Ísland í fremstu röð í sjálfbærri nýtingu

Ríkisstyrkir geta leitt til ósjálfbærrar nýtingar. Í Síle er stórum …
Ríkisstyrkir geta leitt til ósjálfbærrar nýtingar. Í Síle er stórum hluta framlaga beint í eftirlit og vöktun sem dregur úr slíkri hættu. Minnsta hættan á ósjálfbærri nýtingu er sögð á Íslandi og á Nýja-Sjálandi. AFP

Meðal 41 rík­is sem Efna­hags- og fram­fara­stofn­un (OECD) hef­ur tekið til skoðunar er minnsta hætt­an á ósjálf­bærri nýt­ingu nytja­stofna á Íslandi og á Nýja-Sjálandi, að því er fram kem­ur í fisk­veiðiskýrslu stofn­un­ar­inn­ar árið 2025. Þar er sér­stak­lega skoðaður beinn og óbeinn fjár­hags­leg­ur stuðning­ur ríkja við fisk­veiðar og áhrif þeirra, að því er seg­ir í um­fjöll­un Morg­un­blaðsins.

Í þess­um sam­an­b­urði má sjá mik­inn mun milli ríkja í hvaða formi stutt sé við fisk­veiðar og í hversu háu hlut­falli það er gagn­vart lönduðum afla, fjölda fiski­skipa og verðmæti afla. Ísland er með til­tölu­lega lít­inn fjár­hags­leg­an stuðning við fisk­veiðar en í skýrsl­unni eru rík­is­styrk­ir flokkaðir í fram­lag til eld­neytis­kaupa, rekstr­ar, ann­ar stuðning­ur og fram­lög til fisk­veiðistjórn­un­ar og -eft­ir­lits.

Ólík styrkja­form

„Rík­is­stuðning­ur [við fisk­veiðar] af ákveðnum toga stuðlar að því að tryggja heil­brigði fiski­stofna og þar með fram­leiðni og viðnámsþol fisk­veiða gegn ýms­um áföll­um, þar með talið lofts­lags­breyt­ing­um. Aðrar stefn­ur, eins og þær sem bein­ast að fé­lags- og efna­hags­leg­um skamm­tíma­mark­miðum – til dæm­is eldsneyt­is- eða skipa­styrk­ir – geta haft skaðleg áhrif á nytja­stofna ef þær ýta und­ir ósjálf­bær­ar veiðar,“ seg­ir í fisk­veiðiskýrslu OECD.

Stuðning­ur Íslend­inga og Ný­sjá­lend­inga er nán­ast al­farið í formi fram­laga til rann­sókna, eft­ir­lits og vökt­un­ar. Það er alls ekki staðan í flest­um ríkj­um sem OECD tók til skoðunar.

Fram kem­ur að Dan­mörk, Svíþjóð, Króatía og Kosta Ríka styðja ræki­lega við fisk­veiðar með niður­greiðslu eldsneyt­is, á meðan Mexí­kó og Bras­il­ía styðja við fisk­veiðar al­farið með bein­um rekstr­arstuðningi. Þá veita Norðmenn bæði stuðning í formi niður­greiðslu eldsneyt­is og rekst­urs.

Nán­ar er fjallað um málið í Morg­un­blaðinu í dag.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 11.7.25 429,32 kr/kg
Þorskur, slægður 11.7.25 578,52 kr/kg
Ýsa, óslægð 11.7.25 362,15 kr/kg
Ýsa, slægð 11.7.25 382,00 kr/kg
Ufsi, óslægður 11.7.25 144,86 kr/kg
Ufsi, slægður 11.7.25 195,55 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 26.5.25 99,00 kr/kg
Djúpkarfi 16.6.25 30,00 kr/kg
Gullkarfi 11.7.25 216,76 kr/kg
Litli karfi 7.7.25 11,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

12.7.25 Bárður SH 81 Dragnót
Þorskur 2.980 kg
Skarkoli 1.189 kg
Skrápflúra 1.071 kg
Steinbítur 190 kg
Sandkoli 180 kg
Ýsa 161 kg
Samtals 5.771 kg
12.7.25 Kvika SH 292 Grásleppunet
Grásleppa 151 kg
Samtals 151 kg
12.7.25 Óðinshani ÍS 445 Sjóstöng
Þorskur 56 kg
Ýsa 31 kg
Steinbítur 18 kg
Samtals 105 kg
12.7.25 Jökull SH 339 Grásleppunet
Grásleppa 1.148 kg
Samtals 1.148 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 11.7.25 429,32 kr/kg
Þorskur, slægður 11.7.25 578,52 kr/kg
Ýsa, óslægð 11.7.25 362,15 kr/kg
Ýsa, slægð 11.7.25 382,00 kr/kg
Ufsi, óslægður 11.7.25 144,86 kr/kg
Ufsi, slægður 11.7.25 195,55 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 26.5.25 99,00 kr/kg
Djúpkarfi 16.6.25 30,00 kr/kg
Gullkarfi 11.7.25 216,76 kr/kg
Litli karfi 7.7.25 11,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

12.7.25 Bárður SH 81 Dragnót
Þorskur 2.980 kg
Skarkoli 1.189 kg
Skrápflúra 1.071 kg
Steinbítur 190 kg
Sandkoli 180 kg
Ýsa 161 kg
Samtals 5.771 kg
12.7.25 Kvika SH 292 Grásleppunet
Grásleppa 151 kg
Samtals 151 kg
12.7.25 Óðinshani ÍS 445 Sjóstöng
Þorskur 56 kg
Ýsa 31 kg
Steinbítur 18 kg
Samtals 105 kg
12.7.25 Jökull SH 339 Grásleppunet
Grásleppa 1.148 kg
Samtals 1.148 kg

Skoða allar landanir »