Fundaði með hagsmunaðilum í Ameríku

Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra kynnti sér það sem er að …
Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra kynnti sér það sem er að gerast í sjávarútvegi á sýningunni í Boston. Ljósmynd/Óli Örn

Hann Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra mætti á sjávarútvegssýninguna í Boston í Bandaríkjunum, Seafood Expo North America 2025, sem hófst í gær. Hún sagðist meðal annars nýta ferðina til að funda með kaupendum íslenskra sjávarfurða sem hún sagði góða samherja í vinnu við að koma í veg fyrir að Íslandi verði beitt innflutningstollum.

„Það er stórkostlegt að sjá kraftinn í þessum fyrirtækjum hvort sem það eru gróin fyrirtæki eins og útgerðirnar okkar eða nýsköpunarfyrirtæki og jafnvel teymi frá Háskólanum í Reykjavík sem var að kynna hugmyndir sínar. Það er mikil gróska í þessu,“ segir Hanna Katrín í samtali við blaðamann á meðan hún gengur um og skoðar sýningarbása í sýningarhöllinni.

Mikill fjöldi fólks sækir sjávarútvegssýninguna í Boston.
Mikill fjöldi fólks sækir sjávarútvegssýninguna í Boston. mbl.is/Gunnlaugur

Fjöldi íslenskra fyrirtækja eru að sýna vörur sínar og þjónustu þar, en sýningin stendur fram á þriðjudag.

„Því er ekki að neita að það hvílir ákveðinn þungi yfir öllu vegna þessara umræðna um yfirvofandi tollastríðs. Spurt er hvort þetta lendi á okkur, hvernig á að bregðast við og getum við gert eitthvað? En hlutirnir gerast svo hratt. Fólk er að reyna að átta sig en það er áþreifanlegur óróleiki,“ segir Hanna Katrín.

„Ég átti fund í morgun með bandarískum hagsmunaaðilum í sjávarútvegi þar sem við fundum mjög sterkt hvað þeir hafa miklar áhyggjur af stöðu mála. Það sem var hins vegar jákvætt var að þeir fullvissuðu okkur um það að viðskiptavinir íslenskra útflutningsfyrirtækja sjávarafurða vilja ekki þessa tolla eða þetta stríð. Þeir vilja kaupa sínar gæðavörur frá Íslandi áfram.“

Áberandi í umræðunni

Óhætt er að segja að viðskiptahorfurnar í tengslum við mögulega innflutningstolla er helsta umræðuefni gesta og sýnenda í Boston. Þar er að finna meðal annars framleiðendur sjávarafurða, tækja og búnaðar frá öllum heiminum. Tollastríð hefur ekki aðeins áhrif á sölu til Bandaríkjanna en geta raskað flóknum aðfanga- og birgðakeðjum.

Aðalræðumaður á málþingi sem haldið var í hádeginu var Nomi Prins, doktor í hagfræði, og ræddi hún meðal annars hvernig óvissan sem skapast vegna þessa tollamála hafi áhrif á allt hagkerfið meðal annars vegna þess að stjórnendur fyrirtækja halda að sér höndum í tengslum við fjárfestingar og bankar geta orðið síður viljugir til að lána. Hins vegar benti hún á að tollar sem tilkynntir voru 2018 reyndust töluvert vægari en upphaflega var greint frá og það gæti einnig orðið raunin nú.

Nomi Prins ávarpi fjölda gesta a sjávarútvegssýningunni í Boston.
Nomi Prins ávarpi fjölda gesta a sjávarútvegssýningunni í Boston. mbl.is/Gunnlaugur

Hanna Katrín segist ekki funda með bandarískum stjórnvöldum um tollamálið að sinni enda ekki komið til þess að tilkynnt hafi verið um tolla á íslenskar vörur, en sagði stefnu íslenskra yfirvalda hefði ekki breyst

„Markmið okkar er að Bandaríkin verði áfram okkar bandamaður í stjórnmálum og í viðskiptum eins og verið hefur. Við verðum að halda augun á langtímahagsmunum Íslands og erum að fylgjast gríðarlega vel með. Við í atvinnuvegaráðuneytinu erum í mjög góðu samstarfi við utanríkisráðuneytið vegna þessa, meðal annars í tengslum við sjávarafurðir. Það er lítið annað að gera núna en að fylgjast með og minna á okkur, minna á að við séum bandamenn og að við séum með vörur sem eru mjög eftirsóttar í Bandaríkjunum og það eru hagsmunir allra að það verði ekki lagðir tollar á þessar afurðir okkar.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 17.3.25 338,00 kr/kg
Þorskur, slægður 17.3.25 553,55 kr/kg
Ýsa, óslægð 17.3.25 320,12 kr/kg
Ýsa, slægð 17.3.25 251,16 kr/kg
Ufsi, óslægður 17.3.25 194,33 kr/kg
Ufsi, slægður 17.3.25 249,17 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 30.1.25 16,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 17.3.25 188,00 kr/kg
Gullkarfi 17.3.25 174,85 kr/kg

Fleiri tegundir »

17.3.25 Kristinn ÞH 163 Grálúðunet
Grásleppa 513 kg
Þorskur 79 kg
Skarkoli 13 kg
Samtals 605 kg
17.3.25 Emil NS 5 Landbeitt lína
Þorskur 2.644 kg
Ýsa 385 kg
Hlýri 76 kg
Steinbítur 59 kg
Keila 44 kg
Samtals 3.208 kg
17.3.25 Sigrún Björk ÞH 100 Handfæri
Þorskur 704 kg
Ufsi 409 kg
Samtals 1.113 kg
17.3.25 Litlanes ÞH 3 Línutrekt
Þorskur 1.324 kg
Ýsa 635 kg
Keila 159 kg
Steinbítur 83 kg
Karfi 21 kg
Samtals 2.222 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 17.3.25 338,00 kr/kg
Þorskur, slægður 17.3.25 553,55 kr/kg
Ýsa, óslægð 17.3.25 320,12 kr/kg
Ýsa, slægð 17.3.25 251,16 kr/kg
Ufsi, óslægður 17.3.25 194,33 kr/kg
Ufsi, slægður 17.3.25 249,17 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 30.1.25 16,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 17.3.25 188,00 kr/kg
Gullkarfi 17.3.25 174,85 kr/kg

Fleiri tegundir »

17.3.25 Kristinn ÞH 163 Grálúðunet
Grásleppa 513 kg
Þorskur 79 kg
Skarkoli 13 kg
Samtals 605 kg
17.3.25 Emil NS 5 Landbeitt lína
Þorskur 2.644 kg
Ýsa 385 kg
Hlýri 76 kg
Steinbítur 59 kg
Keila 44 kg
Samtals 3.208 kg
17.3.25 Sigrún Björk ÞH 100 Handfæri
Þorskur 704 kg
Ufsi 409 kg
Samtals 1.113 kg
17.3.25 Litlanes ÞH 3 Línutrekt
Þorskur 1.324 kg
Ýsa 635 kg
Keila 159 kg
Steinbítur 83 kg
Karfi 21 kg
Samtals 2.222 kg

Skoða allar landanir »