60 ár frá komu fyrsta skips SVN

Barði NK-120, fyrsta skipið í eigu Síldarvinnslunnar hf., kom til …
Barði NK-120, fyrsta skipið í eigu Síldarvinnslunnar hf., kom til landsins fyrir 60 árum. Ljósmynd/Síldarvinnslan: Guðmundur Sveinsson

Sex ára­tug­ir eru frá því að Síld­ar­vinnsl­an eignaðist fyrsta fiski­skip sitt. Kom ný­smíðað 264 lesta síld­ar­skip til Nes­kaupstaðar 5. mars 1965, en skipið bar nafnið Barði NK-120.

Þess­um tíma­mót­um er minnst í færslu á vef út­gerðar­inn­ar.

„Upp­haf út­gerðar Síld­ar­vinnsl­unn­ar átti sér nokk­urn aðdrag­anda. Árið 1963 hóf­ust umræður um að út­víkka starf­semi Síld­ar­vinnsl­unn­ar en til þess tíma hafði fyr­ir­tækið rekið síld­ar­verk­smiðju. Í lok árs 1963 barst stjórn fyr­ir­tæk­is­ins er­indi frá stjórn Sam­vinnu­fé­lags út­gerðarmanna um að það aðstoðaði við að út­vega fisk­vinnslu­stöð sam­vinnu­fé­lags­ins hrá­efni til vinnslu yfir vetr­ar­tím­ann. Í er­ind­inu var farið fram á að stjórn Síld­ar­vinnsl­unn­ar kannaði mögu­leik­ann á skipa­kaup­um í þessu sam­bandi,“ seg­ir í færsl­unni.

Fram kem­ur að þegar umræðum um er­indi sam­vinnu­fé­lags­ins í stjórn Síld­ar­vinnsl­unn­ar lauk var tek­in ákvörðun um að festa kaup á fiski­skipi sem smíðað skyldi verða í Aust­ur-Þýskalandi og feng­ist af­hent í nóv­em­ber 1964.

Einnig var ákveðið að taka vél­skipið Gull­faxa NK á leigu frá ára­mót­um til vors­ins 1964 og var hon­um ætlað að afla hrá­efn­is fyr­ir fisk­vinnslu­stöð sam­vinnu­fé­lags­ins.

Skipið sem ber nafnið Barði NK í dag er eflaust …
Skipið sem ber nafnið Barði NK í dag er ef­laust eins og geim­skip í sam­an­b­urði við búnaðinn í Barða hinum fyrsta. Ljós­mynd/​Smári Geirs­son

Áformun­um mót­mælt

„Ekki voru all­ir sátt­ir við að Síld­ar­vinnsl­an myndi hefja út­gerð og rituðu nokkr­ir út­gerðar­menn í Nes­kaupstað stjórn fyr­ir­tæk­is­ins bréf og mót­mæltu ákvörðun­inni. Kom fram í bréf­inu að þeir teldu stjórn­ina ekki hafa heim­ild til að taka ákvörðun um skipa­kaup­in. Stjórn­in taldi sig hins veg­ar vera í full­um rétti sam­kvæmt stofn­samn­ingi fé­lags­ins.“

Vak­in er at­hygli á bréfi sem barst stjórn Síld­ar­vinnsl­unn­ar í ág­úst 1964 frá Nesút­gerðinni hf. sem gerði út Stefán Ben NK og Hafþór NK, en sú út­gerð aflaði sér­stak­lega hrá­efni fyr­ir fisk­vinnslu­stöð sam­vinnu­fé­lags­ins.

„Nesút­gerðin stóð höll­um fæti og fór hún þess á leit að Síld­ar­vinnsl­an festi kaup á skip­um henn­ar. Stjórn Síld­ar­vinnsl­unn­ar fjallaði um málið og komst að þeirri niður­stöðu að ekki væri rétt að kaupa skip­in en í stað þess var ákveðið að láta smíða annað skip í Aust­ur-Þýskalandi, syst­ur­skip þess skips sem þegar var í smíðum.“

Árekst­ur við flutn­inga­skip

Þá seg­ir að áhöfn skips­ins sem var í smíðum hélt til Þýska­lands við árs­lok 1964, hafði skipið þegar fengið nafnið Barði og ein­kenn­is­staf­ina NK 120.

