Svipta Júlíu veiðileyfi vegna brottkasts

Brottkast á fiski er bannað með lögum og var áhöfnin …
Brottkast á fiski er bannað með lögum og var áhöfnin á Júlíu SI-62 staðin að slíku á grásleppuveiðum í fyrra. mbl.is/RAX

Fiski­stofa hef­ur tekið ákvörðun um að svipta Júlíu SI-62 um leyfi til veiða í at­vinnu­skyni í tvær vik­ur frá 7. apríl næst­kom­andi vegna brott­kasts. Stofn­un­in seg­ir að um „ámæl­is­verð og meiri­hátt­ar“ brot sé um að ræða.

Málið varðar at­vik þegar skipið var á grá­sleppu­veiðum 3. apríl á síðasta ári. Þann dag flugu eft­ir­lits­menn Fiski­stofu dróna til að fylgj­ast með veiðum Júlíu SI og sást til skip­stjóra og há­seta draga inn veiðarfæri greiða afla úr þeim á neta­borði.

Þá seg­ir í máls­gögn­um að „fljót­lega eft­ir að eft­ir­litið hófst hafi eft­ir­lits­menn virkjað myndupp­töku­búnað flug­fars­ins. Tek­in voru upp nokk­ur mynd­bönd og er sam­an­lögð lengd þeirra um 40 mín­út­ur. Á þeim sést þegar skip­verj­ar ým­ist kasta fiski fyr­ir borð eða ýta hon­um með fæti út um len­sport, eft­ir að hafa greitt þá úr veiðarfær­um, með þeim af­leiðing­um að þeir féllu aft­ur í sjó­inn, sam­tals tutt­ugu og sex (26) þorsk­ar, fjór­ir (4) skar­kol­ar og einn (1) stein­bít­ur.“

Drónar eru mikilvægur liður í eftirliti Fiskistofu.
Drón­ar eru mik­il­væg­ur liður í eft­ir­liti Fiski­stofu. mbl.is/Á​rni Sæ­berg

Stofn­un­in viður­kenn­ir að ávinn­ing­ur­inn af því að varpa 31 fiski út­byrðis verði að telj­ast smá­vægi­leg­ur, en vís­ar til ríkra al­manna­hags­muna sem fólgn­ir séu í því að ná­kvæm­ar upp­lýs­ing­ar liggi fyr­ir um hvað tekið sé úr auðlind­um sjáv­ar. Einnig er talið að ásetn­ing­ur áhafn­ar­inn­ar hafi verið aug­ljós.

„Af hátt­semi skip­verja má ráða, að þeir hafi vís­vit­andi látið hjá líða að hirða verðminni meðafla, en hirt vænni meðafla sem og sókn­arafla (grá­sleppa). Á mynd­bönd­um sést m.a. þegar skip­verj­ar velja álit­lega og heila þorska sem þeir blóðga sér­stak­lega, og koma fyr­ir um borð í stað þess að henda út­byrðis.“

„Þá sést í eitt skipti þegar skip­verji tín­ir upp upp þrjá þorska, sem hafði verið komið fyr­ir um borð, og hend­ir þeim út­byrðis. Hátta­lag þeirra gef­ur til kynna að þeir hafi sér­stak­lega flokkað verðmæt­ari meðafla, sem auðséð að ætl­un­in var að landa, frá þeim afla sem þeir hentu út­byrðis í sjó,“ seg­ir í ákvörðun­inni um leyf­is­svipt­ing­una.

Áminn­ing kom ekki til greina

Fiski­stofu þykir ljóst að hátt­semi áhafn­ar­inn­ar á Júlíu SI feli í sér brot gegn ákvæðum laga um um­gengni um nytja­stofna sjáv­ar, en skylda er að landa öll­um afla.

„Af öllu fram­an­greindu er niðurstaða Fiski­stofu að um ámæl­is­verð og meiri­hátt­ar brot hafi verið að ræða,“ seg­ir í ákvörðun­inni.

Þá tel­ur stofn­un­in ekki koma til greina að veita áminn­ingu vegna máls­ins þar sem brot­in telj­ast ekki minni­hátt­ar, auk þess sem lág­marks­svipt­ing (ein vika) komi ekki til greina vegna magn afla sem kastað var í sjó­inn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 28.5.25 509,52 kr/kg
Þorskur, slægður 28.5.25 635,41 kr/kg
Ýsa, óslægð 28.5.25 545,98 kr/kg
Ýsa, slægð 28.5.25 550,67 kr/kg
Ufsi, óslægður 28.5.25 189,77 kr/kg
Ufsi, slægður 28.5.25 221,97 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 26.5.25 99,00 kr/kg
Djúpkarfi 17.3.25 188,00 kr/kg
Gullkarfi 28.5.25 258,56 kr/kg
Litli karfi 26.5.25 10,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

28.5.25 Einar Guðnason ÍS 303 Lína
Þorskur 9.078 kg
Ýsa 992 kg
Langa 595 kg
Steinbítur 444 kg
Hlýri 227 kg
Keila 58 kg
Karfi 53 kg
Ufsi 46 kg
Skarkoli 34 kg
Samtals 11.527 kg
28.5.25 Sæbjörg EA 184 Þorskfisknet
Þorskur 1.009 kg
Ufsi 300 kg
Karfi 158 kg
Samtals 1.467 kg
28.5.25 Freyja Dís EA 330 Handfæri
Þorskur 583 kg
Samtals 583 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 28.5.25 509,52 kr/kg
Þorskur, slægður 28.5.25 635,41 kr/kg
Ýsa, óslægð 28.5.25 545,98 kr/kg
Ýsa, slægð 28.5.25 550,67 kr/kg
Ufsi, óslægður 28.5.25 189,77 kr/kg
Ufsi, slægður 28.5.25 221,97 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 26.5.25 99,00 kr/kg
Djúpkarfi 17.3.25 188,00 kr/kg
Gullkarfi 28.5.25 258,56 kr/kg
Litli karfi 26.5.25 10,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

28.5.25 Einar Guðnason ÍS 303 Lína
Þorskur 9.078 kg
Ýsa 992 kg
Langa 595 kg
Steinbítur 444 kg
Hlýri 227 kg
Keila 58 kg
Karfi 53 kg
Ufsi 46 kg
Skarkoli 34 kg
Samtals 11.527 kg
28.5.25 Sæbjörg EA 184 Þorskfisknet
Þorskur 1.009 kg
Ufsi 300 kg
Karfi 158 kg
Samtals 1.467 kg
28.5.25 Freyja Dís EA 330 Handfæri
Þorskur 583 kg
Samtals 583 kg

Skoða allar landanir »