Spara hundruð tonna af olíu árlega

Sævar Birgisson segir hafrannsóknaskip þurfi að búa yfir fjölmörgum eiginleikum …
Sævar Birgisson segir hafrannsóknaskip þurfi að búa yfir fjölmörgum eiginleikum sem gerir hönnun þeirra krefjandi verkefni. mbl.is/Árni Sæberg

Þökk sé góðri hönnun og sniðugum lausnum er Þórunn Þórðardóttir HF-300, nýtt skip Hafrannsóknastofnunar, mjög hljóðlát, með mikinn togkraft og verður hagkvæm í rekstri, að því er fram kom í umfjöllun í sérblaði um hið nýja skip sem fylgdi Morgunblaðinu 8. mars síðastliðinn.

Það var Skipasýn sem sá um að gera frumdrög að nýju hafrannsóknaskipi en Sævar Birgisson, skipahönnuður og framkvæmdastjóri Skipasýnar, segir það umtalsvert flóknara verkefni að hanna hafrannsóknarskip en hefðbundinn togara.

„Togari hefur fyrst og fremst það hlutverk að veiða fisk, en hafrannsóknarskip þarf að þjóna mörgum hlutverkum. Ekki er nóg með að skipið verði að geta meðhöndlað fjölbreytt veiðarfæri, heldur þarf það líka að henta fyrir alls konar rannsóknarverkefni.“

Hér má sjá lögun skipsins vel en það reyndist heppilegast …
Hér má sjá lögun skipsins vel en það reyndist heppilegast hafa skrokkinn langan og mjóan. Ljósmynd/Armon
Hafrannsóknaskip þurfa að vera mjög hljóðlát. Vélarnar um borð eru …
Hafrannsóknaskip þurfa að vera mjög hljóðlát. Vélarnar um borð eru hljóðeinangaðar svo að þær trufli ekki mælitækin.

Það var við hátíðlega athöfn á Þingvöllum árið 2018, á 100 ára fullveldisafmæli Íslands, að ríkisstjórnin tilkynnti að nýtt hafrannsóknarskip yrði smíðað sem gjöf til þjóðarinnar. Fyrir á Hafrannsóknastofnun skipið Árna Friðriksson HF 200 sem afhent var um aldamótin síðustu, og Bjarna Sæmundsson HF 30 sem var orðinn meira en hálfrar aldar gamall og hefur núna verið seldur til norsks kaupanda.

Sævar segir að hlutverk Skipasýnar hafi fyrst og síðast falist í því að sníða búning utan um óskir starfsmanna Hafrannsóknastofnunar og smíðanefndar skipsins.

„Að hluta gátum við nýtt okkur hugmyndir og útfærslur frá sambærilegum hafrannsóknarskipum og aðlagað að óskum Hafró, en hafrannsóknastofnun hvers lands hefur sínar sérþarfir og er það m.a. sérkenni íslensku rannsóknaskipanna að þau eru notuð í togararallið svokallaða sem lagt er til grundvallar ráðgjöf fyrir fiskveiðar á botnlægum tegundum,“ útskýrir Sævar. „Þetta eru skip sem taka fleiri hundruð tog á ári og þurfa að hafa mjög góðan og kröftugan búnað sem önnur hafrannsóknaskip hafa yfirleitt ekki.“

Skrokklagið sparar mikið eldsneyti

Sérstök nefnd var skipuð innan Hafrannsóknastofnunar til að móta hugmyndir um hvernig nýja skipið skyldi hannað og hvaða tækjum það yrði búið. Þá tók smíðanefnd við keflinu og féll það m.a. í hlut þeirrar nefndar að halda utan um útboð á smíði skipsins.

„Fyrir útboðið gerðum við grófhönnun á skipinu og í því ferli var m.a. ákveðið að heppilegra væri að smíða lengra, lægra og mjórra skip frekar en styttra, hærra og breiðara. Skýrist það af því að íslensku hafrannsóknaskipin sigla að jafnaði 20-30.000 sjómílur á ári og leiddu hermanir og módelprófanir í ljós að það skrokklag sem valið var myndi leiða til sparnaðar í olíunotkun upp á hundruð tonna á ári, miðað við það skrokklag sem segja má að hafi orðið ríkjandi við smíði flestra hafrannsóknaskipa á undanförnum árum í löndunum í kringum okkur,“ segir Sævar.

Nýja skipið afsannar að ekki megi hafa skrúfuhring á hafrannsóknaskipum.
Nýja skipið afsannar að ekki megi hafa skrúfuhring á hafrannsóknaskipum.

