Mikil gleði var á athöfn í höfuðstöðvum Hafrannsóknastofnunar í gær er stofnunin fékk hið nýja hafrannsóknaskip Þórunni Þórðardóttur HF-300 formlega afhent. Sjá mátti bros á hverju andliti enda hafa liðið rúmir tveir áratugir frá því að hófst umræða um þörf á nýju skipi í stað Bjarna Sæmundssonar HF sem seldur var nýverið til Noregs.
Fjöldi boðsgesta safnaðist saman í höfðustöðvunum til að fagna þessum tímamótum.
„Með öflugum rannsóknum getum við tryggt að ákvarðanir sem varða nýtingu auðlinda hafsins verði teknar á traustum vísindalegum grunni. Slíkar ákvarðanir eru ekki aðeins nauðsynlegar fyrir efnahagslega velferð þjóðarinnar, heldur einnig fyrir verndun líffræðilegrar fjölbreytni og sjálfbærni auðlindanna til framtíðar“ sagði atvinnuvegaráðherra í ræðu sinni.
„Í þessu samhengi gegnir Hafrannsóknastofnun lykilhlutverki, þar sem þekking og ráðgjöf stofnunarinnar er grundvallarforsenda þess að við náum markmiðum okkar um sjálfbæra nýtingu auðlinda hafsins,“ sagði hún.
Kátína gesta var augljós.
mbl.is/Eyþór Árnason
Séra Laufey Brá Jónsdóttir blessaði skipið.
mbl.is/Eyþór Árnason
Áhöfnin á Þórunni Þórðardóttur HF virtist hæstánægð með skipið.
mbl.is/Eyþór Árnason
Þorsteinn Sigurðsson forstjóri Hafrannsóknastofnunar leiddi gesti um skipið og gat sýnt öll hin nýju tæki og tól sem efla munu rannsóknir stofnunarinnar.
mbl.is/Eyþór Árnason
Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra mátaði skipstjórstólinn.
mbl.is/Eyþór Árnason
Nýtt hafrannsóknunarskip Hafró, Þórunn Þórðardóttir HF-300, tekið í notkunn
mbl.is/Eyþór Árnason