Loðna 90% af fæðu kanadísks hnúfubaks

Hnúfubakar við strendur Kanada leggja sér að mestu lðnu til …
Hnúfubakar við strendur Kanada leggja sér að mestu lðnu til munns. Hvað skyldu þeir borða á Íslandsmiðum? mbl.is/Sigurður Ægisson

Grein­ing fitu­sýna úr húð hnúfu­baka við Ný­fundna­land hef­ur sýnt að fæða þeirra að sumri var um 90% loðna og það þrátt fyr­ir hrun loðnu­stofns­ins á þess­um slóðum. Rann­sókn­ir hafa einnig sýnt fram á sterka fylgni milli ferða hnúfu­baka í fæðuleit og þétt­leika loðnu.

Fram kem­ur í Morg­un­blaðinu í dag að til skoðunar sé að leggja fram þings­álykt­un­ar­til­lögu um rann­sókn­ir á afráni hnúfu­baka á loðnu­stofn­in­um við Ísland.

„Við kom­umst að þeirri niður­stöðu að loðnan væri u.þ.b. 90% af sum­ar­fæðu hnúfu­baks á sum­ar­fæðusvæði þeirra und­an norðaust­ur­strönd Ný­fundna­lands, þrátt fyr­ir að loðnu­stofn­inn við Ný­fundna­land hafi ekki enn náð sér eft­ir hrun stofns­ins,“ seg­ir í kanadískri vís­inda­grein sem birt var 2021 í vís­inda­tíma­rit­inu Cana­di­an Journal of Zoology.

Rann­sókn­in byggði grein­ingu fitu­sýna sem tek­in voru í júlí og ág­úst árin 2016 og 2017 og sýndu niður­stöðurn­ar sam­bæri­legt hlut­fall af loðnu í fæðu hval­anna bæði árin, að því er seg­ir í grein­inni „Stable isotope ana­lys­is reveals that hump­back whales (Megap­tera novaeangliae) primarily consume cap­el­in (Mallot­us vil­los­us) in co­astal New­found­land, Can­ada“. 

Svipað og önn­ur rán­dýr

„Þar sem loðna er enn í miklu magni við strönd­ina á sum­ar­hrygn­ing­ar­tím­an­um á ákveðnum svæðum, geta hnúfu­bak­ar haldið loðnu í háu hlut­falli af fæðu bæði fyr­ir og eft­ir hrun loðnu­stofns­ins, svipað og önn­ur rán­dýr.“

Þá seg­ir í grein­inni að loðna sé út­sett­ari fyr­ir ágengni hnúfu­baka en sandsíli þar sem loðnutorf­urn­ar á hrygn­ing­ar­svæðum haldi þétt­leika sín­um þrátt fyr­ir árás­ir rán­dýra, á meðan sandsíl­in hrygni seint að hausti eða í vetr­ar­byrj­un og grafi sig í sand yfir dag­inn. 

Þor­steinn Sig­urðsson, for­stjóri Haf­rann­sókna­stofn­un­ar, seg­ir í sam­tali við Morg­un­blaðið í dag að vitað sé að fjölg­un hnúfu­baka á Norður-Atlants­hafi hafi áhrif á afrakst­ur loðnu­stofns­ins en ekki sé vitað í hve mik­il þau áhrif eru. Jafn­framt kem­ur fram að reynt hafi verið að ná fitu­sýn­um til grein­ing­ar á ár­un­um 2018 til 2022 en það hafi gengið erfiðlega.

Keppa mögu­lega um átu

Sterk­ar vís­bend­ing­ar eru um að hnúfu­bak­ar leiti sér­stak­lega að fæðu á svæðum þar sem finna má loðnu að sumri, að því er fram kem­ur í grein norskra vís­inda­manna „Forag­ing mo­vements of hump­back whales rela­te to the later­al and vertical distri­buti­on of cap­el­in in the Bar­ents Sea“ sem birt var í Frontiers of Mar­ine Science árið 2023.

„Hnúfu­bak­ar fylgja í stór­um drátt­um út­breiðslu og lóðrétt­um hreyf­ing­um loðnunn­ar þegar þeir eru á sum­ar­fæðusvæði í Bar­ents­hafi. Minni hraði og stefna lá­réttra hreyf­inga inn­an svæða með mikla loðnuþétt­leika bend­ir ein­dregið til þess að hnúfu­bak­ar mark­visst sækja á svæði með háan þétt­leika loðnu,“ seg­ir í grein­inni.

Norðmenn­irn­ir vildu þó ekki full­yrða um afrán hnúfu­baka og segja ekki ljóst hvort hval­irn­ir séu að leita beint í loðnuna í Bar­ents­hafi og/​eða að þeir séu að leita í sömu bráð og loðnan, það er að segja ljósátu eða krabbaflær.

