Leggur til hert skilyrði til strandveiða

Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra hefur birt reglugerðardrög í samráðsgátt stjórnvalda …
Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra hefur birt reglugerðardrög í samráðsgátt stjórnvalda sem herða skilyrði til veiða. mbl.is/Karítas

Birt hafa verið í samráðsgátt stjórnvalda drög að breytingum á reglugerð um strandveiðar. Í reglugerðardrögunum er gert ráð fyrir að sett verði tímamörk fyrir umsókn um strandveiðileyfi, settar strangari takmarkanir á eignarhald báta með strandveiðileyfi og skýrari ákvæði um skyldu strandveiðisjómanna til að skila stafrænum aflaupplýsingum.

Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra greindi frá því fyrr í vikunni að ekki væri útlit fyrir að tækist að afgreiða frumvarp um breytingar á lögum sem myndi tryggja öllum strandveiðibátum 48 veiðidaga nú í sumar líkt og ríkisstjórnin hafði boðað. Þess í stað boðaði hún reglugerðarbreytingar sem ættu að miða að því að tryggja bátunum þennan fjölda veiðidaga.

Ekki fylgir reglugerðardrögunum greinargerð sem útskýrir hvernig umræddar breytingar leiði til þess að meiri líkur séu á að öllum strandveiðibátum verði tryggðir 48 veiðidagar á strandveiðitímabili sumarsins sem hefst 5. maí. Ætla má að hert skilyrði kann að draga úr aðsókn og hamla þannig hve margir bátar verði á strandveiðum.

Tilfærslur aflaheimilda?

Í greinargerð reglugerðardraganna er þó boðað að einnig standi til að leggja til „breytingar á reglugerð um veiðar í atvinnuskyni á fiskveiðiárinu 2024/2025 og almanaksárinu 2025 er varðar það magn sem ráðstafað verður til strandveiða.“

Búast má við því að þar verði gerðar tilfærslur til að auka aflaheimildir sem strandveiðum er ráðstafað. Verður líklega bætt við þeim þorskkvóta sem ríkið hefur fengið í skiptum á tilboðsmarkaði, en ekki liggur fyrri hvort gengið verður á aðrar heimildir.

Þeir sem gagnrýnt hafa áform ríkisstjórnarinnar um að tryggja öllum bátum 48 veiðidaga telja ekki hægt að standa við gefin fyrirheit nema með stórfelldri aukningu í veiðiheimildum til strandveiða, sem teknar yrðu af öðrum útgerðum.

Þessu hafa talsmenn strandveiðisjómanna  hafnað og sagt aðeins muna um nokkur þúsund tonn umfram þau 11 þúsund sem veiðunum var ráðstafað á síðasta ári til að tryggja öllum bátum 12 veiðidaga í hverjum mánuði maí til ágúst.

Auka fyrirsjáanleika

Í reglugerðardrögunum sem nú eru til umsagnar í samráðsgátt til 20. mars er lagt til að „skylt verði að sækja um leyfi til strandveiða fyrir tiltekið tímamark, en framkvæmdin hefur verið að heimilt hefur verið að sækja um eftir að strandveiðitímabil hefst,“ segir í greinargerð draganna.

Lagt er til að umsóknarfrestur fyrir strandveiðileyfi verði 15. apríl og að ekki verði heimilt að sækja um leyfi eftir þann dag. Hins vegar verður leyfilegt að tilgreina upphafsdag strandveiða. „Verði breytingin staðfest mun fjöldi báta sem stundar strandveiðar liggja fyrir áður en strandveiðitímabilið hefst. Mun þetta fela í sér aukinn fyrirsjáanleika og einföldun í framkvæmd.“

Jafnframt er lagt til að sá sem rær á grundvelli strandveiðileyfis þurfi að vera eigandi meirihluta í bátnum sem gerður er út, það er að segja meira en 50%.

Að lokum er lagt til að skipstjórum strandveiðibáta verði skylt að skila stafrænt til Fiskistofu upplýsingar um afla áður en báti er lagt við bryggju.

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 14.3.25 521,10 kr/kg
Þorskur, slægður 14.3.25 481,37 kr/kg
Ýsa, óslægð 14.3.25 283,27 kr/kg
Ýsa, slægð 14.3.25 293,89 kr/kg
Ufsi, óslægður 14.3.25 207,84 kr/kg
Ufsi, slægður 14.3.25 250,80 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 30.1.25 16,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 9.3.25 219,00 kr/kg
Gullkarfi 14.3.25 218,02 kr/kg

Fleiri tegundir »

14.3.25 Gunnþór ÞH 75 Þorskfisknet
Grásleppa 736 kg
Þorskur 142 kg
Skarkoli 18 kg
Samtals 896 kg
14.3.25 Blíðfari ÓF 70 Grásleppunet
Grásleppa 1.640 kg
Þorskur 179 kg
Rauðmagi 22 kg
Samtals 1.841 kg
14.3.25 Kristján SH 176 Handfæri
Þorskur 2.030 kg
Samtals 2.030 kg
14.3.25 Dagrún HU 121 Þorskfisknet
Þorskur 3.016 kg
Grásleppa 91 kg
Rauðmagi 5 kg
Samtals 3.112 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 14.3.25 521,10 kr/kg
Þorskur, slægður 14.3.25 481,37 kr/kg
Ýsa, óslægð 14.3.25 283,27 kr/kg
Ýsa, slægð 14.3.25 293,89 kr/kg
Ufsi, óslægður 14.3.25 207,84 kr/kg
Ufsi, slægður 14.3.25 250,80 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 30.1.25 16,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 9.3.25 219,00 kr/kg
Gullkarfi 14.3.25 218,02 kr/kg

Fleiri tegundir »

14.3.25 Gunnþór ÞH 75 Þorskfisknet
Grásleppa 736 kg
Þorskur 142 kg
Skarkoli 18 kg
Samtals 896 kg
14.3.25 Blíðfari ÓF 70 Grásleppunet
Grásleppa 1.640 kg
Þorskur 179 kg
Rauðmagi 22 kg
Samtals 1.841 kg
14.3.25 Kristján SH 176 Handfæri
Þorskur 2.030 kg
Samtals 2.030 kg
14.3.25 Dagrún HU 121 Þorskfisknet
Þorskur 3.016 kg
Grásleppa 91 kg
Rauðmagi 5 kg
Samtals 3.112 kg

Skoða allar landanir »