Óttast ekki áhrif tollastríðsins

Friðleifur Friðleifsson, hjá Iceland Seafood, kveðst ekki hafa áhyggjur af …
Friðleifur Friðleifsson, hjá Iceland Seafood, kveðst ekki hafa áhyggjur af stöðu þorsksins þótt hann verði fyrir barðinu á mögulegum tollum í Bandaríkjunum. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Það kann að vera lítil ástæða til að óttast innflutningstolla á íslenskar sjávarafurðir til Bandaríkjanna, að minnsta kosti í tilfelli þorsksins þar sem hann er orðin dýr hágæðavara og er víða að finna kaupendur sem tilbúnir eru að greiða hátt verð.

Þetta segir Friðleifur Friðleifsson, sölustjóri frystra afurða hjá Iceland Seafood, inntur álits á horfunum á Bandaríkjamarkaði í ljósi stefnu þarlendra yfirvalda í tollamálum.

Óljóst er hver þróunin verður í tollamálum vestra enda hefur Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, í tvígang tilkynnt nýja tolla á vörur frá Kanada, Mexíkó og Kína en síðan frestað þeim stuttu eftir gildistöku. Þá hefur hann jafnframt viðrað hugmyndir um tolla á vörur frá ríkjum Evrópusambandsins, en ekkert er vitað hvort forsetinn hefur haft í huga tolla á vörur frá öðrum Evrópuríkjum, til að mynda Íslandi eða Noregi.

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur síðustu daga bæði tilkynnt nýja …
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur síðustu daga bæði tilkynnt nýja tolla og frestun þeirra. AFP

„Ef tollur er settur á íslenskan þorsk á Ameríkumarkaði þá erum við bara að fara að hækka verðið, því þessi fiskur getur í dag leitað á aðra markaði. Það er liðin tíð að við eigum að framleiða þorskafurðir fyrir hvern sem er. Tollur á íslenskar afurðir inn á Bandaríkjamarkað eru aldrei fagnaðarefni, ég mun aldrei styðja álagningu slíkra tolla, en ég held að í tengslum við þorskinn þá erum við bara með spil á hendi sem gerir okkur einfalt fyrir að leysa það mál ef sú staða kemur upp. Jafnvel fyrir ýsuna líka,“ segir Friðleifur.

Verð haldi áfram að hækka

Friðleifur segir þorskinn kónginn í sjávarafurðum. „Við erum í mjög sterkri stöðu í þorski á þessum markaði. Við erum að selja mikið af dýrum ferskum vörum, hnökkum og bitum, til Bandaríkjanna. Þetta er hágæðavara sem unnin er hér á Íslandi og við erum að fá mjög gott verð fyrir hana. Ef staðan heldur áfram svona þá munu verð bara halda áfram að hækka.“

Þá segir hann þorskinn einnig sérstaklega í sterkri stöðu þar sem mikil eftirspurn sé eftir honum í mörgum afurðaflokkum á mörgum mörkuðum hvort sem það er í Evrópu eða Norður-Ameríku.

„Þorskurinn getur farið í saltaðar afurðir, ferskar, frosnar eða fisk og franskar í Bretlandi. Þorskurinn hefur svo marga snertifleti í markaðsstarfi okkar að ég hef mjög litlar áhyggjur af þorski verðlega séð, allavega út þetta ár og jafnvel fram í næsta ár.“

Á ekki að keppa við verðminni tegundir

En getur verð á þorski hækkað endalaust, eru einhver efri mörk hvað verð varðar þar sem neytendur byrji að hafna þorskinum?

„Við þurfum að leita í ákveðin lög af markaðnum með okkar vörur. Ég held það sé löngu tímabært að við reynum að hætta að fóðra heiminn á þorski. Við eigum að selja þeim sem geta borgað það sem þarf til að sækja þetta og vinna þetta. Þegar horft er á sjósóknina, framleiðsluna og hátæknina sem við erum með, þá er alveg eðlilegt að þetta sé dýr vara. Þetta er það sem við erum að reyna að leggja áherslu á á mörkuðum, að þetta er hágæðavara framleidd með bestu tækni sem völ er á. Það er ekki endilega eðlilegt að þessi vara sé þá í öllum lögum markaðarins.“

Íslenskur þorskur á að vera úrvalsvara sem keppir ekki við …
Íslenskur þorskur á að vera úrvalsvara sem keppir ekki við verðminni tegundir, heldur sé frátekin fyrir kaupendur með mikla greiðslugetu, að mati Friðleifs Friðleifssonar. mbl.is/Hafþór Hreiðarsson

Það sé með öðrum orðum ekki tilefni til að selja þorsk sem almenna neysluvöru í samkeppni við langtum ódýrari vörur eins og alaskaufsa eða tilapía. Þorskur á að vera úrvalsvara.

