Grindavíkurfílingur í vestanátt á Álftanesi

Bræðurnir Eiríkur, Einar og Jón Gauti bíða spenntir eftir því …
Bræðurnir Eiríkur, Einar og Jón Gauti bíða spenntir eftir því að Grindjáni GK verði sjósettur. Morgunblaðið/Árni Sæberg

Fyr­ir margt löngu sagði Grind­vík­ing­ur­inn Ein­ar Dag­bjarts­son, flug­stjóri hjá Icelanda­ir, að þegar hann hætti að vinna sem at­vinnuflugmaður yrði smá­báta­út­gerð lifi­brauðið en ekki bara áhuga­málið og nú er þetta að raun­ger­ast, að því er fram kem­ur íum­fjöll­un Morg­un­blaðsins í vik­unni.

Skip­stjór­inn á strand­veiðunum er byrjaður að safna kvóta á Grindjána GK 169 og vill verða kvótakóng­ur þegar fram í sæk­ir, en hann hef­ur ásamt Jóni Gauta, bróður sín­um og úti­bús­stjóra Olís í Grinda­vík, stofnað fyr­ir­tækið Fyr­ir þjóðina ehf. meðal ann­ars í þeim til­gangi að gera út smá­bát.

„Við fórn­um okk­ur fyr­ir þjóðina,“ seg­ir Ein­ar um nafn fé­lags­ins, en hann verður 65 ára í maí og er í raun hætt­ur að fljúga eft­ir að hafa verið lengi frá í vet­ur vegna veik­inda.

Ei­rík­ur, þriðji bróðir­inn, var með þeim í út­gerð Grindjána en þegar út­gerðar- og fisk­vinnslu­fyr­ir­tæk­inu Þor­birni hf. í Grinda­vík var skipt upp í fyrra missti hann starfið sem út­gerðar­stjóri fyr­ir­tæk­is­ins og ákvað að ein­henda sér í smá­báta­út­gerðina. Bræðurn­ir seldu þorskkvóta sinn og keyptu nýj­an bát, sem fékk nafnið Ólaf­ur GK 133. „Ei­rík­ur er með hann og ætl­ar að ljúka ferl­in­um sem trill­ku­karl, en við Jón Gauti verðum með Grindjána og erum byrjaðir að safna kvóta á ný.“

Starfs­menn Trefja í Hafnar­f­irði hafa gert bát­inn upp að und­an­förnu og m.a. sett í hann nýja vél og stækkað dekkplássið.

Gera út frá Grinda­vík

Nátt­úru­ham­far­ir hafa raskað lífi bræðranna eins og annarra Grind­vík­inga. Ein­ar hef­ur til dæm­is keypt sér íbúð á Álfta­nesi og horf­ir á björtu hliðarn­ar. „Það já­kvæða er að nú bý ég ná­lægt öll­um átta barna­börn­un­um,“ seg­ir hann. „Það er líka svo­lít­ill Grinda­vík­urfíl­ing­ur á Álfta­nesi, jafn­vel þara­lykt í vestanátt­inni.“

Þrátt fyr­ir ókyrrð og óvissu ætla bræðurn­ir að halda áfram að gera út frá Grinda­vík og vera þar með sam­astað. „Við leyf­um næstu ælu að koma upp og byrj­um því í Sand­gerði en svo verðum við bara í Grinda­vík,“ staðhæf­ir Ein­ar.

„Það er lyk­il­atriði enda þarf að fara að rífa þar upp lífið aft­ur. Mér skilst að all­ar fjör­ur hring­inn í kring­um landið séu full­ar af plús átta fiski og við þurf­um að vera harðir á strand­veiðunum fram í ág­úst verði 48 veiðdag­ar leyfðir. Þá fer ég á bátn­um til Horna­fjarðar í júlí og klára vertíðina þar.“

Náttúruhamfarirnar hefur raskað lífi Grindvíkinga.
Nátt­úru­ham­far­irn­ar hef­ur raskað lífi Grind­vík­inga. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son

Ein­ar var á strand­veiðum þegar hann var í fríi frá flug­inu, en nú stefn­ir í að hann fljúgi einkum lít­illi vél, þegar tími gefst til frá veiðunum.

„Við erum nokk­ur að ganga frá flug­skýli og ætl­um að vera með flug­vél fyr­ir aust­an,“ seg­ir hann og vís­ar til aðstöðu skammt frá Hvols­velli. Bæt­ir við að menn hætti ekki að leika sér þó ár­un­um fjölgi. „Eini mun­ur­inn á drengj­um og full­orðnum mönn­um er að eft­ir með aldr­in­um verða leik­föng­in dýr­ari. Við þurf­um alltaf að leika okk­ur og lyk­il­atriði í báta­út­gerð okk­ar er skemmt­un­in. Svo er ekki verra að geta aðeins drýgt eft­ir­laun­in í leiðinni, þannig að þetta er bara gam­an.“

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 21.5.25 488,61 kr/kg
Þorskur, slægður 21.5.25 605,73 kr/kg
Ýsa, óslægð 21.5.25 396,19 kr/kg
Ýsa, slægð 21.5.25 398,19 kr/kg
Ufsi, óslægður 21.5.25 194,00 kr/kg
Ufsi, slægður 21.5.25 259,50 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 23.4.25 20,00 kr/kg
Djúpkarfi 17.3.25 188,00 kr/kg
Gullkarfi 21.5.25 248,06 kr/kg
Litli karfi 13.5.25 10,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

21.5.25 Hafey HF 33 Handfæri
Þorskur 660 kg
Ufsi 9 kg
Karfi 2 kg
Samtals 671 kg
21.5.25 Gréta VE 95 Handfæri
Þorskur 734 kg
Ufsi 130 kg
Samtals 864 kg
21.5.25 Sigurey ÍS 46 Handfæri
Þorskur 555 kg
Ufsi 66 kg
Karfi 15 kg
Ýsa 5 kg
Samtals 641 kg
21.5.25 Óli í Holti KÓ 10 Handfæri
Þorskur 682 kg
Ufsi 64 kg
Karfi 3 kg
Samtals 749 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 21.5.25 488,61 kr/kg
Þorskur, slægður 21.5.25 605,73 kr/kg
Ýsa, óslægð 21.5.25 396,19 kr/kg
Ýsa, slægð 21.5.25 398,19 kr/kg
Ufsi, óslægður 21.5.25 194,00 kr/kg
Ufsi, slægður 21.5.25 259,50 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 23.4.25 20,00 kr/kg
Djúpkarfi 17.3.25 188,00 kr/kg
Gullkarfi 21.5.25 248,06 kr/kg
Litli karfi 13.5.25 10,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

21.5.25 Hafey HF 33 Handfæri
Þorskur 660 kg
Ufsi 9 kg
Karfi 2 kg
Samtals 671 kg
21.5.25 Gréta VE 95 Handfæri
Þorskur 734 kg
Ufsi 130 kg
Samtals 864 kg
21.5.25 Sigurey ÍS 46 Handfæri
Þorskur 555 kg
Ufsi 66 kg
Karfi 15 kg
Ýsa 5 kg
Samtals 641 kg
21.5.25 Óli í Holti KÓ 10 Handfæri
Þorskur 682 kg
Ufsi 64 kg
Karfi 3 kg
Samtals 749 kg

Skoða allar landanir »