Tollar Trumps Íslendingum hagstæðir?

Innflutningstollar sem Donald Trump forseti Bandaríkjanna leggur á sjávarafurðir frá …
Innflutningstollar sem Donald Trump forseti Bandaríkjanna leggur á sjávarafurðir frá Kanada og mögulega Evrópusambandinu gætu bætt samkeppnisstöðu annarra, en til skamms tíma. AFP

Samkeppnisstaða kanadískra sjávarafurða mun skerðast vegna innflutningstolla Donalds Trumps forseta Bandaríkjanna og það sama mun gerast fyrir evrópskar afurðir ef tollar verða settar á ríki Evrópusambandsins. Ríki sem framleiða sjávarafurðir en verða ekki fyrir tollum bandarískra yfirvalda munu hins vegar sjá stöðu sína bætta á Bandaríkjamarkaði.

Það verður þó skammgóður vermir því verðhækkanir sem verða á mörkuðum geta hæglega dregið úr eftirspurn sem mun auka samkeppni á öðrum mörkuðum.

Þetta segir Philip Scrase, yfirmaður greiningardeildar Kontali á sviði fiskeldis, í vikulegri markaðsgreiningu sem er til umfjöllunar hjá Fishfarmingexpert.

Hann segir ljóst að tollar bandarískra yfirvalda munu trufla flæði viðskipta, verðmyndun og breyta markaðsaðstæðum á heimsvísu.

Philip M. Scrase
Philip M. Scrase Ljósmynd/Kontali

Neysluverð hækki um 10%

Innflutningstollarnir sem settir hafa verið á Kanada (25%) og boðaðir tollar á Evrópusambandið munu til skemmri tíma bæta samkeppnisstöðu eldislax frá Síle og Noregi. „Hærri tollar munu leiða til hækkandi verðs á laxi í Bandaríkjunum, sérstaklega fyrir vörur sem ekki er auðvelt að skipta út,“ segir Scrase.

Ætla má að þessi áhrif munu einnig ná til íslenskra sjávarafurða, þar sem Ísland er í sambærilegri stöðu og Noregur.

Scrase segir hins vegar ávinninginn af hærra verði kunna snúast í andhverfu sína.

„Jafnvel þegar Noregur og Chile stíga inn til að auka framboð í Bandaríkjunum, munu hærri tollar hækka neysluverð – hugsanlega um allt að 10% – á sama tíma og alþjóðlegt viðskiptaflæði endurmótast. Komi til víðtækra tollahækkana mun eftirspurn í Bandaríkjunum minnka og afurðum verður beint til Evrópu og Asíu, sem eykur samkeppni og þrýstir á verð.“

Háð umfangi

Nýverið var greint frá því að þingmaðurinn Clay Higgins frá Louisiana hafi hvatt Trump til að leggja 100% innflutningstoll á sjávarafurðir, sérstaklega frá Kína, Ekvador, Víetnam, Indlandi og Indónesíu.

Scrase vekur þó athygli á því að þróunin mun vera háð því hversu háir og umfangsmiklir hugsanlegir tollar verða.

Tollarnir geta leitt til þess að innlend framleiðsla í Bandaríkjunum aukist, en það kallar á umtalsverðar fjárfestingar og uppbyggingu nýrra framleiðslustöðva. Slíkar breytingar taka þó langan tíma að sögn Scrase sem telur markaðina þurfa þó nokkurn tíma til að ná jafnvægi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 6.3.25 615,39 kr/kg
Þorskur, slægður 6.3.25 729,62 kr/kg
Ýsa, óslægð 6.3.25 414,01 kr/kg
Ýsa, slægð 6.3.25 335,58 kr/kg
Ufsi, óslægður 6.3.25 315,92 kr/kg
Ufsi, slægður 6.3.25 111,75 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 30.1.25 16,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 19.2.25 170,00 kr/kg
Gullkarfi 6.3.25 510,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

6.3.25 Dalborg EA 317 Grásleppunet
Grásleppa 330 kg
Þorskur 142 kg
Skarkoli 18 kg
Steinbítur 3 kg
Samtals 493 kg
6.3.25 Hafey SK 10 Grásleppunet
Grásleppa 530 kg
Rauðmagi 22 kg
Skarkoli 1 kg
Samtals 553 kg
6.3.25 Sunnutindur SU 95 Línutrekt
Þorskur 14.202 kg
Ýsa 1.018 kg
Langa 70 kg
Keila 69 kg
Steinbítur 29 kg
Samtals 15.388 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 6.3.25 615,39 kr/kg
Þorskur, slægður 6.3.25 729,62 kr/kg
Ýsa, óslægð 6.3.25 414,01 kr/kg
Ýsa, slægð 6.3.25 335,58 kr/kg
Ufsi, óslægður 6.3.25 315,92 kr/kg
Ufsi, slægður 6.3.25 111,75 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 30.1.25 16,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 19.2.25 170,00 kr/kg
Gullkarfi 6.3.25 510,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

6.3.25 Dalborg EA 317 Grásleppunet
Grásleppa 330 kg
Þorskur 142 kg
Skarkoli 18 kg
Steinbítur 3 kg
Samtals 493 kg
6.3.25 Hafey SK 10 Grásleppunet
Grásleppa 530 kg
Rauðmagi 22 kg
Skarkoli 1 kg
Samtals 553 kg
6.3.25 Sunnutindur SU 95 Línutrekt
Þorskur 14.202 kg
Ýsa 1.018 kg
Langa 70 kg
Keila 69 kg
Steinbítur 29 kg
Samtals 15.388 kg

Skoða allar landanir »