Kallar eftir vistkerfisnálgun

Svanur Guðmundsson framkvæmdastjóri Bláa hagkerfisins ehf. segir þörf á nýrri …
Svanur Guðmundsson framkvæmdastjóri Bláa hagkerfisins ehf. segir þörf á nýrri nálgun í fiskveiðistjórnuninni. Samsett mynd

„Við höfum eingöngu verið að horfa á einn stofn í einu og gefa út veiðiráðgjöf til eins árs. Við erum ekki að horfa á heildarmyndina,“ segir Svanur Guðmundsson, framkvæmdastjóri Bláa hagkerfisins ehf., í samtali við Morgunblaðið. Hann telur nauðsynlegt að tekin verði til endurskoðunar sú aðferðafræði sem beitt er til að ákveða hversu miklum afla skal landað ár hvert til að tryggja aukna sjálfbærni sem og efnahagslegan ávinning.

Hann bendir á að fjölmargar breytur geta haft áhrif á þróun ólíkra fiskistofna, ekki síður en vöxtur eða hnignun annarra stofna, hvort sem það er afrán tegunda eins og hvala og makríls eða slök nýliðun í stofnum sem eru mikilvæg fæða fyrir aðrar tegundir eins og loðna.

„Við erum ekki að horfa á breytingar í fæðukeðju eða hitastigi sjávar. Laxeldi myndi til dæmis ekki ganga ef ekkert væri tekið tillit til fóðurs eða hitastigs. Það er fjallað um þessa þætti í skýrslum en það er ekki tekið tillit til þeirra í ákvörðunum. Það hefur ekkert verið gert með þær ábendingar Hafrannsóknastofnunar þar sem sýnt hefur verið fram á að þorskurinn er búinn að léttast síðustu ár. Það er ekkert tillit tekið til þess í ráðgjöf, meðal annars vegna þess að þeir vita ekki hvers vegna fiskurinn er að horast.“

Þorskurinn horast og skilar því þjóðarbúinu minni verðmætum að sögn …
Þorskurinn horast og skilar því þjóðarbúinu minni verðmætum að sögn Svans Guðmundssonar. Ljósmynd/Erlendur Bogason

Svanur segir mikilvægt að taka upp vistkerfisnálgun þar sem tekið er tillit til allra þátta og þannig tryggja sjálfbæra nýtingu fiskistofna. Þetta sé þó ekki bara spurning um sjálfbærni heldur þar sem holdmikill fiskur sé líklegri til að skila góðum afurðum en fiskur sem upplifir fæðuskort.

Hann segir lækkandi nýtingarhlutfall á þorski gera það að verkum að samfélagið verði af fleiri milljörðum króna ár hvert ef ekkert er aðhafst.

Óvissa til skemmri tíma

Spurður hvort vistkerfisnálgun geti ekki leitt til þess að ákvarðanir verði teknar um að auka hvalveiðar til að grisja úr stofninum og minnka afrán og minnka veiðar í til að mynda loðnu til að tryggja fæðu fyrir aðra stofna, svarar Svanur því játandi. Enda sé það hluti af vistkerfisstjórnun að viðhalda jafnvægi í vistkerfinu hverju sinni. Þó óvissa felist í því að þessi nýja nálgun geti leitt til ákvarðana sem við þekkjum ekki nákvæmlega í dag er Svanur sannfærður um að til lengri tíma muni fyrirsjáanleiki og efnahagslegur ávinningur verða meiri.

„Af því að við erum ekki með vistkerfisnálgun eða neina efnahagsnálgun er allt byggt á líffræðilegri hámörkun hvers stofns fyrir sig. Eins og þegar ráðgjöf í karfa var leiðrétt og kvóti aukinn um 62%, var það efnahagslega mjög óhagkvæmt. Við hefðum líklega ekki átt að auka karfaheimildir svona mikið. Svo þyrfti að ræða til dæmis reiknaðan kostnað af því að veiða loðnu á móti því að fá hana í gegnum þorsk. Það er auðvelt að reikna þetta í landbúnaði – við fáum miklu meira fyrir lömbin en grasið. Í sjávarútvegi er þetta þörf spurning.“

Bendir Svanur einnig á að það geta verið tegundir sem þarf að stórauka veiðar á til að vernda aðra nytjastofna, sérstaklega tegundir sem stunda mikið afrán.

