Taka þarf tillit til afráns hvalastofna

Ólafur Helgi Marteinsson, formaður SFS, telur ljóst að rannsaka þarf …
Ólafur Helgi Marteinsson, formaður SFS, telur ljóst að rannsaka þarf betur afrán hvala. mbl.is/Árni Sæberg

„Sú afstaða Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi hefur legið fyrir um langt árabil að efla beri hafrannsóknir. Við erum ekki á góðum stað hvað þær varðar og þurfum að efla rannsóknir á öllum sviðum,“ segir Ólafur H. Marteinsson, formaður Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, í samtali við Morgunblaðið, spurður um afstöðu samtakanna til áforma tveggja þingmanna Sjálfstæðisflokksins um að stórauka rannsóknir á afráni hvala á Íslandsmiðum, ekki síst hnúfubaks, og jafnvel að skoðað verði að hefja vísindaveiðar á tegundinni til þess að rannsaka afrán hennar, ekki síst á loðnu.

Ólafur segir að úthlutað aflamark ýmissa fiskistofna sé minna en ella þar sem beita þurfi varúðarnálgun við stofnstærðarmat vegna ónógra rannsókna.

„Hvað loðnustofninn varðar þá liggur það algerlega í augum uppi að menn þurfi að taka miklu meira tillit til afráns hvalastofna en gert hefur verið,“ segir Ólafur.

Hann nefnir að hvalveiðar séu viðkvæmt mál og tilfinningasemi í gangi, en auknar rannsóknir á afráni hvala séu ágætt fyrsta skref. Málið sé ekki jafn flókið og rætt sé um, tæpast þurfi sérútbúin skip til slíks.

Nánar má lesa um málið í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 14.3.25 521,10 kr/kg
Þorskur, slægður 14.3.25 481,37 kr/kg
Ýsa, óslægð 14.3.25 283,27 kr/kg
Ýsa, slægð 14.3.25 293,89 kr/kg
Ufsi, óslægður 14.3.25 207,84 kr/kg
Ufsi, slægður 14.3.25 250,80 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 30.1.25 16,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 9.3.25 219,00 kr/kg
Gullkarfi 14.3.25 218,02 kr/kg

Fleiri tegundir »

14.3.25 Gunnþór ÞH 75 Þorskfisknet
Grásleppa 736 kg
Þorskur 142 kg
Skarkoli 18 kg
Samtals 896 kg
14.3.25 Blíðfari ÓF 70 Grásleppunet
Grásleppa 1.640 kg
Þorskur 179 kg
Rauðmagi 22 kg
Samtals 1.841 kg
14.3.25 Kristján SH 176 Handfæri
Þorskur 2.030 kg
Samtals 2.030 kg
14.3.25 Dagrún HU 121 Þorskfisknet
Þorskur 3.016 kg
Grásleppa 91 kg
Rauðmagi 5 kg
Samtals 3.112 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 14.3.25 521,10 kr/kg
Þorskur, slægður 14.3.25 481,37 kr/kg
Ýsa, óslægð 14.3.25 283,27 kr/kg
Ýsa, slægð 14.3.25 293,89 kr/kg
Ufsi, óslægður 14.3.25 207,84 kr/kg
Ufsi, slægður 14.3.25 250,80 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 30.1.25 16,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 9.3.25 219,00 kr/kg
Gullkarfi 14.3.25 218,02 kr/kg

Fleiri tegundir »

14.3.25 Gunnþór ÞH 75 Þorskfisknet
Grásleppa 736 kg
Þorskur 142 kg
Skarkoli 18 kg
Samtals 896 kg
14.3.25 Blíðfari ÓF 70 Grásleppunet
Grásleppa 1.640 kg
Þorskur 179 kg
Rauðmagi 22 kg
Samtals 1.841 kg
14.3.25 Kristján SH 176 Handfæri
Þorskur 2.030 kg
Samtals 2.030 kg
14.3.25 Dagrún HU 121 Þorskfisknet
Þorskur 3.016 kg
Grásleppa 91 kg
Rauðmagi 5 kg
Samtals 3.112 kg

Skoða allar landanir »