Sævar nefnir einnig breyttar áherslur í því hvernig hin ýmsu rými nýja skipsins eru hönnuð.

„Ein greinilegasta breytingin á rannsóknaraðstöðunni er að í stað þess að vera með aðskildar rannsóknarstofur fyrir hin ýmsu verkefni um borð verða rannsóknarstöðvarnar sameinaðar í einni almennri rannsóknarstofu, með sérrými fyrir bergmálsmælingar og sérrými fyrir djúpsjávarrannsóknir og fyrir þann búnað sem notaður er fyrir rannsóknir með neðansjávarmyndavélum, en skipið er búið öflugum sjósetningarbúnaði fyrir neðansjávarmyndavélarnar og sambærileg rannsóknartæki.“

Afsönnuðu mýtu um skrúfuhringinn

Ein áskorun sem Sævar og félagar hans hjá Skipasýn þurftu að leysa var að koma fyrir skrúfuhring á skipinu án þess að fara yfir fyrirframákveðin hljóðmengunarmörk en Sævar segir hafrannsóknaskip yfirleitt án skrúfuhrings til þess að draga úr hávaða.

„Skrúfuhringurinn skiptir miklu máli fyrir íslensku hafrannsóknaskipin því hann eykur togspyrnuna um 30%,“ útskýrir Sævar og minnir á að íslensku skipin notist við dregin veiðarfæri og þurfi á miklum togkrafti að halda.

„Það hefur verið viðtekin skoðun hjá skipahönnuðum að ekki sé hægt að hafa skrúfuhring á hafrannsóknaskipum án þess að fara yfir hljóðmörkin sem skilgreind eru af Alþjóða hafrannsóknaráðinu. En okkur tókst þetta samt, þökk sé góðum búnaði, vandaðri hönnun á skrúfublöðunum og hringnum sjálfum og góðu samstarfi við undirverktaka, og leiddu prufusiglingar í ljós að hljóðburður út í sjóinn er vel undir viðmiðum og togspyrnan er mjög góð en hún mældist 41t.“

Umfjöllunina má lesa í heild sinni hér.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 19.3.25 552,82 kr/kg
Þorskur, slægður 19.3.25 612,55 kr/kg
Ýsa, óslægð 19.3.25 257,63 kr/kg
Ýsa, slægð 19.3.25 213,52 kr/kg
Ufsi, óslægður 19.3.25 178,58 kr/kg
Ufsi, slægður 19.3.25 216,39 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 19.3.25 11,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 17.3.25 188,00 kr/kg
Gullkarfi 19.3.25 155,08 kr/kg

Fleiri tegundir »

19.3.25 Von HU 170 Þorskfisknet
Þorskur 669 kg
Grásleppa 138 kg
Skarkoli 21 kg
Sandkoli 4 kg
Rauðmagi 4 kg
Samtals 836 kg
19.3.25 Kristinn ÞH 163 Þorskfisknet
Þorskur 3.947 kg
Grásleppa 56 kg
Skarkoli 26 kg
Ufsi 17 kg
Karfi 4 kg
Ýsa 3 kg
Samtals 4.053 kg
19.3.25 Gunnþór ÞH 75 Grásleppunet
Grásleppa 2.242 kg
Þorskur 515 kg
Skarkoli 29 kg
Steinbítur 8 kg
Ufsi 5 kg
Samtals 2.799 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 19.3.25 552,82 kr/kg
Þorskur, slægður 19.3.25 612,55 kr/kg
Ýsa, óslægð 19.3.25 257,63 kr/kg
Ýsa, slægð 19.3.25 213,52 kr/kg
Ufsi, óslægður 19.3.25 178,58 kr/kg
Ufsi, slægður 19.3.25 216,39 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 19.3.25 11,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 17.3.25 188,00 kr/kg
Gullkarfi 19.3.25 155,08 kr/kg

Fleiri tegundir »

19.3.25 Von HU 170 Þorskfisknet
Þorskur 669 kg
Grásleppa 138 kg
Skarkoli 21 kg
Sandkoli 4 kg
Rauðmagi 4 kg
Samtals 836 kg
19.3.25 Kristinn ÞH 163 Þorskfisknet
Þorskur 3.947 kg
Grásleppa 56 kg
Skarkoli 26 kg
Ufsi 17 kg
Karfi 4 kg
Ýsa 3 kg
Samtals 4.053 kg
19.3.25 Gunnþór ÞH 75 Grásleppunet
Grásleppa 2.242 kg
Þorskur 515 kg
Skarkoli 29 kg
Steinbítur 8 kg
Ufsi 5 kg
Samtals 2.799 kg

Skoða allar landanir »