Ólíklegt að frumvarp fáist afgreitt

Hanna Katrín Friðriks­son atvinnu­vega­ráðherra kvaðst stefna að því að tryggja …
Hanna Katrín Friðriks­son atvinnu­vega­ráðherra kvaðst stefna að því að tryggja strandveiðibátum 48 veiðidaga í gegnum reglugerð. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Frum­varp um breyt­ing­ar á lög­um um stjórn fisk­veiða til að tryggja strand­veiðibát­um 48 óskerta veiðidaga mun lík­lega ekki fást af­greitt nógu snemma til að laga­breyt­ing gildi um veiðar sum­ars­ins eins og stefnt var að. Þetta seg­ir Hanna Katrín Friðriks­son at­vinnu­vegaráðherra í sam­tali við frétta­stofu Rík­is­út­varps­ins.

Hanna Katrín kvaðst hins veg­ar hafa á rík­is­stjórn­ar­fundi í dag kynnt breyt­ing­ar á strand­veiðikerf­inu vegna kom­andi sum­ars í gegn­um reglu­gerð með mark­mið um að tryggja öll­um bát­um 48 veiðidaga. Hún boðaði í sam­tali við Rík­is­út­varpið að hafið yrði sam­ráðsferli í dag í tengsl­um við reglu­gerðina en reglu­gerðardrög hafa ekki verið birt í sam­ráðsgátt stjórn­valda, það úti­lok­ar þó ekki að sam­ráð hafi verið hafið fyr­ir lukt­um dyr­um.

Þegar Bjarkey Ol­sen Gunn­ars­dótt­ir tók við sem mat­vælaráðherra 9. apríl í fyrra kvaðst hún ætla að vinna að því að tryggja strand­veiðum sem flesta veiðidaga, en viður­kenndi þá þegar að ekki yrði unnt að tryggja öll­um bát­um 48 veiðidaga án þess að breyta lög­um.

„Ég er ekki viss um að all­ir átti sig á því að það eru fá lög, held ég hrein­lega, eins niðurnjörvuð í sjáv­ar­út­veg­in­um og um strand­veiðar,“ sagði Bjarkey  þegar hún svaraði fyr­ir­spurn þáver­andi þing­manns Eyj­ólfs Ármanns­son­ar (nú­ver­andi sveita­stjórn­ar- og sam­gönguráðherra) um strand­veiðar á Alþingi.

Rík­is­stjórn Sam­fylk­ing­ar, Viðreisn­ar og Flokks fólks­ins hét því í stefnu­yf­ir­lýs­ingu sinni að öll­um strand­veiðibát­um yrðu tryggðir 12 veiðidag­ar í hverj­um mánuði frá mái til ág­úst, sam­tals 48 veiðidag­ar, strax nú í sum­ar.

Hingað til hef­ur þó þurft að stöðva strand­veiðar áður en tíma­bil­inu lýk­ur þar sem veiðiheim­ild­ir sem veiðunum er ráðstafað klár­ast. Er mik­il eft­ir­vænt­ing meðal strand­veiðisjó­manna um að rík­is­stjórn­in standi við gef­in fyr­ir­heit.

Tak­markað svig­rúm

Gild­andi lög eru setja strand­veiðum þröng­ar skorður og því óljóst til hverra úrræða verður gripið í nýrri reglu­gerð, en reglu­gerðir mega ekki stang­ast á við lög sett af Alþingi.

Kveður 6. grein laga um stjórn fisk­veiða á um að ráðherra sé skylt að ráðstafa settu afla­magni í óslægðum bol­fiski til strand­veiða og að Fiski­stofu sé skylt að stöðva veiðarn­ar ef um­rædd­ar veiðiheim­ild­ir klárist.

Einnig er í lög­um skýrt kveðið á um 12 veiðidaga í mánuði og að óheim­ilt sé að stunda strand­veiðar á föstu­dög­um, laug­ar­dög­um og sunnu­dög­um. Veiðiferð má ekki standa leng­ur en 14 stund­ir frá því að látið sé úr höfn og þar til lagt er við bryggju. Þá er ekki heim­ilt að landa meira en 650 þorskí­gildis­kíló­um í hverri veiðiferð og má ekki nýta fleiri en fjór­ar hand­færar­úll­ur.