Eitt líkan ekki svarið

Bjarki Þór Elvarsson, tölfræðingur hjá Hafrannsóknastofnun, segir nú þegar vistkerfisnálgun viðhafða hjá stofnuninni, en tekur fram að slík nálgun eigi sér einnig takmarkanir. Bendir hann meðal annars á að svörin sem úrvinnsla gagna gefur velti mikið á spurningarnar sem lagðar séu til grunns, það er að segja hvert markmiðið er hverju sinni.

„Allir sem eru að vinna í þessum bransa hafa verið að vinna í átt að vistkerfisnálgun. Það má segja að fyrsta skrefið hafi verið einstofnanálgun sem við höfum byggt okkar ráðgjöf á og koma sem flestum stofnum inn í slíka ráðgjöf og þannig fáum við betri mynd hvert veiðiþol hvers stofns er. Þegar maður byrjar þar þá rekumst við á áhrif umhverfisþátta, annarra stofna eða til dæmis blönduðum veiðum. Þetta eru margir þættir sem spila inn í,“ útskýrir Bjarki Þór.

Bjarki Þór Elvarsson, tölfræðingur hjá Hafrannsóknastofnun.
Bjarki Þór Elvarsson, tölfræðingur hjá Hafrannsóknastofnun. mbl.is/Kristinn Magnússon

Hann segir stofnlíkönin sem eru til grundvallar veiðiráðgjafar ekki svara því sem viðkemur til að mynda svæðisbundnum áhrifum og er því stuðst við aðrar aðferðir til dæmis við ákvarðanir er varða tímabundin eða ótímabundin friðunarsvæði.

„Stutta svarið er að það er verið að færa sig yfir í aukna vistkerfisnálgun og við byggjum okkar ráðgjöf á meiri gögnum en bara einstofnaráðgjöfinni sjálfri. Það að fara í flókin vistkerfislíkön er þáttur í því en það eru margir þættir sem einnig þarf að líta til eins og staðsetningu líffræðilegrar fjölbreytni sem þarf að vernda, áhrif nýtingar á setlög og þar af leiðandi búsvæði og margt fleira – það er ekki ein stök lausn á þessu. Við verðum þess vegna að nýta margvíslegar aðferðir því rannsóknarspurningarnar eru svo misjafnar.“

Að mati Bjarka Þórs er leiðin að aukinni vistkerfisnálgun ekki að smíða eitt stórt líkan heldur að smíða mörg líkön sem hægt er að sníða að þeirri rannsóknarspurningu sem þarf að svara hverju sinni.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 6.3.25 617,03 kr/kg
Þorskur, slægður 6.3.25 729,62 kr/kg
Ýsa, óslægð 6.3.25 413,95 kr/kg
Ýsa, slægð 6.3.25 335,58 kr/kg
Ufsi, óslægður 6.3.25 315,92 kr/kg
Ufsi, slægður 6.3.25 111,75 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 30.1.25 16,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 19.2.25 170,00 kr/kg
Gullkarfi 6.3.25 510,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

6.3.25 Dalborg EA 317 Grásleppunet
Grásleppa 330 kg
Þorskur 142 kg
Skarkoli 18 kg
Steinbítur 3 kg
Samtals 493 kg
6.3.25 Hafey SK 10 Grásleppunet
Grásleppa 530 kg
Rauðmagi 22 kg
Skarkoli 1 kg
Samtals 553 kg
6.3.25 Sunnutindur SU 95 Línutrekt
Þorskur 14.202 kg
Ýsa 1.018 kg
Langa 70 kg
Keila 69 kg
Steinbítur 29 kg
Samtals 15.388 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 6.3.25 617,03 kr/kg
Þorskur, slægður 6.3.25 729,62 kr/kg
Ýsa, óslægð 6.3.25 413,95 kr/kg
Ýsa, slægð 6.3.25 335,58 kr/kg
Ufsi, óslægður 6.3.25 315,92 kr/kg
Ufsi, slægður 6.3.25 111,75 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 30.1.25 16,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 19.2.25 170,00 kr/kg
Gullkarfi 6.3.25 510,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

6.3.25 Dalborg EA 317 Grásleppunet
Grásleppa 330 kg
Þorskur 142 kg
Skarkoli 18 kg
Steinbítur 3 kg
Samtals 493 kg
6.3.25 Hafey SK 10 Grásleppunet
Grásleppa 530 kg
Rauðmagi 22 kg
Skarkoli 1 kg
Samtals 553 kg
6.3.25 Sunnutindur SU 95 Línutrekt
Þorskur 14.202 kg
Ýsa 1.018 kg
Langa 70 kg
Keila 69 kg
Steinbítur 29 kg
Samtals 15.388 kg

Skoða allar landanir »