Bandaríkin sífellt mikilvægari markaður

Björn Hembre, forstjóri Arnarlax, í básnum á sjávarútvegssýningunni.
Björn Hembre, forstjóri Arnarlax, í básnum á sjávarútvegssýningunni. mbl.is/Gunnlaugur

„Þetta verður sífellt mikilvægari markaður fyrir okkur,“ segir Björn Hembre, forstjóri Anarlax, á meðan hann framreiðir laxarétti til smökkunar í kynningarbási félagsins á sjávarútvegssýningunni í Boston. Þar er markmiðið að efla tengsl við kaupendur hér vestra.

Spurður um hugsanlega innflutningstolla segir hann ekkert annað í stöðunni en að vona að Ísland sleppi við innflutningstolla.

„Þetta skapar óvissu. Einmitt núna erum við ekki að slátra neitt og verðum við ekki fyrir áhrifum þess beint, en þetta er það sem fólk er að tala um og spyrja sig „hvað gerist?“ Ef það verður tollur á íslenskt sjávarfang mun það hafa áhrif á sölumagnið. Það gæti styrkt stöðu Síle því þeir eru ekki nefndir á nafn í tengslum við tolla og hafa getu til að auka framleiðslu. Við náum mögulega að aðlagast eitthvað því við erum með viðráðanlegan flutningskostnað, en tollar hefðu veruleg áhrif á okkur.“

Markaður fyrir stóran fisk

„Fyrst og fremst er þetta markaður fyrir stóran fisk, yfir sex kíló – við reynum að koma inn á markaðinn minni fiskum, en aðallega er þetta markaður fyrir stóra fiska. Þessir markaðir fyrir stóran fisk eru auk Bandaríkjanna, Asía og Suður-Evrópa. Bandaríkin hefur tekið afgerandi meirihluta af stóra fiskinum okkar,“ útskýrir hann.

Björn segir sveiflur geta þó verið í eftirspurn á Bandaríkjamarkaði þá mánuði sem kemur töluvert af kanadískum eldislaxi á markaðinn, en þá fellur verð.

„Við reynum að selja alltaf til þeirra sem borga best á sama tíma sem við leggjum áherslu á að uppfylla kröfur sölusamninga sem hafa verið gerðir til lengri tíma.“

Fjöldi íslenskra fyrirtækja sem tengjast sjávarútvegi leitast við að efla …
Fjöldi íslenskra fyrirtækja sem tengjast sjávarútvegi leitast við að efla stöðu sína á Bandaríkjamarkaði með viðveru á Sjávarútvegssýningunni í Boston. mbl.is/Gunnlaugur

Fá gott verð

Eldislaxinn frá Íslandi hefur ákveðið forskot sem byggir á því að flutningaleiðin um hafið til Bandaríkjanna er tiltölulega stutt, en hún er takmörkunum háð að sögn Björns sem bendir á að það sé aðeins ein sigling í viku.

„Við byrjum að slátra á sunnudögum og þurfum að ljúka um miðjan dag á þriðjudag, þannig að við fáum tvo og hálfan dag í slátrun áður en koma þarf fiskinum í skip. Stór fiskur sem er slátraður á miðvikudag og fimmtudag er seldur til Asíu og Suður-Evrópu. Svo getum við sent fisk með flugi ef þörf er á.“

Þrátt fyrir að unnið sé stöðugt að því að tryggja viðskiptasamninga til lengri tíma segir Björn mikilvægt að setja ekki eggin í eina körfu og útskýrir að Arnarlax selur til fleiri kaupenda í Bandaríkjunum.

„Við höfum lagt áherslu á að vera í viðskiptum við þá sem vilja leggja áherslu á íslenskan uppruna laxins. Sumir hafa líka nýtt sér [sjálfbærnivottunina] ASC sem gerir þeim kleift að selja vörur sínar sem sjálfbærar. Svo erum við með viðskiptavini sem vilja ekki kaupa annan lax en frá Arnarlaxi. Þetta styður allt við að við fáum aðeins auka fyrir fiskinn okkar.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 17.3.25 338,00 kr/kg
Þorskur, slægður 17.3.25 553,11 kr/kg
Ýsa, óslægð 17.3.25 319,91 kr/kg
Ýsa, slægð 17.3.25 251,12 kr/kg
Ufsi, óslægður 17.3.25 192,70 kr/kg
Ufsi, slægður 17.3.25 249,33 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 30.1.25 16,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 17.3.25 188,00 kr/kg
Gullkarfi 17.3.25 172,95 kr/kg

Fleiri tegundir »

17.3.25 Fanney EA 48 Línutrekt
Þorskur 2.482 kg
Ýsa 402 kg
Steinbítur 360 kg
Samtals 3.244 kg
17.3.25 Fálkatindur NS 99 Grásleppunet
Þorskur 1.062 kg
Grásleppa 904 kg
Skarkoli 38 kg
Keila 6 kg
Steinbítur 3 kg
Samtals 2.013 kg
17.3.25 Hafrún HU 12 Dragnót
Þorskur 12.596 kg
Steinbítur 627 kg
Skarkoli 293 kg
Grásleppa 74 kg
Sandkoli 44 kg
Ýsa 26 kg
Samtals 13.660 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 17.3.25 338,00 kr/kg
Þorskur, slægður 17.3.25 553,11 kr/kg
Ýsa, óslægð 17.3.25 319,91 kr/kg
Ýsa, slægð 17.3.25 251,12 kr/kg
Ufsi, óslægður 17.3.25 192,70 kr/kg
Ufsi, slægður 17.3.25 249,33 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 30.1.25 16,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 17.3.25 188,00 kr/kg
Gullkarfi 17.3.25 172,95 kr/kg

Fleiri tegundir »

17.3.25 Fanney EA 48 Línutrekt
Þorskur 2.482 kg
Ýsa 402 kg
Steinbítur 360 kg
Samtals 3.244 kg
17.3.25 Fálkatindur NS 99 Grásleppunet
Þorskur 1.062 kg
Grásleppa 904 kg
Skarkoli 38 kg
Keila 6 kg
Steinbítur 3 kg
Samtals 2.013 kg
17.3.25 Hafrún HU 12 Dragnót
Þorskur 12.596 kg
Steinbítur 627 kg
Skarkoli 293 kg
Grásleppa 74 kg
Sandkoli 44 kg
Ýsa 26 kg
Samtals 13.660 kg

Skoða allar landanir »