Hanna Katrín lýsti ekki fyr­ir Rík­is­út­varp­inu hvaða ákvæði í nýrri reglu­gerð séu til þess lík­leg að tryggja strand­veiðibát­um 48 veiðidaga og er því óljóst hvaða aðferð verði beitt.

Strandveiðibátur kemur til hafnar á Arnarstapa.
Strand­veiðibát­ur kem­ur til hafn­ar á Arn­arstapa. mbl.is/​Al­fons

Ýmsar hug­mynd­ir uppi

Í umræðum um strand­veiðar und­an­far­in miss­eri hafa heyrst hug­mynd­ir um að veita veiðunum heim­ild­ir utan ráðgjaf­ar Haf­rann­sókna­stofn­un­ar um há­marks­afla fisk­veiðiárs­ins og þannig sniða hjá því að Fiski­stofa þurfi að stöðva veiðarn­ar.

Einnig hafa heyrst hug­mynd­ir um að fækka hand­færar­úll­um eða klukku­stund­um sem heim­ilt er að stunda veiðar í þeim til­gangi að minnka sókn­ina og drýgja þannig veiðiheim­ild­irn­ar út strand­veiðitíma­bilið.

Upp­fært kl 19:10. Aðstoðarmaður ráðherra hef­ur áréttað að stefnt sé að því að frum­varp um strand­veiðar verði af­greitt á vorþingi en að það mun ekki gilda fyr­ir strand­veiðarn­ar nú í sum­ar. Skerpt hef­ur verið á orðalagi í inn­gangi frétt­ar vegna þessa.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 19.5.25 506,20 kr/kg
Þorskur, slægður 19.5.25 585,29 kr/kg
Ýsa, óslægð 19.5.25 406,58 kr/kg
Ýsa, slægð 19.5.25 355,92 kr/kg
Ufsi, óslægður 19.5.25 201,02 kr/kg
Ufsi, slægður 19.5.25 257,35 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 23.4.25 20,00 kr/kg
Djúpkarfi 17.3.25 188,00 kr/kg
Gullkarfi 19.5.25 230,96 kr/kg
Litli karfi 13.5.25 10,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

19.5.25 Kvistur HF 550 Handfæri
Þorskur 569 kg
Ufsi 35 kg
Samtals 604 kg
19.5.25 Helgi SH 210 Handfæri
Þorskur 760 kg
Samtals 760 kg
19.5.25 Finnur HF 12 Handfæri
Þorskur 310 kg
Ufsi 145 kg
Ýsa 4 kg
Samtals 459 kg
19.5.25 Vala HF 5 Handfæri
Þorskur 317 kg
Ufsi 108 kg
Samtals 425 kg
19.5.25 Deilir GK 109 Handfæri
Þorskur 859 kg
Ufsi 9 kg
Karfi 4 kg
Samtals 872 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 19.5.25 506,20 kr/kg
Þorskur, slægður 19.5.25 585,29 kr/kg
Ýsa, óslægð 19.5.25 406,58 kr/kg
Ýsa, slægð 19.5.25 355,92 kr/kg
Ufsi, óslægður 19.5.25 201,02 kr/kg
Ufsi, slægður 19.5.25 257,35 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 23.4.25 20,00 kr/kg
Djúpkarfi 17.3.25 188,00 kr/kg
Gullkarfi 19.5.25 230,96 kr/kg
Litli karfi 13.5.25 10,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

19.5.25 Kvistur HF 550 Handfæri
Þorskur 569 kg
Ufsi 35 kg
Samtals 604 kg
19.5.25 Helgi SH 210 Handfæri
Þorskur 760 kg
Samtals 760 kg
19.5.25 Finnur HF 12 Handfæri
Þorskur 310 kg
Ufsi 145 kg
Ýsa 4 kg
Samtals 459 kg
19.5.25 Vala HF 5 Handfæri
Þorskur 317 kg
Ufsi 108 kg
Samtals 425 kg
19.5.25 Deilir GK 109 Handfæri
Þorskur 859 kg
Ufsi 9 kg
Karfi 4 kg
Samtals 872 kg

Skoða allar landanir »