Bandaríkin helstu kaupendur íslensks lax

Bandaríkjamenn voru helstu kaupendur íslenskra eldisafurða í janúar. Lax var …
Bandaríkjamenn voru helstu kaupendur íslenskra eldisafurða í janúar. Lax var lang stærsta tegundin og stóð fyrir 95% afurðanna sem þangað voru seldar. Ljósmynd/Icelandic Salmon

Seld­ar voru til Banda­ríkj­anna eldisaf­urðir fyr­ir 2,3 millj­arða króna í janú­ar síðastliðnum og hef­ur út­flutn­ings­verðmæti ílenskra eldisaf­urða til Banda­ríkj­anna aldrei verið meira í ein­um mánuði. Banda­rík­in voru jafn­framt helsti markaður ís­lenskra eldisaf­urða í janú­ar­mánuði.

Þetta kem­ur fram í grein­ingu Radars­ins, en þar er fjallað um nýj­ustu út­flutn­ingstöl­ur Hag­stofu Íslands.

Þar seg­ir að 95% þeirra eldisaf­urða sem seld­ar voru til Banda­ríkj­anna hafi verið lax.

Mynd/​Radar­inn

Eins og nefnt hef­ur verið voru Banda­rík­in helsti markaður fyr­ir ís­lensk­ar eldisaf­urðir í janú­ar, en næst mest af eldisaf­urðum var selt til Hol­lands eða fyr­ir um 1,6 millj­arða króna. Á eft­ir fylg­ir Dan­mörk með 900 millj­ón­ir króna.

„At­hygli vek­ur að út­flutn­ing­ur til Þýska­lands vex stór­um og slag­ar hann nú í hálf­an millj­arð. Ann­ars staðar dregst hann nokkuð sam­an og nefna má Dan­mörku, Frakk­land og Pól­land en Hol­land stend­ur nokk­urn veg­inn í stað. Þetta má lesa úr töl­um Hag­stof­unn­ar sem ný­lega voru birt­ar,“ seg­ir í grein­ingu Radars­ins.

Óvissa um áhrif tolla

Eins og flest­um er kunn­ugt hef­ur Don­ald Trump for­seti Banda­ríkj­anna lýst yfir toll­um á vör­ur frá Kan­ada, Mexí­kó og Kína, en í Kan­ada er fram­leitt tölu­vert af eld­islaxi. Hafa þar einnig verið viðraðar hug­mynd­ir um inn­flutn­ing­stolla á vör­ur frá ríkj­um Evr­ópu­sam­bands­ins.

Phil­ip Scra­se, yf­ir­maður grein­inga­deild­ar fisk­eld­is hjá Kontali, hef­ur sagt tolla á kanadísk­an eld­islax leiða af sér sam­keppn­is­for­skot annarra fram­leiðenda eld­islax á banda­rísk­um markaði til skamms tíma, en harðnandi sam­keppn­is­skil­yrði á öðrum mörkuðum.

„Sem stend­ur er ómögu­legt að geta sér til um hvort áformin muni hafa áhrif á út­flutn­ing frá Íslandi. Ef litið er nokk­ur ár aft­ur í tím­ann, til árs­ins 2019, kem­ur í ljós að hlut­fall eldisaf­urða af heild­ar­út­flutn­ings­verðmæti sjáv­ar­af­urða í janú­ar og fe­brú­ar hef­ur auk­ist um­tals­vert, úr 10% í 26%. Bara frá ár­inu 2022 hef­ur það rúm­lega tvö­fald­ast,“ seg­ir í grein­ingu Radars­ins.

Á fyrstu tveim­ur mánuðum árs­ins nam út­flutn­ings­verðmæti eldisaf­urða 14,6 millj­örðum króna sem er rúm­lega 11% aukn­ing frá sömu mánuðum á síðasta ári og ríf­lega 55% aukn­ing frá janú­ar og fe­brú­ar 2023.

Mynd/​Radar­inn
mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 27.5.25 516,46 kr/kg
Þorskur, slægður 27.5.25 564,66 kr/kg
Ýsa, óslægð 27.5.25 498,83 kr/kg
Ýsa, slægð 27.5.25 268,98 kr/kg
Ufsi, óslægður 27.5.25 204,99 kr/kg
Ufsi, slægður 27.5.25 283,20 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 26.5.25 99,00 kr/kg
Djúpkarfi 17.3.25 188,00 kr/kg
Gullkarfi 27.5.25 219,64 kr/kg
Litli karfi 26.5.25 10,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

27.5.25 Veiga VE 25 Handfæri
Þorskur 94 kg
Ýsa 15 kg
Ufsi 8 kg
Samtals 117 kg
27.5.25 Óskar HF 9 Handfæri
Þorskur 460 kg
Ufsi 120 kg
Karfi 12 kg
Ýsa 5 kg
Samtals 597 kg
27.5.25 Jón Bóndi BA 7 Handfæri
Þorskur 767 kg
Samtals 767 kg
27.5.25 Einar Guðnason ÍS 303 Lína
Þorskur 8.747 kg
Ýsa 734 kg
Hlýri 343 kg
Steinbítur 307 kg
Langa 233 kg
Skarkoli 60 kg
Keila 57 kg
Ufsi 46 kg
Karfi 22 kg
Samtals 10.549 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 27.5.25 516,46 kr/kg
Þorskur, slægður 27.5.25 564,66 kr/kg
Ýsa, óslægð 27.5.25 498,83 kr/kg
Ýsa, slægð 27.5.25 268,98 kr/kg
Ufsi, óslægður 27.5.25 204,99 kr/kg
Ufsi, slægður 27.5.25 283,20 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 26.5.25 99,00 kr/kg
Djúpkarfi 17.3.25 188,00 kr/kg
Gullkarfi 27.5.25 219,64 kr/kg
Litli karfi 26.5.25 10,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

27.5.25 Veiga VE 25 Handfæri
Þorskur 94 kg
Ýsa 15 kg
Ufsi 8 kg
Samtals 117 kg
27.5.25 Óskar HF 9 Handfæri
Þorskur 460 kg
Ufsi 120 kg
Karfi 12 kg
Ýsa 5 kg
Samtals 597 kg
27.5.25 Jón Bóndi BA 7 Handfæri
Þorskur 767 kg
Samtals 767 kg
27.5.25 Einar Guðnason ÍS 303 Lína
Þorskur 8.747 kg
Ýsa 734 kg
Hlýri 343 kg
Steinbítur 307 kg
Langa 233 kg
Skarkoli 60 kg
Keila 57 kg
Ufsi 46 kg
Karfi 22 kg
Samtals 10.549 kg

Skoða allar landanir »