 kg
Rauðmagi 16 kg
Samtals 2.013 kg
4.3.25 Blíðfari ÓF 70 Grásleppunet
Grásleppa 1.503 kg
Þorskur 114 kg
Rauðmagi 68 kg
Samtals 1.685 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 4.3.25 642,71 kr/kg
Þorskur, slægður 4.3.25 796,06 kr/kg
Ýsa, óslægð 4.3.25 426,81 kr/kg
Ýsa, slægð 4.3.25 414,71 kr/kg
Ufsi, óslægður 4.3.25 255,81 kr/kg
Ufsi, slægður 4.3.25 351,56 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 30.1.25 16,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 19.2.25 170,00 kr/kg
Gullkarfi 4.3.25 330,85 kr/kg

Fleiri tegundir »

4.3.25 Björg EA 7 Botnvarpa
Ýsa 9.738 kg
Karfi 2.286 kg
Gulllax 1.853 kg
Steinbítur 1.241 kg
Skarkoli 183 kg
Samtals 15.301 kg
4.3.25 Sæþór EA 101 Grásleppunet
Grásleppa 1.329 kg
Þorskur 571 kg
Skarkoli 97 kg
Rauðmagi 16 kg
Samtals 2.013 kg
4.3.25 Blíðfari ÓF 70 Grásleppunet
Grásleppa 1.503 kg
Þorskur 114 kg
Rauðmagi 68 kg
Samtals 1.685 kg

Skoða allar landanir »