Ísland í fremstu röð í sjálfbærri nýtingu

Ríkisstyrkir geta leitt til ósjálfbærrar nýtingar. Í Síle er stórum …
Ríkisstyrkir geta leitt til ósjálfbærrar nýtingar. Í Síle er stórum hluta framlaga beint í eftirlit og vöktun sem dregur úr slíkri hættu. Minnsta hættan á ósjálfbærri nýtingu er sögð á Íslandi og á Nýja-Sjálandi. AFP

Meðal 41 ríkis sem Efnahags- og framfarastofnun (OECD) hefur tekið til skoðunar er minnsta hættan á ósjálfbærri nýtingu nytjastofna á Íslandi og á Nýja-Sjálandi, að því er fram kemur í fiskveiðiskýrslu stofnunarinnar árið 2025. Þar er sérstaklega skoðaður beinn og óbeinn fjárhagslegur stuðningur ríkja við fiskveiðar og áhrif þeirra, að því er segir í umfjöllun Morgunblaðsins.

Í þessum samanburði má sjá mikinn mun milli ríkja í hvaða formi stutt sé við fiskveiðar og í hversu háu hlutfalli það er gagnvart lönduðum afla, fjölda fiskiskipa og verðmæti afla. Ísland er með tiltölulega lítinn fjárhagslegan stuðning við fiskveiðar en í skýrslunni eru ríkisstyrkir flokkaðir í framlag til eldneytiskaupa, rekstrar, annar stuðningur og framlög til fiskveiðistjórnunar og -eftirlits.

Ólík styrkjaform

„Ríkisstuðningur [við fiskveiðar] af ákveðnum toga stuðlar að því að tryggja heilbrigði fiskistofna og þar með framleiðni og viðnámsþol fiskveiða gegn ýmsum áföllum, þar með talið loftslagsbreytingum. Aðrar stefnur, eins og þær sem beinast að félags- og efnahagslegum skammtímamarkmiðum – til dæmis eldsneytis- eða skipastyrkir – geta haft skaðleg áhrif á nytjastofna ef þær ýta undir ósjálfbærar veiðar,“ segir í fiskveiðiskýrslu OECD.

Stuðningur Íslendinga og Nýsjálendinga er nánast alfarið í formi framlaga til rannsókna, eftirlits og vöktunar. Það er alls ekki staðan í flestum ríkjum sem OECD tók til skoðunar.

Fram kemur að Danmörk, Svíþjóð, Króatía og Kosta Ríka styðja rækilega við fiskveiðar með niðurgreiðslu eldsneytis, á meðan Mexíkó og Brasilía styðja við fiskveiðar alfarið með beinum rekstrarstuðningi. Þá veita Norðmenn bæði stuðning í formi niðurgreiðslu eldsneytis og reksturs.

Nánar er fjallað um málið í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 13.3.25 546,08 kr/kg
Þorskur, slægður 13.3.25 648,52 kr/kg
Ýsa, óslægð 13.3.25 273,90 kr/kg
Ýsa, slægð 13.3.25 262,55 kr/kg
Ufsi, óslægður 13.3.25 255,01 kr/kg
Ufsi, slægður 13.3.25 289,46 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 30.1.25 16,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 9.3.25 219,00 kr/kg
Gullkarfi 13.3.25 227,97 kr/kg

Fleiri tegundir »

14.3.25 Hilmir ST 1 Línutrekt
Ýsa 1.370 kg
Þorskur 1.043 kg
Karfi 47 kg
Steinbítur 17 kg
Keila 6 kg
Samtals 2.483 kg
14.3.25 Fanney EA 82 Grásleppunet
Grásleppa 1.098 kg
Þorskur 305 kg
Skarkoli 58 kg
Rauðmagi 26 kg
Steinbítur 3 kg
Samtals 1.490 kg
14.3.25 Viktor Sig HU 66 Handfæri
Ufsi 766 kg
Þorskur 83 kg
Karfi 24 kg
Samtals 873 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 13.3.25 546,08 kr/kg
Þorskur, slægður 13.3.25 648,52 kr/kg
Ýsa, óslægð 13.3.25 273,90 kr/kg
Ýsa, slægð 13.3.25 262,55 kr/kg
Ufsi, óslægður 13.3.25 255,01 kr/kg
Ufsi, slægður 13.3.25 289,46 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 30.1.25 16,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 9.3.25 219,00 kr/kg
Gullkarfi 13.3.25 227,97 kr/kg

Fleiri tegundir »

14.3.25 Hilmir ST 1 Línutrekt
Ýsa 1.370 kg
Þorskur 1.043 kg
Karfi 47 kg
Steinbítur 17 kg
Keila 6 kg
Samtals 2.483 kg
14.3.25 Fanney EA 82 Grásleppunet
Grásleppa 1.098 kg
Þorskur 305 kg
Skarkoli 58 kg
Rauðmagi 26 kg
Steinbítur 3 kg
Samtals 1.490 kg
14.3.25 Viktor Sig HU 66 Handfæri
Ufsi 766 kg
Þorskur 83 kg
Karfi 24 kg
Samtals 873 kg

Skoða allar landanir »