Grindavíkurfílingur í vestanátt á Álftanesi

Bræðurnir Eiríkur, Einar og Jón Gauti bíða spenntir eftir því …
Bræðurnir Eiríkur, Einar og Jón Gauti bíða spenntir eftir því að Grindjáni GK verði sjósettur. Morgunblaðið/Árni Sæberg

Fyr­ir margt löngu sagði Grind­vík­ing­ur­inn Ein­ar Dag­bjarts­son, flug­stjóri hjá Icelanda­ir, að þegar hann hætti að vinna sem at­vinnuflugmaður yrði smá­báta­út­gerð lifi­brauðið en ekki bara áhuga­málið og nú er þetta að raun­ger­ast, að því er fram kem­ur íum­fjöll­un Morg­un­blaðsins í vik­unni.

Skip­stjór­inn á strand­veiðunum er byrjaður að safna kvóta á Grindjána GK 169 og vill verða kvótakóng­ur þegar fram í sæk­ir, en hann hef­ur ásamt Jóni Gauta, bróður sín­um og úti­bús­stjóra Olís í Grinda­vík, stofnað fyr­ir­tækið Fyr­ir þjóðina ehf. meðal ann­ars í þeim til­gangi að gera út smá­bát.

„Við fórn­um okk­ur fyr­ir þjóðina,“ seg­ir Ein­ar um nafn fé­lags­ins, en hann verður 65 ára í maí og er í raun hætt­ur að fljúga eft­ir að hafa verið lengi frá í vet­ur vegna veik­inda.

Ei­rík­ur, þriðji bróðir­inn, var með þeim í út­gerð Grindjána en þegar út­gerðar- og fisk­vinnslu­fyr­ir­tæk­inu Þor­birni hf. í Grinda­vík var skipt upp í fyrra missti hann starfið sem út­gerðar­stjóri fyr­ir­tæk­is­ins og ákvað að ein­henda sér í smá­báta­út­gerðina. Bræðurn­ir seldu þorskkvóta sinn og keyptu nýj­an bát, sem fékk nafnið Ólaf­ur GK 133. „Ei­rík­ur er með hann og ætl­ar að ljúka ferl­in­um sem trill­ku­karl, en við Jón Gauti verðum með Grindjána og erum byrjaðir að safna kvóta á ný.“

Starfs­menn Trefja í Hafnar­f­irði hafa gert bát­inn upp að und­an­förnu og m.a. sett í hann nýja vél og stækkað dekkplássið.

Gera út frá Grinda­vík

Nátt­úru­ham­far­ir hafa raskað lífi bræðranna eins og annarra Grind­vík­inga. Ein­ar hef­ur til dæm­is keypt sér íbúð á Álfta­nesi og horf­ir á björtu hliðarn­ar. „Það já­kvæða er að nú bý ég ná­lægt öll­um átta barna­börn­un­um,“ seg­ir hann. „Það er líka svo­lít­ill Grinda­vík­urfíl­ing­ur á Álfta­nesi, jafn­vel þara­lykt í vestanátt­inni.“

Þrátt fyr­ir ókyrrð og óvissu ætla bræðurn­ir að halda áfram að gera út frá Grinda­vík og vera þar með sam­astað. „Við leyf­um næstu ælu að koma upp og byrj­um því í Sand­gerði en svo verðum við bara í Grinda­vík,“ staðhæf­ir Ein­ar.

„Það er lyk­il­atriði enda þarf að fara að rífa þar upp lífið aft­ur. Mér skilst að all­ar fjör­ur hring­inn í kring­um landið séu full­ar af plús átta fiski og við þurf­um að vera harðir á strand­veiðunum fram í ág­úst verði 48 veiðdag­ar leyfðir. Þá fer ég á bátn­um til Horna­fjarðar í júlí og klára vertíðina þar.“

Náttúruhamfarirnar hefur raskað lífi Grindvíkinga.
Nátt­úru­ham­far­irn­ar hef­ur raskað lífi Grind­vík­inga. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son

Ein­ar var á strand­veiðum þegar hann var í fríi frá flug­inu, en nú stefn­ir í að hann fljúgi einkum lít­illi vél, þegar tími gefst til frá veiðunum.

„Við erum nokk­ur að ganga frá flug­skýli og ætl­um að vera með flug­vél fyr­ir aust­an,“ seg­ir hann og vís­ar til aðstöðu skammt frá Hvols­velli. Bæt­ir við að menn hætti ekki að leika sér þó ár­un­um fjölgi. „Eini mun­ur­inn á drengj­um og full­orðnum mönn­um er að eft­ir með aldr­in­um verða leik­föng­in dýr­ari. Við þurf­um alltaf að leika okk­ur og lyk­il­atriði í báta­út­gerð okk­ar er skemmt­un­in. Svo er ekki verra að geta aðeins drýgt eft­ir­laun­in í leiðinni, þannig að þetta er bara gam­an.“

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 28.8.25 596,26 kr/kg
Þorskur, slægður 28.8.25 471,81 kr/kg
Ýsa, óslægð 28.8.25 351,90 kr/kg
Ýsa, slægð 28.8.25 291,76 kr/kg
Ufsi, óslægður 28.8.25 237,90 kr/kg
Ufsi, slægður 28.8.25 208,88 kr/kg
Djúpkarfi 16.6.25 30,00 kr/kg
Gullkarfi 28.8.25 231,74 kr/kg
Litli karfi 20.8.25 11,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 28.8.25 284,63 kr/kg

Fleiri tegundir »

29.8.25 Falkvard ÍS 62 Handfæri
Ufsi 3.280 kg
Þorskur 438 kg
Karfi 12 kg
Langa 8 kg
Samtals 3.738 kg
29.8.25 Særún EA 251 Handfæri
Þorskur 54 kg
Ýsa 3 kg
Ufsi 3 kg
Samtals 60 kg
29.8.25 Dílaskarfur ÍS 418 Sjóstöng
Þorskur 239 kg
Samtals 239 kg
29.8.25 Lundi ÍS 406 Sjóstöng
Þorskur 329 kg
Samtals 329 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 28.8.25 596,26 kr/kg
Þorskur, slægður 28.8.25 471,81 kr/kg
Ýsa, óslægð 28.8.25 351,90 kr/kg
Ýsa, slægð 28.8.25 291,76 kr/kg
Ufsi, óslægður 28.8.25 237,90 kr/kg
Ufsi, slægður 28.8.25 208,88 kr/kg
Djúpkarfi 16.6.25 30,00 kr/kg
Gullkarfi 28.8.25 231,74 kr/kg
Litli karfi 20.8.25 11,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 28.8.25 284,63 kr/kg

Fleiri tegundir »

29.8.25 Falkvard ÍS 62 Handfæri
Ufsi 3.280 kg
Þorskur 438 kg
Karfi 12 kg
Langa 8 kg
Samtals 3.738 kg
29.8.25 Særún EA 251 Handfæri
Þorskur 54 kg
Ýsa 3 kg
Ufsi 3 kg
Samtals 60 kg
29.8.25 Dílaskarfur ÍS 418 Sjóstöng
Þorskur 239 kg
Samtals 239 kg
29.8.25 Lundi ÍS 406 Sjóstöng
Þorskur 329 kg
Samtals 329 kg

Skoða allar landanir »