Hyggst trufla hvalveiðar á Íslandi í sumar

Paul Watson-samtökin stefna á Íslandsmið í sumar til að trufla …
Paul Watson-samtökin stefna á Íslandsmið í sumar til að trufla starfsemi hvalveiðifyrirtækja. Tvö fyrirtæki eru með hvalveiðileyfi í þetta sinn. AFP

Aðgerðarsinninn og hvalavinurinn Paul Watson segist vera með áætlanir um að trufla hvalveiðar á Íslandi í júní. Ekki er langt síðan hann olli seinast usla hér á landi.

„Okkar áframhaldandi herferð snýr að því að stöðva ólöglegar hvalveiðar í sumar. Við munum trufla íslenskar hvalveiðar. Það hefst í júní,“ sagði Watson í samtali við fréttuaveituna Kyodo news á mánudag, að því er Japan Times greinir frá.

Wat­son, sem er 74 ára, var hand­tek­inn á Grænlandi í haust vegna hand­töku­skip­un­ar í Jap­an frá ár­inu 2012. Þar var hann sakaður um skemmd­ar­verk á hval­veiðiskipi á Suður­skaut­inu árið 2010 og fyr­ir að slasa hval­veiðimann.

Danir höfnuðu þó framsalsbeiðni Japana og aðgerðarsinnin gengur nú laus eftir fimm mánaða gæsluvarðhald á dönsku yfirráðasvæði og virðist nú stefna á Íslandsmið á ný. Hann býr nú í Frakklandi sem heiðursborgari í París. Kveðst Watson hafa fengið fjölda bréfa meðan hann var í varðhaldi.

Hefur áður valdið usla á Íslandi

Íslend­ing­ar þekkja Wat­son vel enda hef­ur hann áður skipu­lagt aðgerðir gegn hval­veiðum á Íslandi ásamt sjálf­boðaliðum á veg­um um­hverf­is­vernd­ar­sam­tak­anna Sea Shepherd.

Árið 1986 sökktu út­send­ar­ar á veg­um sam­tak­anna til að mynda tveim­ur hval­veiðibát­um í Reykja­vík­ur­höfn með því að opna botn­lok­ur þeirra. Einnig brut­ust þeir inn í Hval­stöðina í Hval­f­irði og unnu skemmd­ir á tækj­um og búnaði þar. Sea Shepherd lýsti ábyrgðinni á hend­ur sér.

Hvaleiðiskip Hvals hf.
Hvaleiðiskip Hvals hf. Kristinn Magnússon

Árið 2019 kom Wat­son síðan aft­ur til lands­ins í þeim til­gangi að stöðva hrefnu­veiðar. Ekki stóð hins veg­ar til að fara á hrefnu­veiðar það árið og hafði hann því ekki er­indi sem erfiði.

Læstu sig í möstrum

Árið 2022 stofnaði hann ný hvalverndarsamtök sem hann nefnid í höfuð á sjálfum sér, The Captain Paul Watson Foundation, og hafa þau einnig truflað hvalveiðar hér á landi.

Watson-samtökin vöktu mikla athygli í byrjun september 2023, þegar tvær konur á þeirra vegum læstu sig í möstrum hvalveiðiskipanna Hvals 8 og Hvals 9.

Konurnar tvær, Ana­hita Baba­ei og El­issa Biou, voru í möstrunum í um tvo daga. 

Mótmælandi í mastri hvalveiðiskipts Hvals hf. í september 2023.
Mótmælandi í mastri hvalveiðiskipts Hvals hf. í september 2023. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Fylgist grannt með japönskum skipum

Aðeins þrjár þjóðir stunda hvalveiðar til viðskipta; Íslendingar, Norðmenn og Japanir. Watson segir samtökin fylgjast grannt með hvalveiðum í Japan

„Ef Japanir snúa aftur á Suður-Íshaf í haust munum við vera þar til að mæta þeim,“ segir hann við japanska miðilinn.

Umdeilt hvalveiðileyfi

Í desember gaf Bjarni Bene­dikts­son, þá fráfarandi for­sæt­is­ráðherra og starfandi matvælaráðherra, út leyfi til veiða á 201 langreyði til Hvals hf. auk leyf­is til veiða á 217 hrefn­um til tog- og hrefnu­veiðibáts­ins Hall­dórs Sig­urðsson­ar ÍS 14 sem er í eigu Tjald­tanga ehf.

Leyfið er í gildi til fimm ára en endurnýjast sjálfkrafa.

Ákvörðun Bjarna  var umdeild, 51% landsmanna sögðust ósáttir með ákvörðunina samkvæmt könun Maskínu. Kristrún Frosta­dótt­ir, for­sæt­is­ráðherra Íslands, hefur einnig sagt að lög um hval­veiðar á Íslandi séu úr­elt og krefj­ist end­ur­skoðunar.

Hvalveiðar verið umdeildar á íslandi í áratugi.
Hvalveiðar verið umdeildar á íslandi í áratugi. Morgunblaðið/Ómar
mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 17.3.25 338,00 kr/kg
Þorskur, slægður 17.3.25 553,11 kr/kg
Ýsa, óslægð 17.3.25 319,91 kr/kg
Ýsa, slægð 17.3.25 251,12 kr/kg
Ufsi, óslægður 17.3.25 192,70 kr/kg
Ufsi, slægður 17.3.25 249,33 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 30.1.25 16,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 17.3.25 188,00 kr/kg
Gullkarfi 17.3.25 172,95 kr/kg

Fleiri tegundir »

17.3.25 Einar Guðnason ÍS 303 Lína
Steinbítur 5.252 kg
Ýsa 565 kg
Þorskur 166 kg
Skarkoli 59 kg
Hlýri 27 kg
Samtals 6.069 kg
17.3.25 Fanney EA 48 Línutrekt
Þorskur 2.482 kg
Ýsa 402 kg
Steinbítur 360 kg
Samtals 3.244 kg
17.3.25 Fálkatindur NS 99 Grásleppunet
Þorskur 1.062 kg
Grásleppa 904 kg
Skarkoli 38 kg
Keila 6 kg
Steinbítur 3 kg
Samtals 2.013 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 17.3.25 338,00 kr/kg
Þorskur, slægður 17.3.25 553,11 kr/kg
Ýsa, óslægð 17.3.25 319,91 kr/kg
Ýsa, slægð 17.3.25 251,12 kr/kg
Ufsi, óslægður 17.3.25 192,70 kr/kg
Ufsi, slægður 17.3.25 249,33 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 30.1.25 16,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 17.3.25 188,00 kr/kg
Gullkarfi 17.3.25 172,95 kr/kg

Fleiri tegundir »

17.3.25 Einar Guðnason ÍS 303 Lína
Steinbítur 5.252 kg
Ýsa 565 kg
Þorskur 166 kg
Skarkoli 59 kg
Hlýri 27 kg
Samtals 6.069 kg
17.3.25 Fanney EA 48 Línutrekt
Þorskur 2.482 kg
Ýsa 402 kg
Steinbítur 360 kg
Samtals 3.244 kg
17.3.25 Fálkatindur NS 99 Grásleppunet
Þorskur 1.062 kg
Grásleppa 904 kg
Skarkoli 38 kg
Keila 6 kg
Steinbítur 3 kg
Samtals 2.013 kg

Skoða allar landanir »