„Í mínum huga ríkir neyðarástand þegar kemur að nýtingu loðnustofnsins við Íslandsstrendur. Ég er búinn að vera í Brimi í sjö ár og á því tímabili hefur engin veiði verið í þrjú ár og á þessu ári er nánast engin veiði. Þetta hefur aldrei gerst áður,“ segir Guðmundur Kristjánsson, útgerðarmaður í Brimi hf., í samtali við Morgunblaðið, þegar leitað er álits hans á stöðu mála þegar yfirstandandi loðnuvertíð er að komast á endastöð.
„Atvinnugreinin, stjórnvöld og Hafrannsóknastofnun verða nú að setjast niður og það þarf að hugsa nýtingu loðnustofnsins algerlega upp á nýtt,“ segir hann og gagnrýnir stjórnvöld fyrir að sinna ekki rannsóknum.
„Rannsóknir á hafinu, fiskistofnunum og lífríkinu í kringum Ísland eru ekki unnar í samstarfi við atvinnugreinina,“ segir Guðmundur.
„Það er t.d. ekkert tillit tekið til afráns hvala og það er ekkert verið að rannsaka magainnihald hvala á loðnuvertíð. Af hverju veiðum við ekki hval á loðnuvertíðinni til þess að fá að vita hvað hann er að éta? Af hverju rannsökum við ekki hvaða áhrif samkeppni hvals og loðnu um æti hefur?“ segir Guðmundur og vísar þar til svifs og átu.
„Það var gefinn út loðnukvóti fyrir tæp 4.500 tonn sem er eitthvað sem hvalirnir við landið éta á einum degi,“ segir Guðmundur Kristjánsson.
Lesa má meira um málið í Morgunblaðinu í dag
Afurð | Dags. | Meðalverð |
---|---|---|
Þorskur, óslægður | 7.3.25 | 591,76 kr/kg |
Þorskur, slægður | 7.3.25 | 633,90 kr/kg |
Ýsa, óslægð | 7.3.25 | 346,52 kr/kg |
Ýsa, slægð | 7.3.25 | 310,78 kr/kg |
Ufsi, óslægður | 7.3.25 | 201,00 kr/kg |
Ufsi, slægður | 7.3.25 | 306,49 kr/kg |
Undirmálsufsi, óslægður | 30.1.25 | 16,00 kr/kg |
Undirmálsufsi, slægður | 21.1.25 | 249,00 kr/kg |
Djúpkarfi | 19.2.25 | 170,00 kr/kg |
Gullkarfi | 7.3.25 | 326,07 kr/kg |
8.3.25 Einar Guðnason ÍS 303 Lína | |
---|---|
Þorskur | 14.177 kg |
Ýsa | 3.509 kg |
Steinbítur | 2.548 kg |
Hlýri | 35 kg |
Karfi | 23 kg |
Langa | 7 kg |
Samtals | 20.299 kg |
8.3.25 Skarphéðinn SU 3 Handfæri | |
---|---|
Þorskur | 3.679 kg |
Samtals | 3.679 kg |
8.3.25 Sunnutindur SU 95 Línutrekt | |
---|---|
Þorskur | 10.363 kg |
Ýsa | 1.532 kg |
Steinbítur | 109 kg |
Langa | 77 kg |
Keila | 26 kg |
Hlýri | 20 kg |
Ufsi | 13 kg |
Samtals | 12.140 kg |
Afurð | Dags. | Meðalverð |
---|---|---|
Þorskur, óslægður | 7.3.25 | 591,76 kr/kg |
Þorskur, slægður | 7.3.25 | 633,90 kr/kg |
Ýsa, óslægð | 7.3.25 | 346,52 kr/kg |
Ýsa, slægð | 7.3.25 | 310,78 kr/kg |
Ufsi, óslægður | 7.3.25 | 201,00 kr/kg |
Ufsi, slægður | 7.3.25 | 306,49 kr/kg |
Undirmálsufsi, óslægður | 30.1.25 | 16,00 kr/kg |
Undirmálsufsi, slægður | 21.1.25 | 249,00 kr/kg |
Djúpkarfi | 19.2.25 | 170,00 kr/kg |
Gullkarfi | 7.3.25 | 326,07 kr/kg |
8.3.25 Einar Guðnason ÍS 303 Lína | |
---|---|
Þorskur | 14.177 kg |
Ýsa | 3.509 kg |
Steinbítur | 2.548 kg |
Hlýri | 35 kg |
Karfi | 23 kg |
Langa | 7 kg |
Samtals | 20.299 kg |
8.3.25 Skarphéðinn SU 3 Handfæri | |
---|---|
Þorskur | 3.679 kg |
Samtals | 3.679 kg |
8.3.25 Sunnutindur SU 95 Línutrekt | |
---|---|
Þorskur | 10.363 kg |
Ýsa | 1.532 kg |
Steinbítur | 109 kg |
Langa | 77 kg |
Keila | 26 kg |
Hlýri | 20 kg |
Ufsi | 13 kg |
Samtals | 12.140 kg |