Til skoðunar er að leggja fram þingsályktunartillögu á Alþingi sem mælir fyrir um að hafist verði handa við að rannsaka afrán hnúfubaks á loðnustofninum á Íslandsmiðum, þar á meðal að skoða mögulegar vísindaveiðar, ef það er það sem þarf til að afla nauðsynlegra upplýsinga um hvað er að gerast í mikilvægustu nytjastofnum á Íslandsmiðum.
Þetta segir Vilhjálmur Árnason, alþingismaður og ritari Sjálfstæðisflokksins, í samtali við Morgunblaðið. Bendir hann á að loðnan sé gríðarlega mikilvægur nytjastofn fyrir íslenskt þjóðarbú, en loðna er ein aðalfæða hnúfubaks.
„Það þarf að kalla eftir upplýsingum um hvað stjórnvöld eru að gera í málinu og hvaða upplýsingum þau búa yfir,“ segir hann. Þau verði að átta sig á því hvað hnúfubakurinn er að éta og hver áhrif hans séu á afkomu nytjastofna á Íslandsmiðum, einkum loðnu.
„Þegar sterkar vísbendingar eru um mikil áhrif af stækkandi stofni hnúfubaks á einn af mikilvægustu nytjastofnum okkar verðum við að gera allt til þess að afla okkur upplýsinga um þessi áhrif, hvort heldur er með vísindaveiðum á hnúfubak eða með öðrum hætti. Það er augljóst,“ segir Vilhjálmur.
„Loðnan er gríðarlega mikilvæg í auðlindanýtingu okkar og við þurfum að átta okkur á því hvað hnúfubaksstofninn hefur stækkað mikið,“ segir Jens Garðar Helgason, alþingismaður og varaformaður Sjálfstæðisflokksins. Afla þurfi þekkingar á því.
„Það liggur alveg ljóst fyrir að það verður að setja fjármuni í rannsóknir á hnúfubak til að fá vitneskju um hver fæðusamsetningin er og það verður að gera í samráði við Hafrannsóknastofnun, hvort sem við tökum nokkur dýr til rannsóknar eða tökum húðsýni,“ segir hann.
Jens Garðar segir tugmilljarða hagsmuni í húfi í útflutningsverðmætum á loðnu.
„Ég horfi út um gluggann hjá mér á uppsjávarveiðiskipin Jón Kjartansson og Aðalstein Jónsson sem liggja í höfninni hér á Eskifirði, en ættu nú að vera á loðnu ef allt væri eðlilegt,“ segir hann.
„Það er alveg ljóst að fjölgun hnúfubaks hefur áhrif á afrakstur loðnustofnsins í það minnsta, en hversu mikið er svo önnur spurning,“ segir Þorsteinn Sigurðsson, forstjóri Hafrannsóknastofnunar.
Lesa má meira um málið í Morgunblaðinu í dag
Afurð | Dags. | Meðalverð |
---|---|---|
Þorskur, óslægður | 25.4.25 | 510,19 kr/kg |
Þorskur, slægður | 25.4.25 | 647,23 kr/kg |
Ýsa, óslægð | 25.4.25 | 354,96 kr/kg |
Ýsa, slægð | 25.4.25 | 396,90 kr/kg |
Ufsi, óslægður | 25.4.25 | 199,39 kr/kg |
Ufsi, slægður | 25.4.25 | 273,66 kr/kg |
Undirmálsufsi, óslægður | 23.4.25 | 20,00 kr/kg |
Djúpkarfi | 17.3.25 | 188,00 kr/kg |
Gullkarfi | 25.4.25 | 211,90 kr/kg |
Litli karfi | 8.4.25 | 10,00 kr/kg |
26.4.25 Hilmir ST 1 Grásleppunet | |
---|---|
Grásleppa | 977 kg |
Þorskur | 571 kg |
Skarkoli | 184 kg |
Samtals | 1.732 kg |
26.4.25 Stormur ST 69 Grásleppunet | |
---|---|
Grásleppa | 3.087 kg |
Þorskur | 62 kg |
Skarkoli | 15 kg |
Steinbítur | 8 kg |
Samtals | 3.172 kg |
26.4.25 Sæfugl ST 81 Grásleppunet | |
---|---|
Grásleppa | 4.178 kg |
Þorskur | 28 kg |
Skarkoli | 20 kg |
Samtals | 4.226 kg |
26.4.25 Kristleifur ST 82 Grásleppunet | |
---|---|
Grásleppa | 1.029 kg |
Samtals | 1.029 kg |
Afurð | Dags. | Meðalverð |
---|---|---|
Þorskur, óslægður | 25.4.25 | 510,19 kr/kg |
Þorskur, slægður | 25.4.25 | 647,23 kr/kg |
Ýsa, óslægð | 25.4.25 | 354,96 kr/kg |
Ýsa, slægð | 25.4.25 | 396,90 kr/kg |
Ufsi, óslægður | 25.4.25 | 199,39 kr/kg |
Ufsi, slægður | 25.4.25 | 273,66 kr/kg |
Undirmálsufsi, óslægður | 23.4.25 | 20,00 kr/kg |
Djúpkarfi | 17.3.25 | 188,00 kr/kg |
Gullkarfi | 25.4.25 | 211,90 kr/kg |
Litli karfi | 8.4.25 | 10,00 kr/kg |
26.4.25 Hilmir ST 1 Grásleppunet | |
---|---|
Grásleppa | 977 kg |
Þorskur | 571 kg |
Skarkoli | 184 kg |
Samtals | 1.732 kg |
26.4.25 Stormur ST 69 Grásleppunet | |
---|---|
Grásleppa | 3.087 kg |
Þorskur | 62 kg |
Skarkoli | 15 kg |
Steinbítur | 8 kg |
Samtals | 3.172 kg |
26.4.25 Sæfugl ST 81 Grásleppunet | |
---|---|
Grásleppa | 4.178 kg |
Þorskur | 28 kg |
Skarkoli | 20 kg |
Samtals | 4.226 kg |
26.4.25 Kristleifur ST 82 Grásleppunet | |
---|---|
Grásleppa | 1.029 kg |
Samtals | 1.029 kg |