„Þann 20. des­em­ber hélt Barði í reynslu­sigl­ingu á El­bufljóti og þá vildi ekki bet­ur til en svo að hann lenti í árekstri við stórt flutn­inga­skip og skemmd­ist tölu­vert. Óhappið varð til þess að af­hend­ingu báts­ins seinkaði og kom hann því ekki til heima­hafn­ar í Nes­kaupstað fyrr en þann 5. mars árið 1965. Barða var fagnað mjög við kom­una og markaði hún þátta­skil í sögu Síld­ar­vinnsl­unn­ar.“

Við komu skips­ins var haf­ist handa við að út­búa það til veiða með þorskanót en hugs­un­in var sú að skipið myndi stunda slík­ar veiðar fram að síld­ar­vertíð. „Allt gekk sam­kvæmt áætl­un og að nokkr­um dög­um liðnum var haldið á miðin suður af land­inu.“

Rúm­lega tveim­ur mánuðum eft­ir komu Barða kom syst­ur­skipið til Nes­kaupstaðar í fyrsta sinn. Það hlaut nafnið Bjart­ur og ein­kenn­is­staf­ina NK 121.

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 6.5.25 477,85 kr/kg
Þorskur, slægður 6.5.25 605,98 kr/kg
Ýsa, óslægð 6.5.25 346,52 kr/kg
Ýsa, slægð 6.5.25 210,71 kr/kg
Ufsi, óslægður 6.5.25 172,93 kr/kg
Ufsi, slægður 6.5.25 164,26 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 23.4.25 20,00 kr/kg
Djúpkarfi 17.3.25 188,00 kr/kg
Gullkarfi 6.5.25 260,06 kr/kg
Litli karfi 8.4.25 10,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

6.5.25 Sunnutindur SU 95 Línutrekt
Þorskur 13.956 kg
Samtals 13.956 kg
6.5.25 Kvistur HF 550 Handfæri
Þorskur 475 kg
Ufsi 22 kg
Karfi 3 kg
Ýsa 3 kg
Samtals 503 kg
6.5.25 Ársæll Sigurðsson HF 80 Handfæri
Þorskur 288 kg
Samtals 288 kg
6.5.25 Nótt RE 36 Handfæri
Þorskur 152 kg
Ufsi 54 kg
Samtals 206 kg
6.5.25 Neró GK 13 Handfæri
Þorskur 797 kg
Ufsi 15 kg
Samtals 812 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 6.5.25 477,85 kr/kg
Þorskur, slægður 6.5.25 605,98 kr/kg
Ýsa, óslægð 6.5.25 346,52 kr/kg
Ýsa, slægð 6.5.25 210,71 kr/kg
Ufsi, óslægður 6.5.25 172,93 kr/kg
Ufsi, slægður 6.5.25 164,26 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 23.4.25 20,00 kr/kg
Djúpkarfi 17.3.25 188,00 kr/kg
Gullkarfi 6.5.25 260,06 kr/kg
Litli karfi 8.4.25 10,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

6.5.25 Sunnutindur SU 95 Línutrekt
Þorskur 13.956 kg
Samtals 13.956 kg
6.5.25 Kvistur HF 550 Handfæri
Þorskur 475 kg
Ufsi 22 kg
Karfi 3 kg
Ýsa 3 kg
Samtals 503 kg
6.5.25 Ársæll Sigurðsson HF 80 Handfæri
Þorskur 288 kg
Samtals 288 kg
6.5.25 Nótt RE 36 Handfæri
Þorskur 152 kg
Ufsi 54 kg
Samtals 206 kg
6.5.25 Neró GK 13 Handfæri
Þorskur 797 kg
Ufsi 15 kg
Samtals 812 kg

Skoða allar landanir »