„Burt­séð frá því hvort önn­ur eða báðar þess­ar til­gát­ur eru sann­ar, þá styður upp­götv­un okk­ar um að hreyf­ing­ar hnúfu­baka í fæðuleit verða fyr­ir áhrif­um breyt­inga á út­breiðslu loðnu og þétt­leika henn­ar að sterk tengsl eru milli hnúfu­baks og loðnu.“

Útbreiðsla hnúfubaka á norður-atlantshafi Heimild: Havforskningsinstituttet.
Útbreiðsla hnúfu­baka á norður-atlants­hafi Heim­ild: Hav­forskn­ings­instituttet. mbl.is

Bund­in við fæðusvæði

Hnúfu­bök­um hef­ur fjölgað á Norður-Atlants­hafi jafnt og þétt und­an­far­in ár og ára­tugi, en teg­und­in var friðuð um miðja síðustu öld.

Þessi hvala­teg­und verður um 15 til 17 metra að lengd og eru kven­dýr­in um einn til einn og hálf­an meter lengri en karldýr­in. Dýr­in verða kynþroska þegar þau eru á bil­inu fimm til tíu ára göm­ul og er fæða breyti­leg eft­ir svæðum, að því er fram kem­ur á vef norsku haf­rann­sókna­stofn­un­ar­inn­ar, Hav­forskn­ings­instituttet. Þar seg­ir að fæðan nær til alls frá ljósátu til smá­fiska sem synda í torf­um eins og loðnu og jafn­vel síld.

Á sumr­in eru hnúfu­bak­ar í fæðuleit í köld­um sjó á Norður­slóðum en synda suður á hlýrri svæði þar sem þeir fjölga sér.

„Kálfarn­ir fylgja móður­inni í að minnsta kosti eitt ár og það þýðir að teng­ing við ákveðin fæðusvæði mynd­ast í gegn­um móður­ina. […] Norðan við Dóm­in­íska lýðveldið í Karíbahaf­inu er vel þekkt­ur land­grunn þar sem við finn­um hnúfu­bak sem eiga fæðusvæði meðfram strönd­um Banda­ríkj­anna og Kan­ada, við Vest­ur-Græn­land, Ísland og í Bar­ents­hafi. Jafn­vel þótt þeir séu með sam­eig­in­legt æxl­un­ar­svæði er lít­il blanda milli dýra á mis­mun­andi fæðusvæðum,“ seg­ir á vef norsku stofn­un­ar­inn­ar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 9.5.25 380,09 kr/kg
Þorskur, slægður 9.5.25 574,02 kr/kg
Ýsa, óslægð 9.5.25 484,83 kr/kg
Ýsa, slægð 9.5.25 98,01 kr/kg
Ufsi, óslægður 9.5.25 143,74 kr/kg
Ufsi, slægður 8.5.25 169,79 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 23.4.25 20,00 kr/kg
Djúpkarfi 17.3.25 188,00 kr/kg
Gullkarfi 9.5.25 265,95 kr/kg
Litli karfi 9.5.25 10,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

10.5.25 Bibbi Jóns ÍS 65 Grásleppunet
Grásleppa 1.302 kg
Samtals 1.302 kg
10.5.25 Einar Guðnason ÍS 303 Lína
Þorskur 7.071 kg
Steinbítur 4.304 kg
Ýsa 2.158 kg
Skarkoli 228 kg
Hlýri 51 kg
Langlúra 40 kg
Ufsi 18 kg
Samtals 13.870 kg
10.5.25 Hafrafell SU 65 Lína
Þorskur 771 kg
Ýsa 56 kg
Steinbítur 25 kg
Keila 15 kg
Langa 15 kg
Samtals 882 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 9.5.25 380,09 kr/kg
Þorskur, slægður 9.5.25 574,02 kr/kg
Ýsa, óslægð 9.5.25 484,83 kr/kg
Ýsa, slægð 9.5.25 98,01 kr/kg
Ufsi, óslægður 9.5.25 143,74 kr/kg
Ufsi, slægður 8.5.25 169,79 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 23.4.25 20,00 kr/kg
Djúpkarfi 17.3.25 188,00 kr/kg
Gullkarfi 9.5.25 265,95 kr/kg
Litli karfi 9.5.25 10,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

10.5.25 Bibbi Jóns ÍS 65 Grásleppunet
Grásleppa 1.302 kg
Samtals 1.302 kg
10.5.25 Einar Guðnason ÍS 303 Lína
Þorskur 7.071 kg
Steinbítur 4.304 kg
Ýsa 2.158 kg
Skarkoli 228 kg
Hlýri 51 kg
Langlúra 40 kg
Ufsi 18 kg
Samtals 13.870 kg
10.5.25 Hafrafell SU 65 Lína
Þorskur 771 kg
Ýsa 56 kg
Steinbítur 25 kg
Keila 15 kg
Langa 15 kg
Samtals 882 kg

Skoða allar landanir »