„Miðað við kvótastöðuna á Íslandi í dag og niðurskurðinn í Barentshafi hjá Norðmönnum og Rússum, erum við í mjög sterkri stöðu með þessa tegund,“ segir Friðleifur.

Greint var frá því í nóvember á síðasta ári að Norðmenn óttist að Íslendingar leysi þá af hólmi sme leiðandi á mörkuðum með þorsk. Kvaðst Bjørn-Erik Stabell yf­ir­maður stefnumótun­ar og sjálf­bærni hjá út­flutn­ings­ráði norskra sjáv­ar­af­urða, Nor­ges sjømatråd, sannfærður um að Íslendingar yrðu í einstakri stöðu.

Staðan önnur í laxinum

Philip Scrase, yfirmaður greiningardeilar fiskeldis hjá Kontali, sagði nýverið að til skamms tíma myndu bandarískir innflutningstollar á Kanada og mögulegir tollar á ríki Evrópusambandsins leiða til þess samkeppnisstaða framleiðenda eldislax utan Kanada og Evrópusambandsins á Bandaríkjamarkaði eflist.

Tollarnir myndu leiða til hærra verðs sem komi framleiðendum í Noregi og Síle til góðs til skemmri tíma, en Scrase varaði við því að eftirspurn kynni að minnka. Þá væri mikið af laxi sem myndi leita á aðra markaði í Asíu og Evrópu og að samkeppni þar myndi aukast og þrýstingur verða á verð.

„Í tengslum við tolla sem settir eru á Kanada er stóra spurningin hvert mun kanadíski laxinn, sem hefur fyrst og fremst farið inn á Bandaríkjamarkað, leita. Hann er þá líklega að fara til Evrópu eða Asíu. Þar mun hann mæta norska og íslenska laxinum,“ segir Friðleifur.

Áhrifin á íslenska laxframleiðendur mun þó líklega ráðast af því hvort Ísland verði fyrir barðinu á tollastefnu bandarískra yfirvalda eða hvort Ísland sleppi alfarið við tollahækkanir, segir hann.

„Svo munu einhverjir þurfa að fylla í gatið sem Kanadamenn skilja eftir sig í laxi. Íslendingar standa vel landfræðilega séð til að sinna Bandaríkjamarkaði með lax. Ég held að laxinn sé sú vara þar sem við erum í mestri hættu á að tollarnir gætu bitið á okkur. Ef við sleppum alveg við tolla, þá er alveg ljóst að við sitjum þar að gífurlega öflugum markaði nánast einir í samfloti við Norðmenn.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 7.3.25 591,76 kr/kg
Þorskur, slægður 7.3.25 633,90 kr/kg
Ýsa, óslægð 7.3.25 346,52 kr/kg
Ýsa, slægð 7.3.25 310,78 kr/kg
Ufsi, óslægður 7.3.25 201,00 kr/kg
Ufsi, slægður 7.3.25 306,49 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 30.1.25 16,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 19.2.25 170,00 kr/kg
Gullkarfi 7.3.25 326,07 kr/kg

Fleiri tegundir »

8.3.25 Einar Guðnason ÍS 303 Lína
Þorskur 14.177 kg
Ýsa 3.509 kg
Steinbítur 2.548 kg
Hlýri 35 kg
Karfi 23 kg
Langa 7 kg
Samtals 20.299 kg
8.3.25 Skarphéðinn SU 3 Handfæri
Þorskur 3.679 kg
Samtals 3.679 kg
8.3.25 Sunnutindur SU 95 Línutrekt
Þorskur 10.363 kg
Ýsa 1.532 kg
Steinbítur 109 kg
Langa 77 kg
Keila 26 kg
Hlýri 20 kg
Ufsi 13 kg
Samtals 12.140 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 7.3.25 591,76 kr/kg
Þorskur, slægður 7.3.25 633,90 kr/kg
Ýsa, óslægð 7.3.25 346,52 kr/kg
Ýsa, slægð 7.3.25 310,78 kr/kg
Ufsi, óslægður 7.3.25 201,00 kr/kg
Ufsi, slægður 7.3.25 306,49 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 30.1.25 16,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 19.2.25 170,00 kr/kg
Gullkarfi 7.3.25 326,07 kr/kg

Fleiri tegundir »

8.3.25 Einar Guðnason ÍS 303 Lína
Þorskur 14.177 kg
Ýsa 3.509 kg
Steinbítur 2.548 kg
Hlýri 35 kg
Karfi 23 kg
Langa 7 kg
Samtals 20.299 kg
8.3.25 Skarphéðinn SU 3 Handfæri
Þorskur 3.679 kg
Samtals 3.679 kg
8.3.25 Sunnutindur SU 95 Línutrekt
Þorskur 10.363 kg
Ýsa 1.532 kg
Steinbítur 109 kg
Langa 77 kg
Keila 26 kg
Hlýri 20 kg
Ufsi 13 kg
Samtals 12.140 kg

Skoða allar landanir »